Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
229
menn biðu hennar með eftirvænt-
ingu, því að nú var klukkan orðin
hálfellefu. Að lokum sá hylla undir
hana,'þar sem hún reri fram og
aftur á mannhafi. Rauðu fötin
grímumanna voru öll löðrandi 1
kertafeiti. Og kertin hennar Ma-
donnu voru orðin lág, en blómin
öll orðin hörð af vaxi. Kona nokk-
ur þreíf eitt þeirra til þess að hafa
sem verndargrip, og samstundis
flykktust þar að margar æpandi
konur, sem líka vildu ná í blóm.
Það leið yfir eina þeirra.
Þarna beið Madonna nú upp und-
ir klukkustund.
„Nú er hún á báðum áttum“
sagði Gerardo. „Hún hefir nú leit-
að að syni sínum í 21 klukkustund
og er orðin þreytt. Ef hún vissi að
sonur sinn væri þarna í kirkjunm,
mundi hún hiklaust ganga inn, en
hún er ekki viss um það. Og þegar
hún er komin inn, getur hún ekki
komist út aftur. Þess vegna hikar
hún“
Burðarkarlarnir biðu á kirkju-
þrepunum. Nú hófu allar hljóm-
sveitirnar að leika samstundis.
Madonna var borin skjálfandi og
riðandi inn. Þá kváðu við óp um
alla mannþröngina:
„Hún er komin inn! Það er full-
komnað!“
Og um leið og hurðin lokaðist
varð músíkin svo fjörug, að það var
eins og orðin dönsuðu eftir henni.
„Fann hún son sinn?“ spurði eg.
„Sumir segja að hún finni hann
og innganga hennar í kirkjuna sé
sigurför", sagði Gerardo. „Aðrir
segja að hún finni hann ekki og
það sé hámark sorgarinnar þegar
hurðin skellur á hæla henni. Þetta
er allt dularfullt. Þér verðið að
trúa því er yður sýnist“.
Þessu var lokið. Fólkið streymdi
á brott. Allt var þetta líkast
draumi.
„Hér á Sikiley rís Jesús upp frá
dauðum um hádegi á laugardag’*,
sagði Gerardo. „Páskahátíðin hefst
eftir hálfa klukkustund".
Kirkjan var troðfull. Eg komst
inn í kórstúku í kjölfar nokkurra
skeggjaðra munka. Þeir voru svo
óþrifalega til fara, að auðséð var að
þeir hugsuðu meira um velferð sál-
arinnar en líkamans.
Kirkjan var hvít og björt, skreytt
með bláum og gullnum litum og
andrúmsloftið var þrungið af gleði
og vorfögnuði. Konur höfðu raðazt
í hvern bekkinn aftur af öðrum og
höfðu allar yfir sér gullfjölluð blá
sjöl. Þær voru háværar, tókust í
hendur, veifuðu hver annarri,
föðmuðust og spjölluðu í háum
tónum. Bak við þær höfðu nokkr-
ir ferðamenn fengið sæti, en flestir
stóðu þeir upp við veggina. Til hlið-
ar voru raðir hermanna. Þeir stóðu
þar stífir eins og myndastyttur, og
rauðu fjaðrahjálmarnir þeirra voru
eins og hanakambar. Þar var og
prestur, klæddur sem soldán, og
miðlaði málum milli kórsveina og
myndatökumanna. Litlir drengir
klifruðu eins og apar upp eftir súl-
um kirkjunnar til þess að sjá betur
yfir. Einn myndasmiður hafði kom-
izt upp í prédikunarstól og lét ónýt-
um blossaperum rigxia yfir mann-
fjöldann.
Svo kom biskupinn sjálfur. Hann
var með gríðarmikla gimsteinum
setta kórónu á höfði. Búningur
hans var lagður skíru gulli og þar
glóði á rúbína og aðra gimsteina.
Hann var með smelltan hirðisstaf
í hendi, sex feta háan. Með honum
var hópur aðstoðarmanna og báru
þeir ljósastikur og reykelsi.
Nú var sunginn sálmurinn „Krist
-ur er upprisinn“, en samt fannst
mér öll þessi athöfn minna meira á
lélega viðvaningasýningu á Boris
Godunov, heldur en á guðsþjón-
ustu.
Á þessu gekk í þrjár klukku-
stundir. Fólk var alltaf að koma og
fara. Við hvert bænarákall hneigðu
sig djúpt leppalúðarnir, sem stóðu
hjá mér. Tólf ára drengur söng
pistilinn fölskum rómi, en prest-
arnir rápuðu út og inn um dyrnar,
líkt og fígúrur í klukkuspili.
Svo kom lestur guðspjallsins á
sex tungumálum og lásu sex prest-
ar sína línuna hver. í hvert skipti
sem þeir höfðu allir lokið við að
lesa eina línu, var kirkjuklukkun-
um hringt.
Kórinn söng „Dýrð sé guði“ og
munkurinn mér til vinstri handar
hóf upp raust sína og reigði höfuð-
ið. En við það festist hár hans í tré-
flaska í þilinu og hann rak upp
skelfilegt óp.
Biskupinn var alltaf á ferð og
flugi og var nú orðinn gramur út
af ringulreiðinni og hávaðanum.
Hann gekk fram, pjakkaði hirðis-
staf sínum í gólfið og skipaði kon-
unum að þegja. Hann þrumaði yfir
þeim og minnti þær á að nú væri
hin hátíðlega stund upprisunnar
Við þetta brá mönnum svo að allt
datt í dúnalogn og myndatökumað-
urinn hætti að fleygja ónýtum
blossaperum og staulaðist niður úr
prédikunarstólnum.
Nú hóf biskup sjálfa páskamess-
una. Mér var sagt að hún mundi
standa í fulla klukkustund. Eg
læddist þá út um hliðardyr.
Úti fyrir var fjöldi af ungum
stúlkum, sem höfðu alls ekki komið
í kirkju. Þær voru í sínu bezta
skarti og leiddust þar þrjár og fjór-
ar saman og gáfu ungu piltunum
hýrt auga. En ef einhver ætlaði að
taka mynd af þeim, þutu þær eins
og fjaðrafok í allar áttir.
Þegar leið að kvöldi dró í loft og
gerðist skuggsýnt. Þá var hæversk-
an og feimnin af ungu stúlkunum.
Nú gerðust þær áleitnar og vildu
endilega láta taka myndir af sér.
En þá var ekki hægt að taka mynd-
ir. Svo dreifðist hið skrautbúna
fólk um göturnar. Upprisuhátíðinni
var lokið.
í