Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 6
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS érum yngri en eg. Hann var hár maður og grannur með snjóhvítt hár. Hann var kuldalegur á svip og augun eins og stál. Hann var í morgunslopp og í hægra horni hans var einnkennisband Heiðursfylkingarinnar. Hann bauð mér sæti og eg var í vandræðum hvernig eg ætti að bera upp erindið. En svo sagði eg: „Áttuð þér ekki einu sinni Pope- Hartford bíl?“ Honum brá mjög við spurninguna. Hann varð fyrst náfölur og svo eld- rauður í framan. „Hver eruð þér og hvers vegna kom- ið þér hingað?“ hreytti hann úr sér. Eg sagði: „Eg bið yður afsökunar og eg skal skýra þetta. Eg held að þér hafið einu sinni átt bílinn, sem nú er i Iðnsafninu. Getur það ekki verið?" Hann starði kuldalega á mig. „Hefi ekki hugmynd um það. Eg seldi þann bíl fyrir löngu. En þótt svo væri þá skil eg ekki hvað þér eruð að fara“. Eg fann að það kom eitthvað ónota- lega við hann þegar eg nefndi bílinn, eins og einhverjar merkilegar endur- minningar væri við hann bundnar. Eg spurði því hispurslaust: „Getur það skeð, að einhver bíði eft- ir yður í Pope-Hartford bíl, til dæmis ung stúlka í ljósri kápu og með silki- •læðu. Stúlka, sem er með brún augu og brúnt hár og heitir Lucy?" Það kom slíkur skelfingarsvipur á Comstock, að mér varð orðfall. Og svo leið yfir hann. Mér hefir aldrei brugðið meira á ævi minni. Vínkanna stóð þar á borði. Eg hellti á glas og bar að vörum hans. Ómeg- inið leið af honum, en hann vildi ekki taka við. „Farið þér — farið þér héðan“, sagði hann hásum rómi. „Þér eruð að leita að efni i sögu. Þér ætlið að nota fjöru- tíu ára gamla harmsögu, ýfa upp sár og harma annarra til þess að geta krækt yður í nokkra skitna dollara. Farið héðan undir eins!“ , Eg lét engan bilbug á mér finna. Eg var hingað kominn til þess að komast að sannleikanum, og eg ætlaði ekki að gefast upp. „Mig tekur þetta sárt eins og yður", *agði eg. „Eg hefi verið eirðarlaus í tvo daga — eða síðan hún talaði við mig í safninu". Og svo sagði eg honum upp alla sögu. Það var eins og honum létti fyrst og tuuua hlustaði með vaxandi athygli á sögu mína og augnaráð hans varð fjar- rænt. „Luiy“, mælti hann lágt fyrir munni sér. „Lucy“! „Eg vona að þér misskiljið nú ekki hvers vegna eg kom á fund yðar“, sagði eg. „Gerið svo vel að fá yður sæti“, mælti hann með hægð. „Kannist þér við stúlkuna?" spurði eg með ákefð. Hann kinkaði kolli og var mjög al- varlegur. „Já, þetta var konan mín“, sagði hann. „Það eru 40 ár síðan við giftumst og veizlan var heima hjá föður henn- ar. Eg hafði keypt spánnýan Pope- Hartford bíl til þess að ferðast í hveiti- brauðsdagana. Hann stóð að húsbaki, og enginn vissi um það. Allir heldu að við myndum leggja af stað í skraut- vagninum, sem stóð fyrir framan aðal- dyrnar. En hann var hafður þar til þess að villa fólk, svo að það hengdi þar á skraut og gjafir". Hann brosti raunalega er hann minntist á þennan hrekk. „Við höfðum komið okkur saman um að eg skyldi tefja fyrir gestunum á meðan Lucy væri að búa sig og komast út um bakdyrnar, þar sem bíllinn beið. Þar átti hún að bíða mín“. Og nú varð hann mjög alvarlegur aftur. „Þegar eg kom þangað, sat hún upp- rétt i framsætinu og mér sýndist hún sofa. En þegar eg ýtti gætilega við henni, til þess að vekja hana, valt hún út af. Hún var dáin. Hún hafði fengið hjartaslag af geðshræringu. Hún var dáin áður en lífið byrjaði fyrir okkur. Eg elskaði hana mjög heitt og eg varð sturlaður af sorg“. Hann þagði um hríð og sagði svo: „Þannig lauk sæludraum okkar. Eg vildi ekki sjá bílinn framar, hann stóð þar úti í húsagarði nokkrar vikur, og svo fékk eg einhvern til þess að koma honum burt og selja hann. Eg hefi aldrei trúað á líf eftir dauð- ann. Og eftir að eg missti Lucy var mér sama um allt, eg gerðist harður og ófyrirleitinn, og krafðist alls af líf- inu, vegna þess að eg hafði verið svift- ur því eina sem mér þótti vænt um. En hefði eg vitað að Lucy beið eftir mér öll þessi ár . . .“ Hann stundi. „Hvað skyldi hún hafa hugsað um mig?“ Það var svo innilegt hugarangur í svip hans, að eg leit undan, Svo sagði eg: „Þér ættuð að koma með mér í Iðn safnið á morgun. Viljið þér gera það?‘ Og hann svaraði: „Já“, en rödúii var tónlaus og augun sviplaus. Svo skildi eg við hann. Mér var ekki rótt. Hefði ekki verið betra að ég hefði ekki ýft upp þessi gömlu sár? En svo var eftirvæntingin: Skyldi Luey sjá hann? □ □ Mig var að dreyma hana um nóttina. Og hvílíkur draumur: Mér fannst þrýst léttum kossi á kinn mína Og svo heyrði ég sagt: „Þakka yðu fyrir. Ó, þakka yður innilega fyrir' Þetta var málrómur Lucy. * Hún va innilega glöð, á því var ekki nokku vafi. En fyrir hvað var hún að þakk mér? ’Snemma um morguninn barði hús móðir mín að dyrum. „Það eru komnir gestir. sem viljr finna yður“, sagði hún. „Þeir bíða niðr: í stofu" Henni virtist mikið niðri fyrir, en ég klæddist og gekk rólegur niður. Þar voru þá tveir lögregluþjónar. Og með þeim var Hawkes safnstjóri. „Þetta er maðurinn", sagði hanr við lögregluþjónana og benti á mig. „Hvað hefir komið fyrir?“ spurði ég. Þá tók annar lögregluþjónninn ti’ máls: „Ég skal vera hreinskilinn við yður Við höfum ekki skipun um að takí yður fastan, en það er áreiðanleg- bezt fyrir yður að koma með okku- til vfirheyrslu". „Ég á von á manni hingað á hverr' stundu“, sagði ég. „Ég fullvissa yður um að meir; ríður á því fyrir yður að koma mef okkur, en að bíða eftir gesti“, sagð5 Hawkes. „Ekki svo að skilja að þér séuð grunaður beinlínis — þér eruð gamall — og satt að segja . . . “ Hann rak í vörðurnar. Ég var nú orðinn svo forvitinn, að ég hafði ekkert á móti því að fare með þeim. Þeir fóru með mig til Iðn- safnsins og upp í skrifstofu Hawkes Þar sat maður, sem þeir sögðu að væri Shrewsbury lögregluforingi, og hjá honum sat Mullen umsjónarmaður. „Þetta er maðurinn”, sagði Mullen undir eins og ég kom inn. „Þetta er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.