Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
212
tð er miklu ódýrara og auk þess
hægt að hafa það til lýsingar og
suðu og upphitunar11.
Menn trúðu því ekki þá að ral
magnið væri til neins annars not-
andi en til ljósa.
Og svo sagði hann nokkuð frá
því hve vel bærinn hefði komið ár
sinni fyrir borð gagnvart Francke.
Ef tekjur hrökkva ekki fyrir út-
gjöldum, ber firmað það sem á vant
-ar. En verði tekjuafgangur fær
bærinn á þriðja ári 50% af honum
og 75% þar eftir. Og Francke
ábyrgist með öllum sínum eignum,
að þessi samningur sé haldinn, en
10.000 kr. setur firmað sem sér-
stakt veð fyrir rekstrinum, auk
þess sem bærinn hefir fyrstu tvö
árin aðrar 10.000 kr. að veði fyrir
því, að byggingin sé vel af hendi
leyst
Lýsing á stöðinni
Blaðamaðurinn skoðaði svo
stöðina og segir:
„Frá gasstöðinni er Ijómandi vel
gengið og snyrtilega. Hús öll virð-
ast ágætlega vönduð.
Lóðin er 12.000 feral. Verk-
smiðjuhúsin hafa kostað 45.000 kr,
en íbúðarhús stöðvarstjórans með
öllum þægindum 12.000 kr. Það hús
er sérlega snoturt steinsteypuhús
og rúmgott.
Gasgeymirinn og pípurnar út ura
bæinn hafa kostað 312.000 kr.
Kostnaður við grunninn og ýmis
aukaútgjöld 15.000 kr.
Starfsmenn við gasstöðina eru
sem stendur fjórir — Radtke stöðv-
arstjóri, Jens Sigurðsson gasmeist-
ari og 2 kolamokarar.
Þsnnan dag var framleiðslan
komin upp í 3500 ten.m. á sólar-
hring. Úr 200 pd. af kolum fengust
30 ten.m. af gasi og 120 pd. koks.
Hvernig er gasið framleitt?
Mold frá Hollandi
Vér komum fyrst inn í sal mik-
inn. Sá hafði að geyma 3 eldstór,
eða öllu heldur eldhella, og skein
þar inn í hvítglóandi gímöld, er
litið var inn um hellismunnana.
Inn í þessa eldhella er dembt
ógrynnum af kolum og þau hituð
upp og gerð hvítglóandi. Láta þá
kolin frá sér reyk mikinn sem legg-
ur upp um reykháfa úr eldstónum.
Þessi reykur er það sem kallast
gas, en ýmislegt verður við hann
að gera áður en hann verður not-
aður til ljósmatar og suðu.
En það sem eftir verður í eld-
stónum, þegar reykurinn (gasið) er
farinn burtu, það eru koks, sem
mjög eru notuð til eldiviðar svo
sem kunnugt er. Áður langt líður
fer gasstöðin að selja koks og fá
menn þau þá sjálfsagt nokkuð
ódýrari, en hingað til höfum vér
átt að venjast.
Reykurinn frá kolunum verður
eigi þegar notaður til ljóss eða
suðu. Það verður fyrst að hreinsa
hann og kæla á ýmsar lundir, ná úr
honum mörgum efnum, sem gegn-
sýra hann, svo sem tjöruefnu'm,
ammoníaki og brennisteini. Til
þess að ná þeim eru notuð ýmis
tæki og aðferðir. Brennisteinsvatn-
inu er náð síðast, og er það gert
með því að láta mold soga það í
sig. íslenzk mold var eigi talin vel
hæf til þess. Fyrir því varð að
flytja allmiklar moldarbirgðir frá
Holiandi. Færi eigi vel ef mold
þeirri væri stolið!
Þegar hreinsuninni og kæling-
unni er lokið, er gasinu hleypt i
gasgeymirinn, og þaðan fer það svo
út í pípurnar, sem greinast um all-
an bæinn------
Rafmagnsmennirnir fá sér gas.
því að þeir sjá að það er betra ljós-
meti en steinolían — þótt að hinu
leytinu haldi þeir öfluglega fram
að „betra hefði verið að fá raf-
magn“.
Gasið er umtalsefni manna á
meðal og hlýtur blessun sumra og
bölvun annarra, „vegna þess að það
hefði átt að vera rafmagn“.“
Eins og fyr er sagt skyldi rekstur
gasstöðvarinnar vera á vegum
firmans Carl Francke, þangað til
bæarstjórn sæi sér fært að taka við
stöðinni. Otto Radtke var stöðvar-
stjóri í nokkur ár, en síðan tók við
annar þýzkur maður, A. Borken-
hagen. Og það var ekki fyr en 1.
ágúst 1916 að Reykjavíkurbær tók
við rekstri stöðvarinnar, og þrem-
ur árum seinna tók Brynjólfur
Sigurðsson við forstjórastarfi þar.
Mönnum hefir ekki borið saman
um hvenær Gasstöðin tók til starfa.
Sumir segja, að það hafi verið í
september 1910, en aðrir að það
hafi verið 20. ágúst 1910. Guðni
Eyólfsson, sem starfaði í Gasstöð-
inni frá byrjun, hefir sagt mér, að
gasinu hafi verið hleypt í gasæða-
kerfi bæarins 11. júní 1910, og þá
hafi verið haldin sýning í Góð-
templarahúsinu á gasljósum og
gassuðutækjum. Beri því að telja
11. júní afmælisdag stöðvarinnar,
enda hafi aldrei orðið stöðvun á
framleiðslu gass þar upp frá því.
Reynsla gasstöðvarinnar
Á stríðsárunum fyrri mun marg-
an hafa iðrað þess að styðja að því
að gasið skyldi tekið fram yfir raf-
magn, þegar um tvennt var að
velja. Á þeim hörmungaárum, sem
þá gengu yfir Reykjavík, hefði það
getað dregið úr margs konar þreng-
ingum ef þá hefði verið nægilegt
rafmagn til ljósa, suðu, hitunar og
iðnaðar. Rafmagnsstöð hefði getað
starfað óhindruð, en gasstöðin var
komin upp á aðflutning af kolum
til landsins. Og stríðið hafði ekki
staðið lengi, er hér urðu hin mestu
vandræði með eldsneyti. Þýzkir
kafbátar sökktu mörgum kolaskip-
um, sem voru á leið til landsins, og
brezka stjórnin synjaði hvað eftir
annað um leyfi til útflutnings á
kolum.