Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Síða 10
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jesú, og á hverju ári velur hann sér lærisveina og fer þar eftir auð- mýkt manna og fátækt. Það þykir svo stórkostlegur heiður að vera valinn lærisveinn, að mönnum þykir það borga sig að vera fátæk- ir allt árið þess vegna. Til þess að halda stöðu sinni sem lærisveinn, verða menn að snúast fyrir kirki- una og vinna öll hin auðvirðileg- ustu störf. Hin heilaga kvöldmáltíð fer fram í herbergi innar af kirkjunni og þangað fá engir þorpsbúar að koma. En erlendir blaðamenn eru velkomnir þangað, einkum ef þeir eru með myndavélar. Og að þessu sinni voru þar sex útlendingar, all- ir mótmælendatrúar. Herbergið var stórt og með dökkvum viðum. Loftið var þrung • ið af reykelsisilm og matarlykt. Borðið var langt og mjótt, eins og á kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci, og þar var 13 mönnum ætlað að matast. Annars var þessi máltíð mjög ólík þeirri einföldu máltið, sem segir af í guðspjöllunum. Þarna var að vísu bæði brauð og vín, en vínið var borið fram í stór- um leirbrúsum. Þar var líka stór og skrautleg kaka, með mislitu syk- urskrauti. Hundur lá þar við borð- ið. Þegar gestirnir komu inn, var höfuðpresturinn önnum kafinn við að gefa fyrirskipanir til svart- klæddra kvenna, sem önnuðust matreiðsluna. Hann rak á brott með harðri hendi nokkra forvitna krakka, sem safnast höfðu við dyrnár, og hjálpaði mönnum svo að koma myndavélum sínum fyrir. Þegar öllum undirbúningi var lokið, var kallað á lærisveinana. Bljúgir og hógværir gengu þeir inn. Það var skrítin sjón að sjá þá. Þeir voru í gulum, rauðum, bláum, purpuralitum og gráum mússulín skikkjum, alveg eins og venjulegt er á helgimyndum. Tíu af þeim voru gamlir menn, sumir svo gaml- ir að þeir riðuðu. Tveir voru dreng- ir. Annar þeirra var götudrengur. og nú var hann ósköp vandræða- legur í gulu skikkjunni sinni. Yfir- leitt fóru lærisveinarnir hjá sér. Nokkrir af þeim gömlu gengu þó virðulega til sæta sinna. Hundur- inn skreið undir borðið. Svo varð pögn og höfuðprestur blessaði lærisveinana. Þeir byrjuðu á víninu, fylltu stóra bikara og heldu þeim á loft að boði höfuðprests, til þess að Englendingur, sem þarna var, gæti tekið litmynd af þeim. Síðan drukku þeir í botn og nú fóru kon- urnar að bera inn. Fyrst komu koparskálar kúfaðar af makkaroni, ásamt kjöti og tómatsósu er nægt hefði heilli fjöl- skyldu. Þeir tóku gráðuglega til matar síns og skoluðu honum nið- ur með miklu af víni. Síðan kom steik, hlaðnir diskar, og gnægð af grænmeti og osti. Eng- inn mælti orð af vörum, en það var kliður í salnum af áti þeirra og drykkju. Fitu og brjóski fleygðu þeir í hundinn og hann úðaði það í sig. Það kom vatn í munninn á okk- ur að horfa á allar þessar kræsing- ar og finna ilminn af þeim. Menn fóru því að tínast út. Eg beið þang- að til eftirmaturinn var á borð bor- inn. Það voru hrokaðir diskar af ávöxtum, kakan stóra og vindlar handa lærisveinunum. Þeir voru að fylla bikara sína þegar eg fór. — ★ — Okkur hafði verið tjáð að mikil þrengsli mundu verða við fóta- þvottinn, sem átti að fara fram klukkan fimm. Við fórum því tím- anlega til kirkjunnar til þess að komast að. Kirkjan var lítt lýst, altarið bert og nakið og myndirnar voru með sorgarslæðum. Kirkjan var orðin full fyrir tím- ann af masandi fólki og í hátíðai skapi. Laust eftir fimni kom höfuð presturinn, klæddur í gullfjöllui purpuraklæði. Á eftir honun gengu tveir prestar í hvítum, gull búnum klæðum, og seinast kom. lærisveinarnir tólf og voru sumii valtir á fótunum. Þeir gengu allii við háa fjárhirðastafi og voru bundnir við þá pokar, fullir a^ steinum, líklega úr ánni Jórdan Þeir settust á bekk, þakinn rauðu flaueli. Kórdrengir í eldrauðum yfirhöfnum og með mjó kerti i höndunum, leiðbeindu þeim. Annar prestanna hóf nú hina ár- legu ræðu um hógværðina. Hann var mjög æstur og úthúðaði stæri- lætinu. Söfnuðurinn hlustaði á með þolinmæði; menn höfðu víst heyrt þessa ræðu svo oft, að þeii kunnu hana utanbókar. Höfuðprestur hlustaði þegjandi á, nema hvað hann truflaði nokkr um sinnum með því að hasta á krakka, eða skipa einhverjum af setjast. Þegar ræðunni var lokið fór hann úr skrúða sínum og tók á sig hvíta svuntu. Lærisveinarnir tóku nú að bisf við að komast úr skónum á hægrr fæti. Kórdrengirnir hjálpuðu þeim sem gátu þetta ekki sjálfir. Og svc kom röðin að sokkunum. Að lokuir voru þarna tólf berir hægri fætui og nú gat athöfnin byrjað. Kór drengur færði öðrum prestinum silfurbakka með tólf bómullar hnoðrum. Annar færði hinum pres -inum bikar með vatni. Höfuðpresturinn og prestarni) hneigðu sig nú hver fyrir öðruir og síðan fyrir fremsta lærisveinin um. Að því búnu tók höfuðprestur einn bómullarhnoðrann, vætti hann í vatninu og brá honum á fót lærisveinsins. Svo fleygði hann bómullinni, kraup á kné og kyssti á fótinn. Þá stóð hann á fætur og helt þannig áfram þangað til hann hafði þjónað öllum lærisveinunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.