Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 4
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ist við af fögnuði, því að fyrsti bíllinn, sem eg eignaðist um ævina, var af þessari gerð. Og þá skeði það! „Afsakið“, sagði kvenmannsrödd. Eg horfði í kring um mig í hálfrökkr- inu og hagræddi gleraugunum betur á nefinu. Og þá sá eg hana. Eg helt fyrst að þetta væri vaxmynd, sett í þennan bíl til þess að sýna búning kvenna á þeim tíma. En svo var ekki. Hún var í síðri ljósri kápu, með ljós- an hatt á höfði og var hann bundinn með silkibandi niður fyrir hökuna. Þetta var tízkan 1905. Hún horfði á mig og brosti. í „Eg bið afsökunar að eg ávarpa yð- ur“, sagði hún aftur og laut nær mér. „Vitið þér nokkuð hvað dvelur hann Arthur?“ „Nei — nei, það veit eg ekki“, stam- aði eg. Það voru engar dyr á vagninum og eg sá nettan fót hennar á gúmlögðum stigpallinum, og hún sló með honum jafnt og þétt á pallinn, eins og hún væri ákaflega óróleg. „Ó, eg hefi beðið hér svo ógurlega lengi“, sagði hún. „Hann sagðist ætia að koma rétt á eftir mér“. Hún roðnaði þegar hún sagði þetta og varð niður lút eins og hún minnkaðist sín fyrir ó- þolinmæðina. „Eruð þér ekki einn af brúðkaupsgestunum?" Eg vissi ekki hverju eg átti að svara, en hún virtist ekki taka eftir því hvað eg var vandræðalegur. „Eg hefi beðið hér klukkustundum saman, og hann kemur ekki“, sagði hún. „Eg er í ákafri geðhræringu, og hann veit að eg má ekki komast í geðshræringu vegrja hjartans. Pabbi var á móti því að ég giftist, vegna þess að eg er svo hjartveik, eins og þér hafið sjálfsagt heyrt, enda þótt hann hefði mikið álit á Arthur og væri van- ur að segja að hann hefði hyggjuvit í kolli. Og það er alveg satt. En það sem mér þykir vænst um í fari hans er hvað hann getur verið skáldlegur. í gærkvöldi sagði hann til dæmis: Jæja, Lucy, nú leggjum við út á ljósgeisla- brautina, sem liggur til gæfu og fagn- aðar“. Hún roðnaði aftur of* leit feimnislega á mig. „Var þetta ekki fallega sagt?“ spurði hún. „Æ, nú get eg ekki beðið lengur. Viljið þér ekki gera svo vel að segja Arthur, ef þér sjáið hann, að hann verði að flýta sér“. Hún horfði bænaraugum á mig. Og þá fyrst áttaði eg mig á því hvað þetta var allt undarlegt. Hvers vegna sat hún þarna alein? Eg vissi ekki hvað eg átti að segja og var eins og álfur út úr hól. Þá heyrði ég nýja rödd: „Er eitthvað að? Er yður illt?“ Eg leit við og sá að bláklæddur um- sjónarmaður stóð skammt frá mér og einblíndi á mig. „Nei, það er ekkert að mér“, sagði eg. „Eg er aðeins að tala við ungu kon- una hérna“. „Hvaða konu?“ Eg glápti á hann. Hvernig spurði maðurinn, konan sat þarna rétt fyrir framan hann. Hann hlaut að sjá hana. „Eg er að tala við ungu konuna hérna í bílnum", sagði eg. Hann leit á bílinn og síðan á mig aftur. Hann varð enn þungbúnari á svip en áður. ,„Það er engin kona í bílnum“, sagði hann. Eg vissi ekki hvort þetta átti að vera gaman. Lucy sat þarna í bílnum og eg sá ekki betur en að hún horfði á hann. „Umsjónarmaðurinn segir að þér sitjið ekki hérna í bílnum", sagði eg hikandi við hana. Hún rak upp stór augu. „Hvaða umsjónarmaður?" spurði hún. „Hér er enginn nema við tvö“. Þá var mér öllum lokið. Ljósin, sem áður voru svo dauf, virtust mér nú blossa upp. Mér varð erfitt um andar- dráttinn og hjartað barðist hamslaust. Mér sortnaði fyrir augum og eg fann að einhver greip utan um mig. Svo leið yfir mig. Eg vaknaði við að salmíak kitlaði mig í nefið. Svo hélt einhver glasi að vörum mér og sagði góðlátlega: „Svona, rólegur nú, þetta lagast allt. Líður yður nú ekki betur?“ Eg glaðvaknaði í einni svipan og það var ekki á mér það slen, sem venju- lega fylgir yfirliði. „Hvað er orðið af stúlkunni, sem sat í bílnum?“ spurði eg. „Hann er eitthvað ruglaður enn“ heyrði eg að umsjónarmaður sagði. Við sátum nú á marmarabekk í and- dyri sýningarhússins. „Hann var að tala um stúlku, en það var engin stúlka í bílnum". „Veslingurinn“, sagði hinn. „Hann hefir líklega séð eitthvað á safninu, setp vakið hefir gamlar endurminning ar hjá honum. Heldurðu það ek1 Mullen?“ Þá ætlaði eg að útskýra rækileg hvað fyrir hafði komið, en þeir þögp uðu niður í mér. „Nú skulum við koma, ef yður líðu betur", sagði Mullen. „Það er þega komið að lokunartíma“. Eg sá að þýðingarlaust var að deil við þá. Eg þurfti líka að hugsa mi um. Mullen bauðst til að ná í bíl hand: mér, en eg afþakkaði það. Og svo gek eg einn niður tröppurnar. Eg gat varla áttrfð mig á hvað kon ið hafði fyrir. Það var heldur óljós fyrir mér. Hvað var raunveruleiki o' hvað var ímyndun? Lucy hafði ve ið þarna og eg talað við hana, hverni stóð þá á því að umsjónarmaðurin gat ekki séð hana? Og hvernig stóð því að hún sá mig, en ekki umsjónai manninn? Á þessu var varla nema ein skýrin; Veikindi mín voru komin á það stif að eg var farinn að sjá ofsjónir. Þ< gat eg ekki sætt mig við þetta. Eg va viss um það með sjálfum mér, að mé hafði ekki missýnst. Og eg ákvað a fara í safnið næsta dag. □ □ Daginn eftir fór eg i safnið og fó þar rakleitt upp á efstu hæð,til þess a hitta forstjórann, Albert J. Hawkes. Hann var um feríugt, lítill maður o snaggaralegur. Eg held að honum haf þótt vænt um að fá heimsókn, því ac hann hafði ekkert að gera. Eg hóf þegar máls á erindinu. „Eigið þér ekki á skrá hér nöfr þeirra manna, sem áttu bílana, senr sýndir eru í „Stræti frá 1905?“ „Jú, við vitum um nöfn sumra, eð; þeirra, sem höfðu átt bílana lengi og gáfu þá síðan á safnið. En suma bílana höfum við keypt hjá skransölum, og það er hætt við að þeir hafi oft áðui gengið kaupum og sölum“. „Mig langar til að reyna að komas' eftir, hver hefir átt Pope-Hartford bíl inn, sem er á sýningunniV* „Má eg spyrja hvers vegna yður fýsi að vita það?“ Eg var nú ekki á því að segja hon- um hið sanna, því að eg kærði mig ekki um að vekja hjá honum neinar grunsemdir um að eg væri ekki me? öllum mjalla. Þess vegna sagði eg: , „Eg étti einu sinni svona bíl og nú langar mig til að vita hvort verið get:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.