Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1957, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 655 met. Hefir hann þá sett 10 íslenzk met á þessu ári (30.) LANDHELGISBROT Flugbáturinn Rán varð var við ensk- an togara að veiðum í landhelgi á Breiðafirði. Gerðist þetta í myrkri og notaði Rán radar til staðarmælinga. Skipstjóri hlýddi skipun um að fara til Reykjavíkur. Þar þrætti hann fyrir brotið og ætlaði að skjóta sér undir það að mælingarnar gæti ekki verið réttar. En með athugunum reyndist rat -sjáin örygg og var skipstjóri dæmd- ur og sektaöur um 74.000 kr. (22., 24.) LISTIR Bjarni Jónsson, ungur listmálari, hafði sýningu í Reykjavík (9.) Félag áhugaljósmyndara hafði sýn- ingu í Reykjavík (9.) óperuflokkur frá ríkisleikhúsinu í Wiesbaden í Þýzkalandi kom hingað og sýndi í Þjóðleikhúsinu (9., 12) Þrjár málverkasýningar voru opnað- ar samtímis í Reykjavík. Sýndu þar Guðmundur Einarsson frá Miðdat, Bjarni Guðmundsson írá Hornafirði. og þau Guðrún Svava Guðmundsdótt- ir og Jón B. Jónsson (22.) Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari hefir selt eitt af listaverkum sínum tii Italiu (30.) FRAMKVÆMDIR Tónlistarhöll Reykjavíkur hefir ver- ið valinn staður hjá Suðuriandsbraul gegnt Grensásvegi (3.) Nýtt barnaskólahús var vígt og tekið í notkun á Egilsstöðum á Völlum (6.) Stífla hefir verið gerð við afrennsli Skorradalsvatns og yfirborð vatnsins hækkað um Vt metra vegna virkjunar Andakílsár (8.) Brúin á Norðurá hjá Haugum hefir verið endursmíðuð (10.) Nýr flugvöllur fyrir sjúkraflugvél var tekinn í notkun á Þingeyri (12.) Brunasvæðið á Hvammsheiði í Þing- eyarsýslu hefir verið girt (80—90 ha.) brotið og verður sáð í það í vor og bú- ast menn við að fá þarna gott slægju- land (13.) Nýr vélbátur, smíðaður í Danmörk, kom til Ólafsfjarðar. Hann heitir Þor- leifur Rögnvaidsson og er 70 lestir (1J.) Nýr vélbátur kom til Tálknafjarðar, heitir Guðmundur Sveinsson og er 75 lestir (15.) Hafin var vinna við nýa mæðiveiki- girðingu í Dölum (15.) Komin er fram á Alþingi tillaga um að athuga kostnað við brú á Tungná og bílleið um Sprengisand (15.) Gerðir voru samningar milli Reykja- víkurbæar og 12 aðila um að reist verði sýninga- og íþróttahöll í Reykjavík. A grunnflötur hennar að verða 3000— 4000 ferm. Verður hún reist við vega- mót Suðurlandsbrautar og Þvottalauga- vegar tilvonandi (17.) Nonnasafn hefir verið stofnað á Ak- ureyri og er í húsinu þar sem séra Jón Sveinsson dvaldist í æsku. Var húsið gefið safninu, en það var opnað á ald- arafmæli séra Jóns (19.) Boranir eftir drykkjarvatni hafa far- ið fram í Vestmanneyum, en borið lít- inn árangur (19.) Við boranir í Hverageröi fengust mikil gufugos úr tveimur holum og er nú hægt að stækka hitaveituna þar (21., 22.) Innan sandgrseðslugirðinga tru nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.