Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 12
196 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS V ára gamall lerkiskógur á Hallormsstað. — 1 vor hefir Skóg ræktin 1.5 millj plöntur til gróðursetningar. • N . > ■ V þess að gefa íslendingum ráð um betri hagnýtingu úrgangsefna í fiskvinnslu- stöðvum (5.) Nýtt orkuver fyrir Bolungavík tók til starfa. Hefir stöðin 600 hestöfl (7.) Kjartan Friðberg Jónsson vélstjóri í Reykjavík hefir fundið upp nýa beitu- skurðarvél, sem farið er að nota á Akranesi (7.) Nýr vélbátur, Freya, 64 lestir, kom til Súgandafjarðar. Báturinn er smíðað- ur í Danmörk (8.) Bæar- og héraðsbókasafn Keflavíkur og Gullbringusýslu var opnað til af- nota fyrir almenning (12.) Nýtt fiskiðjuver tók til starfa í Seyð- isfirði .(13.) Sjúljraskýli tók til starfa í Bolunga- vík (14.) Lokabólusetning gegn mænuveiki fór fram í Reykjavík (18.) Skógræktin hefir 1,5 milljón plöntur til gróðursetningar í vor (18.)- Starfsfræðsludagur í Reykjavík og leituðu 1200 upplýsinga þangað (25.) Nýr vélbát'ur, Haförn, 193 lestir, kom til Hafnarfjarðar. Var smíðaður * Haugasundi í Noregi (26.) Flugfélag íslands fer 8 ferðir viku- lega til Kaupmannahafnar í sumar (28.) Síldarverksmiðjan á Dagverðareyri verður flutt til Vopnafjarðar og Nes- kaupstaðar. (28.) FJÁRMÁL OG VIÐSKIPTI Útsvör í Neskaupstað hækka um 25% (4.) Loftleiðir hafa gert samning við írska flugfélagið B. K. S. um gagn- kvæma fyrirgreiðslu (5.) M. René Sergent .forstjóri Efnahags samvinnustofnunarinnar OEEC kon hingað ásamt tveimur öðrum. Hanr sagði að þótt ísland væri minnsta ríkic í þeim samtökum, væri þar oftar rætí um efnahagsmál þess en nokkurs ann~ ars ríkis (5.) Viðskiptasamningur íslands og Spán: ar hefir verið framlengdur til lok; þessa árs (7.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.