Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 Merkileg björgun. Bandariski koptinn hjá norska selveiöaranum norður í heimskautsisni' Hækkað var verð á tóbaki og áfengi (7.) Flugfélag íslands hefir selt gamla Gullfaxa til Suður-Afríku og munu ís- lenzkir flugmenn fljúga honum þangað (7.) Vöruskiptajöfnuður varð óhagstæður um 20,5 milljónir króna í janúarmánuði (7.) Verslunarsparisjóðurinn í Reykjavík hefir eflzt mikið. Hafði um áramót fengið 56.4 milljónir króna til veltu. Hefir hann nú keypt húseignina Vest- urgötu 2 (gamla Bryggjuhúsið) (11.) Verslunarfélag var stofnað í Njarð- víkum (12.) Yfirfærslur hafa gengið erfiðlega að undanförnu og er orðinn hörgull á ýms- um hráefnum fyrir iðnaðinn (14.) Viggo Christiansen forstjóri upplýs- ingaskrifstofu Alþjóðabankans, kom hingað í kynnisför (14.) Otsvör í Hafnarfirði hækka um 2 milljónir kr. (18.) Vísitalan var óbreytt, 191 stig (18.) Viðskiptasamningur var gerður við Pólverja (25.) Hvassafell flutti 47 hesta frá Akra- nesi til Þýzkalands (28.) BJÖRGUN Tveggja ára drengur fell í djúpa vatnsgróf í Keflavík, en með snarræði tókst móður hans að bjarga og lífga hann við (18.) Fjórtán ára drengur í Stykkishólmi, Jakob Sigurbjörnsson, bjargaði tíu ára dreng frá drukknun þar í höfninni (25.) Norskt selveiðiskip, statt langt norð- ur í hafísnum, bað um aðstoð vegna þess að einn skipverji hafði slasast hættulega. Stór Globemaster-flugvél varnarliðsins var þá send norður til Meistaravíkur í Grænlandi með kopta, en hann flaug þaðan út að skipinu og náði í manninn. Síðan kom stóra flug- vélin með hann til Reykjavíkur og var hann fluttur í Landspítalann (26.) vKLAGSLÍF Björn Steindórsson var kosinn for- maður Félags bifvélavirkja (1.) Skátafélagið Einherjar í ísafirði átti 30 ára afmæli (4.) Kosningar fóru fram í tveimur verk- lýðsfélögum í Reykjavík, Iðju og Tré- smiðafélaginu. Unnu lýðræðissinnar í báðum og varð mikið fylgishrun kommúnista í Iðju; þar munaði nú 338 atkvæðum "kki nema 26 í fyrra (4.) Björn Ofeigsson var kosinn formað- ur Félags vefnaðarvörukauomanna í Reykjavík (4. Málarafélag Reykjavikur átti 30 ára afmæli (4.) I I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.