Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 4
616 LESBÓK MORGUNBLAÐSTN. sem eigandinn vildi ekki láta það af hendi vegna þess, hve sjaldgæft það var. Um síðustu aldamót var vitað um a. m. k. 30 egg, svo að þau eru ekki eins sjaldgæf og haldið var í fyrstu. Innbyggjarnir héldu, að fuglinn lifði ennþá, en væri mjög sjald- gæfur og ennfremur, að hann væri svo stór, að hann gæti fellt uxa með einu sparki. Það er ekkert undarlegt, þó að þessar frásagnir vektu endurminningarnar um fuglinn Rok frá Þúsund og einni nótt. Auðvitað er ekkert vitað með vissu um lifnaðarhætti þessara risa -strúta. E. t. v. hafa þeir verið skógarfuglar eins og kasúarinn, frændi þeirra, en hann er mann- fælinn og heldur sig í illfæru skóg- arþykkni. Móafuglarnir Á sama tíma og Madagaskar- strútarnir, lifðu nokkrir stórir, vængjalausir strútfuglar á Nýja- Sjálandi. Sumir þeirra voru reglu- lega risavaxnir. Úr þeim eru til vel geymdar beinagrindur og meira að segja hlutir af ham með fjöðrum. Maoriarnir hafa e. t. v. útrýmt þeim síðustu, eftir að þeir námu land á Nýja-Sjálandi. Stærsta tegundin, sem þekkt er, var rúmlega 3 m. á hæð. Að ytra útliti líktist hún strút. Fjaðrirnar voru mjög langar og minntu tals- vert á emúafjaðrir. Þær voru brun -ar með svarta odda. Margar teg- undirnar hafa án efa haft skraut- legar fjaðrir á höfðinu. Ekki hafa menn verið á eitt sátt- ir um skyldleika þeirra við aðrar tegundir. Sumir hafa talið þá standa næst Madagaskarstrútun- um, en það er þó enginn vafi á því, að beinagrind þeirra sýnir náinn skyldleika við kíwífuglana, sem lifa á Nýja-Sjálandi, en eru miklu minni og verða aldrei yfir 70 sm. langir. Það var 1839 sem fyrst heyrðist um móafuglinn í Evrópu. Það voru aðeins nokkur bein, sem komu þá til London, en skömmu síðar kom talsvert mikið safn af stærri og minni beinum. Það fékkst lýsing af útliti fugls- ins hjá þeim innfæddu. Auðvitað hafði enginn af þeim, sem þá voru uppi, séð hann, en frásagnimar um þennan risafugl höfðu borizt frá einni kynslóð til annarrar Hann átti að hafa verið svartur með stór augu og lítið nef, og beggja vegna við það tvo rauða húðsepa alveg eins og haninn Þessi lýsing virðist nokkuð góð mið -að við þær leifar, sem fundizt hafa af þessym furðulega fugli, en það hefir smám saman tekist að gera sér góða hugmynd um ytra útlit hans, jafnóðum og fleiri fund- ir hafa komið fram. Mörg brot hafa fundizt af eggj- um móafuglsins, og af þeim er hægt að sjá, að þau hafa verið um 30 sm. löng og 20 sm. breið. Að því er bezt verður séð, lifðu móafuglarnir eingöngu á jurta- fæðu. Aðalrökin fyrir þessu eru, að saur þessara fugla hefir fundizt víða í hellum, og þrátt fyrir smá- sjárrannsóknir hafa engar dyraleif -ar fundizt í honum. Einnig finnast oft steinar úr fóarninu á meðal beinanna, en það bendir sömuleiðis á, að fuglarnir hafi verið jurtaæt- ur, því að það er alkunna að marg- ir fuglar, sem lifa á jurtafæðu, gleypa smásteina og sand, til að hjálpa til við að mylja fæðuna í fóarninu. Maoriarnir könnuðust vel við þessa steina, „puua moa“, eins og þeir kölluðu þá, en það þýðir eiginlega móamaginn. Þeir gerðu sér þó ekki rétta grein fyrir því, hvernig á þessum steinum stæði, en sagnir hermdu, að for- feður þeirra hefðu notað steinana til að drepa fugla með. Áttu þeir að hafa glætt þá og stráð þeim fyr- ir fuglana, sem óðar átu þá og drá] -ust af því. Það er engum vafa undirorpið að móafuglarnir hafa lifað þarna samtímis manninum, því að skurn af eggjum þeirra hefir fundizt í gömlum sorphaugum. Einu sinni hefir líka fundizt egg 1 gröf Maori; -höfðingja nokkurs. Hefir það sjá anlega átt að vera nesti til ferðar innar til annars heims. Ekki er vitað, að móafuglarnii hafi lifað annars staðar, en á Nýja Sjálandi. Nokkrar tegundir lifðu á norðureynni og aðrar á suður- eynni. Það er engin furða með svona stóra fugla, þótt um þá gangi ýms- ar sögusagnir. Margir halda t. d. að þeir séu alls ekki útdauðir ennþá en hafi aðeins tekið sér bólfesti inni á miðjum eyjunum á svæðum, þar sem mönnunum er ekki fært að ferðast. Þótt vafalaust sé hæg< að ganga út frá því sem gefnu, að móafuglarnir séu útdauðir, koma þó alltaf öðru hverju fram frásagn ir, sem benda til þess, að móa- umtal sé ekki útdautt hjá inn- fæddum íbúum Nýja-Sjálands. Kaup kaups Lögfræðingur vaknaði klukkan þrjú um nótt við það, að síminn hringdi ofsalega Þegar hann svaraði dundi við grimmdarleg rödd í símanum: — Hundurinn yðar geltir svo mikið, að eg get ekki sofið, og ef þér þaggið ekki niður í honum undir eins, þá skal eg ..... — Hver eruð þér? spurði lögfræð- ingurinn. Þegar hann hafði fengið að vita það, lagði hann símann á, en hugs- aði með sér að hann skyldi launa manninum þetta. Og næstu nótt vakti hann manninn klukkan þrjú með sima- hringingu og sagði; — £g á engan hund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.