Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Síða 6
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gasgeymlrinn rifinn. Verið að losa um eina af stoðun þeim, sem stó við geyminn. En þó varð gasstöðin mikil bjarg- vættur á þeim þrengingatímum. Haustið 1915 var svo komið, að bæarstjórn neyddist til að hafa af- skipti af útvegun eldsneytis handa bæarbúum. Og um mitt sumar 1916 voru horfur á algjörum kolaskorti er fram á veturinn kæmi. í árslok var tekin upp skömmtun á kolum. Þá var ekki kveikt á götuljósum fyr en 20. október, og þá aðeins á öðru hvoru Ijóskeri, til þess að spara gasið og kolin. Þegar fram á veturinn kom, varð að loka safna- húsinu vegna kolaskorts og litlu síðar urðu nokkrir togarar að hætta veiðum af sömu ástæðu. Það varð ein af átyllunum til þess að 10 tog- arar voru þá seldir til Frakklands. Mikið var þá rætt um íslenzk kol og víða farið að brjóta þau út úr neyð. Vorið 1917 sendi bæjarstjórn Jón Þorláksson vestur að Dufans- dal til þess að athuga um hvort þar væri hægt að fá notandi kol. Hann kom aftur með 10 smál. af kolum. en þau reyndust svo léleg að bær- inn vildi ekki eiga neitt við kola- nám þar. Þá var ráðist í hina miklu mótekju í Kringlumýri og jafn- framt sett á laggirnar eldsneytis- skrifstofa bæarins. Allan þennan tíma var bæar- stjórn sér úti um eins mikið af kol- um frá Englandi og unnt var, og auk þess keypti hún nokkuð af Tjörneskolum. Það happ vildi til, að björgunarskipið Geir náði 250 smál af ágætum kolum úr kola- skipi, sem hafði sokkið hér á höfn- inni fyrir löngu, og fekk bærinn þriðjung þeirra í sinn hlut. Um sumarið var bæði olíulaust og kolalaust í bænum. Og um vetur- nætur var ákveðið að kveikja ekki nema á 50 götuljósum af 220, og þó því aðeins að ekki væri tunglsljós. Allt varð að gera til að spara gasið. Oft hafði líka orðið að grípa tíi þeirra örþrifaráða að taka gasið af veitingahúsum og verslunum. Það olli auðvitað miklum vandræðum, en þetta var gert til þess að miðla heimilunum því litla sem til var. Þá vai og reynt að brenna íslenzk- um kolum í gasstöðinni, en þau reyndust ekki vel. Um miðjan ágúst 1918 var svo gerð tilraun að brenna þar mó úr Kringlumýrinni. Fekkst úr honum mun meira gas en menn höfðu búizt við. Og þetta mun hafa átt sinn þátt í, að gas- stöðin gat starfað lítt hindruð næsta vetur, og veitti þá ekki af. Þetta var frostaveturinn mikli, sem mörgum verður minnisstæður. Þá fengust engin kol í Reykjavík. Þá þótti gott að hafa mó, hi;ís, ís- lenzk kol eða steinolíu til upphit- unar. Var þó allt af skornum skammti og má hamingjan vita hvernig fólk komst þá af. Líklega hefir það verið gasið, sem bjargaði mörgum, því að sjaldan brást að hægt væri að elda við það. Menr dúðuðu sig til þess að þola her bergiskuldann og töldu sig sæla að geta fengið heitan mat eða heitan drykk. Um þvotta heima var ekki <jið ræða — allur þvottur varð að fara inn í laugar. Brauðbakstur Neyðin kennir nakinni konu að spinna, og á þessum árum var fundið upp á ýmsum úrræðum, sem mönnum hugkvæmast ekki þegar allt leikur í lyndi. Eitt af því var brauðabaksturinn í gasstöðinni. Það var snemma á árinu 1917 að Guttormur Jónsson frá Hjarðar holti kom með uppástungu um að reynt væri að baka brauð í laug- unum, vegna þess hvað brauðgerð- arhúsin áttu í miklum vandræðum vegna eldsneytisskorts. Var gerð tilraun um þetta og þóttu brauðin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.