Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Side 16
232
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
4 K D 8 2
¥ D
♦ K D 7 4
* K 7 5 3
* 7 5 3
¥ K 8 6 3 2
* D
* D 10 9 6
A ð
¥ G 10 9 5
♦ 10 9 8 3
4> A G 8 4
A A G 10 9 4
¥ Á 7 4
♦ A 6 5 2
4 2
Suður komst I 4 spaða og V slser út
TD og þykist S sjá að það muni hafa
verið einspil, því að ella væri útslátt-
urinn óskiljanlegur. Það er líka senni-
legt að LA sé hjá A, því að ef V hefði
haft hann, mundi hann varla hafa kos-
ið að spila út einspili. Hann hefir von-
að að A ætti tígulás og mundi siá út
tígli aftur, svo hægt væri að trompa.
Ef þetta er rétt, getur S unnið spilið
með því að koma A í kastþröng. Hann
drepur því með TK í borði, slær út
hjarta undir ásinn og trompar svo
hjarta. Svo kemur hann sér inn á
tromp og trompar annað hjarta. Síðan
tekur hann slagi á öll trompin og hefir
þá eftir í borði 2 tígla og tvö lauf. A
má ekki fleygja tígli og situr því uppi
með þrjá tígla og LÁ. Nú kemur lauf
undir hann og þar með er spilið unnið.
SIGHVATUR ÞÓRÐARSON SKALD
ólst upp á Apavatni í Grímsnesi og
þótti heldur seinlegur fyrst í æskunni.
í Apavatni var fiskveiði á vetrum. Eitt
sinn sáu menn einn fagran fisk, sem
auðkenndur var frá öðrum fiskum og
gat enginn veitt. Þá var þar á vist Aust-
maður einn fróður. Hann bað Sighvat
freista að veiða fiskinn og tókst það.
Þá var soðinn fiskurinn. Þá sagði Aust-
maður Sighvati „að hann skyldi fyrst
eta höfuðið af fiskinum; kvað þar vera
vit hvers kvikindis í fólgið. Sighvatui
át þá höfuðið og þegar eftir kvað hann
vúu. Sighvatur varð þaðan aí tkýr
Ólafsfjörður. (Ljósm. Ó. K. M.)
maður og skáld gott“. — Vísa sú, er
Sighvatur kvað, virðist alls ekki vera
um undrafisk, heldur um alveg hvers-
dagslega veiði. Aftur er augljóst að
kjarni sögunnar er sú hugmynd, að
Sighvatur hafi fengið skýrleikann og
sérstaklega skáldgáfuna af því að hann
etur fiskinn. Slík hugmynd er mér ann-
ars ekki kunnug héðan af landi og
ekki heldur frá frændum vorum á
Norðurlöndum. En á írlandi er hún al-
þekkt. Sú var trú að við lind eina yxu
níu heslitré. Þegar hneturnar, sem voru
rauðar eins og blóð, fellu i vatnið,
kæmu upp laxar, sem í lindinni væru,
og gleyptu hneturnar. Af því kæmu
rauðir blettir á laxinn. Þeir, sem ætu
slika laxa, yrðu fullir vizku og skáld-
skapar. — Af því er til saga, hvernig
írska hetjan Finn, sem er að steikja
slíkan fisk fyrir skáld eitt, brennir sig
á fingrinum og bregður honum í munn
sér og verður þá margs vitandi; síðan
etur hann allan fiskinn og kveður'þá
vísu, líkt og Sighvatur. (Einar • Ól.
Sveinsson, dr.)
SÉRVIZKA
Hafið þið tekið eftir því, hvað það er
skrítið, að orðið sérvitringur skuli vera
lastmæli, þar sem þó allar uppgötvamr,
allar framíarir, eru i upphair aðeins til
í huga einstaks manns: eru með öðrun
orðum sérvizka. — Þýðingirí á orðini
sérvitringur minnir á að idíót, aula
bárður, þýðir upphaflega einstaklingui
í þýðingu þeirri, sem lögð hefir verii
í þessi orð, kemur skrítilega fram fo:
dæming fjöldans — og þó ekki síðu
forkólfa hinna heimsku — á þeim, sen
víkja eitthvað af almannaleið. Orðú
eru oft merkilega bersögul um hug.
mannsins og margfróð, þegar vér för
um að virða þau fyrir oss. Og hvíliks
fjársjóði hefir vort göfuga mál a?
geyma í þessum efnum; víst ber íslenzl
-an það með sér, að hún hefir veri?
töluð af mönnum, sem með réttu áttr
sér kenningarnafnið: hinn spaki. Oj
hversu mjög meðferð vor á málinu lýs-
ir því, að nú á dögum eru aðeins hestai
spakir á þessu landi, en mennirnir ekki
nema „gáfaðir", og það þegar bezt læt
ur. (Helgi Pjeturss, dr.)
AÐ HVERJU FER
Alls staðar gengur sama sagan: Borg
ir eyða byggðum — hér á landi líks.
(þ. e. í Kanada) — unz þær lenda með
íðnþjóðirnar á alheimshreppinn, og er
þar búizt um á sama hátt og Svaði
gerði í hallærinu forðum, öreigunum
hrundið fyrir ætternisstapa styrjald-
anna. (St. G. St.: Jökulgöngur)