Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 Söfnuðurinn horfði á þetta með ífergju. Þetta var það, sem menn voru komnir til að sjá, höfuðprest- inn á fjórum fótum kyssandi iiræklótta fætur lærisveinanna. Svo blessaði prestur yfir menn, og síðan hófst mikið umstang er lærisveinarnir voru að komast í sokkana og skóna. Að því loknu lögð þeir á stað út á götu — í hina sorglegu göngu til Getsemane. - ★ - í nær öllum byggðum Sikileyar er „Processione dei Misteri“ einn þátturinn í hátíðahöldum dymbil- vikunnar, og einna frægastur í Trapani. Trapani er hávær hafnarborg. Nú var hún þurr og rykug. Vindur stóð af Afríku og snarsneri vængj- um vindmylnanna, sem setja sinn svip á þennan landshluta. En á höfninni mátti líta mörg hvít segl blaktandi eins og stóra vængi. Þarna voru gerðar loftárásir í stríð- inu og borgin er nú fyrst að rísa úr rústum og er þó enn eyðileg víða. Þarna kom til mín ungur maður, sem Gerardo heitir og bauðst til þess að vera leiðsögumaður minn, ef hann fengi að æfa sig í því að tala ensku við mig og ef eg vildi Ieiðrétta málvillur sínar. Eg tók því með þökkum. Einhvers staðar inni í borginni kvað við hornablástur. „Nú er Madonna almennings að koma út úr kirkju sinni“, sagði Gerardo. „Við skulum koma og horfa á“. Degi var tekið að halla. Eldrauð- ir geislar hnígandi sólar settu rauð- an blæ á borgina. Áður hafði mér virzt hún vera auð og tóm, en nú var morandi mannhaf á öllum göt- um. „Hin syrgjandi Madonna verður borin um göturnar, því að hún er að leita að syni sínum, sem hefir verið tekinn fastur“, sagði Ger- ardo. „Þess vegna eru nú allir í geðshræringu og óska þess innilega að henni megi auðnast að finna hann“. Á litlu torgi gengum við fram hjá Máratjaldi, skreyttu með rauð- um borðum. Inni í því sat Madonna í gimsteinasettu hásæti, umkringd blómum og blaktandi kertaljósum. „Þetta er Madonna hreinsunar- eldsins“ sagði Gerardo. „í gær- kvöldi var hún borin um borgina til þess að leita að syni sínum, en hún fann hann ekki“ Þetta var nú dálítið snúið, en eg komst að raun um, að þótt hver Madonna sé ímynd móður Jesú, þá eru þær þó sín með hverjum hætti og algjörlega sjálfstæðar. Myrkrið skall skyndilega á og kaldur vindur fór um strætin. Flestir voru í sorgarbúningi og það gerði myrkrið enn svartara. Hljóð- færaslátturinn varð nú háværari og furðulegur á að heyra. Það var eins og útfararlög leikin með hraða danslaga. Á næsta götuhorni mættum við Madonnu almennings. Hún var í glerskáp, hlaðin festum, nælum, úrum og hringum. Hún sat þarna á blómabeði og umhverfis hana loguðu 50 kertaljós, meter há. Átta burðarkarlar báru hana. Þeir voru í bláum samfestingum og höfðu flatar kollhúfur á höfði með rauð- um skúf, líkt og franskir sjóliðar Við ljósin frá kertunum mátti sjá að svitinn bogaði af þeim. Madonnu fylgdi grátflokkur. Fyrst voru það svartklæddir dreng- ir og Ijósklæddar stúlkur með blys og sorgarfána og á eftir þeim gengu svartklæddar konur vein- andi og grátandi. „Þetta eru mæðurnar sem hjálpa Madonnu í leitinni og gráta með henni“, sagði Gerardo. En endinn á skrúðgöngunni var skrítinn. Það voru sölumenn með fullar handkerrur af hnetum 'og -.ælgæti, og menn með stórar kipp- ur af mislitum blöðrum. Fylkingin færðist áfram í rykkj- um, því að burðarkarlarnir gengu ekki nema svo sem hundrað fet og hvíldu sig svo. Þegar þeir voru á ferð, reyndu þeir að trítla í takt við músíkina, og varð það til þess að Madonna rorraði fram og aftur líkt og dansandi barn. Og í hvert skipti sem miðaði áfram, runnu grátkonurnar á eftir alveg eins og þær væri að leita að Madonnu. Sumir söfnuðu fé í bauka. Gæfi þá einhver rausnarlega, hneigði Madonna sig fyrir honum, en til þess að svo mætti verða urðu fremri burðarkarlarnir að falla á kné. í hvert skipti sem leiðin lá fram hjá knæpu, settu karlarnir burðar- stólinn niður og fóru inn til að fá sér hressingu. Meðan peir voru inni var mikill hávaði í konum og krökk -um, en sölumennirnir æptu um hnetur og sælgæti og blöðrur. Göngunni miðaði hægt áfram. Fiskimenn, sem voru að koma að, slógust í hópinn með ljósker sín, og alltaf stækkaði fylkingin. En þegar hún nálgaðist Madonnu hreinsunareldsins, mátti sjá mik'a eftirvæntingu á öllum. Menn töi- uðu í hálfum hljóðum, en hornin voru þeytt sem ákaflegast. „Það er áhrifamikill atburður þegar Madonnurnar hittast", sagði Gerardo. Og sjálfsagt hefir svo ver- ið. Madonna almennings stað- næmdist fyrir framan Máratjaldið, hneigði sig feimnislega og valt til og frá, án þess þó að losna úr sæt- inu. „Hún er að heilsa Madonnu hreinsunareldsins“ sagði Gerardo. Að lokum hneigði Madonna almennings sig djúpt fyrir Ma- donnu hreinsunareldsins og helt svo áfram för sinni. „Hún mun halda leitinni áfram

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.