Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 8
192 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerbist í marzmánuði TVÖ stórmál hafa verið efst á baugi í þessum mánuði, fjúrhagsmálin og landhelgismálið. í öndverðum mánuðinum flutti Vilhjálmur Þór bankastjóri opin- bera ræðu um fjárhagsástandið og taldi að stefnt væri í fullkomið ó- efni ef ekki væri tekin upp ný stefna í fjúrmálum og viðskiptamálum. Kom þá í Ijós að stjórnarblöðin voru hér ekki á einu máli um hvað gera skyldi. Ríkisstjórnin helt marga fundi um málið og leitaði álits fjár- málafræðinga. Var búist við að hún mundi koma fram með einhver úr- ræði á þingi, en það drógst á lang- inn. Fundum Alþingis var frestað 28. fram yfir páska. Er búist við að stjórnin beri fram úrræði sin þegar þingið kemur saman aftur. t Genf hefir verið haldin ráð- stefna um landhelgismál. Fulitrúar lslands þar hafa verið þeir Hans G. Andersen sendiherra og Davið Ólafs -son fiskimálastjóri. Hefir þar skor- izt mjög í odda, því að Bretar ætl- uðu að halda dauðahaldi í 3. milna landhelgi. Hans G. Andersen helt þar ágæta ræðu og skýrði sjónarmið lslendinga og sérstaka nauðsyn þeirra á víðari landhelgi vegna fisk- veiðanna, sem væri aðalbjargræðis- vegur þeirra. Siðar bar Kanada fram þá tiliögu að venjuleg land- helgi skyldi ákveðin 3 mílur, en fiskveiðalandhelgi 12 mílur. Fellust fulltrúar íslands á þá tillögu, en allt er enn i óvissu um hvernig málinu lýkur. VEÐRATTA var misjöfn í þessum mánuði, frost og fannkoma norðan lands, svo snjó- þunginn er orðinn meiri en verið hefir um mörg ár. Á Suðuriandi löngum gæftalítið framan af og austan og norð- austanátt tíðust. Samgöngur voru erf- iðar, en þó fór að rætast úr sunnan lands er á leið mánuðinn. Um miðjan mánuðinn gerði ofsaveður um Suður- og Vesturland, og var þá fárviðri í Vestmanneyum. Veður þetta olli stór- tjóni í Gunnarsholti og víðar á Rangár- völlum og í Fljótshlíð. Víðsvegar urðu mikil spjöll á gróðurhúsum, rúður brotnuðu unnvörpum og skemmdist sá gróður, sem í húsunum var. í þessu veðri urðu 16 mjóikurbílar veðurteppt- ir fyrir austan Fjall. Til marks um frosthörkur og fannkomu nyrðra má geta þess, að Goðafoss lagðist í svo öflug klakabönd, að ganga mátti yfir hann á fossbrúninni, en það mun sjald- gæft. Til þíðviðra brá sunnan lands upp úr miðjum mánuði og tók óðum upp snjó. Sólskin var þá og gott veður nyrðra, en sólin vann ekkert á hinum mikla snjó, og frost voru jafnan um nætur. Utgerðin Veiðiskapur varð mjög misjafn og yfirleitt tregur framan af mánuðinum en í lok mánaðarins var kominn hlað- afli í Grindavík, og veiði farin að auk- ast í öðrum verstöðvum hér syðra. Þaf þótti tíðindum sæta, að þótt víða næð ist í loðnu til beitu, fiskaðist ekkert á hana. í sumum veiðistöðvum var aíl orðinn meiri en um sama leyti í fyrra Stærstu útgerðarstaðirnir, svo sen Vestmanneyar og Akranes, höfðu orði? harðast úti. — Hjá togurum var reyt ingsafli syðra og vestra, en þeir, sen voru fyrir norðan, veiddu vel. — Tund urduflahættan er ekki um garð gengin Togarinn Harðbakur fekk tundurdufl vörpuna fyrir norðan og vissu skip verjar ekki af fyr en það var komit inn á þilfar. Var síðan siglt til Akur eyrar og duflið gert óvirkt þar (5.) Togarinn Skúli Magnússon fekk tund- urdufl í vörpuna út af Jökli og kom með það til Reykjavíkur; var það óvirkt (13.) Togarinn Norðlendingur Hans G. Ander- sen og Davíð Olafsson, fulltrúar Islands á land- helgisráðstefn- ttnni í Genf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.