Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Qupperneq 4
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hraða yfir þorpin Carbet og Le Precheur og skall svo á borginni. Á þremur mínútum gleypti eld- flóðið þessa þrjá staði og drap 40 þúsundir manna. Fernand Clerc var þá staddur eina mílu vestan við borgina og sá hvað fram fór. En í sömu andrá skall yfir svartnættismyrkur. Hon- um og fjölskyldu hans var borgið en allir ættingjar þeirra og vinir, sem þau höfðu kvatt fyrir lítilli stund, þar á meðal bandaríski kon- súllinn og kona hans, höfðu farizt í þessum náttúruhamförum, og aldrei mundu þau sjást framar. í FANGAKLEFANUM sat Auguste Ciparis í kolsvarta myrkri. Inn á milli rimlanna á hurðinni kom ofsaheitur loftstraumur sem brenndi hann. Hann æddi um klef- ann sem örvita og hrópaði á hjálp. En enginn svaraði. Eldhrönnin, sem hafði lagt borg- ina í auðn, æddi áfram út yfir höfn- ina og sjóinn, en sjórinn hopaði hvæsandi undan ofurmagni hennar Á þilfari „Roraima“ stóð Scott yfirstýrimaður og hafði verið að horfa í sjónauka á fjallið. Þegar hann sá eldhrönnina koma sem fellibyl, fleygði hann frá sér sjón- aukanum og vafði sig innan í segl. Skipið lagðist á hliðina undan bylnum, eins og því væri að hvolfa. Siglutrén kubbuðust í sundur, og allt lauslegt á þiljum, þar á meðal bátarnir, sópaðist fyrir borð. Scott staulaðist á fætur. Hann sá hvar brezka gufuskipið „Rod- dam“ barst út til hafs og var í björtu báli. Af sextán skipum öðr- um, sem höfðu legið á höfninni, sást ekki tangur né tetur. Scott hafði brennst mikið. Hann ráfaði að rústum stjórnpallsins og þar sá hann Muggah skipstjóra koma skjögrandi, kolsvartan í framan. „Allir menn á þiljur“, kallaði hann. „Léttið akkerum!“ Allir menn! Ekki voru aðrir uppi standandi en Scott, tveir vélstjórar og fáeinir svertingjar, sem höfðu verið að vinna í lestinni. Það var ekki hægt að draga inn akkerið. „Bjargið konum og börn- um“, kallaði skipstjóri. Hann fór sjálfur að reyna að koma báti á flot, en fell þá í sjóinn. Nú geisuðu eldar á „Roraima“ bæði í stafni og skut. Allt um kring voru hljóðandi og veinandi farþeg- ar, brenndir til ólífis. Scott og þrír menn aðrir reyndu að slökkva eld- ana, en aðrir voru svo brenndir á höndum, að þeir gátu ekki snert a neinu. Þegar franska beitiskipið „Such- et“ kom á vettvang til að bjarga, voru ekki aðrir farþegar lifandi en lítil stúlka og fóstra hennar. Af 48 n.anna skipshöfn voru 28 dauðir. ÞAÐ VAR EKKI fyrr en að kvöldi hins 8. maí að borgarrústirnar voru farnar að kólna svo, að björgunar- lið frá Port de France áræddi að fara að leita þar. Þeir fundu enga lifandi veru, nema konu eina, sem svo dó í höndunum á þeim. Presturinn á eynni skrifaði bisk- upi sínum: „St. Pierre, sem í morg- un var full af glaðværu fólki, er horfin. Jlún liggur nú fyrir fót- um vorum sem rjúkandi rústir með eldgiæringum, dauð borg. Vér skimum í allar áttir eftir lifandi verum, sem flýa þennan stað, og eftir venzlafólki sem kemur til að bjarga, en vér sjáum ekki nokkurn lifandi mann. Það leynist ekkert líf í þessum ömurlegu rjúkandi rústum. Ef eitthvað rofar í gegn um mökkinn, sjáum vér fjallshlíð- arnar, sem einu sinni voru grænar, en eru nú naktar. Það er engu lík- ara en grárri íshellu hafi verið steypt utan um fjallið. Birtan er ankannaleg og þegar vér horfum á þetta, er það eins og horfa inn í helheim“. Það var ekki hraunflóð, sem lagði St. Pierre í rústir, heldur brenn- andi fellibylur, sem gaus upp úr iðrum jarðar og geistist niður úr gjánni með 150 km. hraða á klukku- stund. Svo snöggur og ofsalegur var bylurinn, að ekkert hús stóðst fyrir honum. Það sýnir bezt ofs- ann að hann kubbaði sundur 14 metra hátt eirlíkneski af Maríu mey. Bylnum fylgdu sjóðandi gufur og eimyrja og eldur. Svo snögglega fór bylurinn yfir, að hinn létti sumarfatnaður fólksins brann ekki, en um leið og menn önduðu þessu brennandi lofti að sér, voru þeir dauðir. Mörg lík voru með hendur fyrir munni og nefi, höfðu gripið þar dauðataki um leið og brenn- andi loftið kom niður í lungun Hart lag af ösku lá á sumum lík- unum, en önnur höfðu brunnið upp til ösku svo að ekki var eftir annað en beinin. Fólk, sem hafði verið í húsum inni, hafði látizt samstundis og húsin hrundu en líkamar þess voru ekki jafn afskræmdir og hinna, sem höfðu verið úti við. Dauðinn hafði komið á þetta fólk svo snögglega. að líkast var því að það svæfi. Á einum stað lá lítil stúlka og faðm- aði að sér fætur á Maríulíkneski Á öðrum stað var önnur lítil stúlka með brúðuna sína í fanginu. Þegar taka átti brúðuna varð hún öll að dufti nema augun, sem voru úr gleri. Á einum stað sat skrifstofu- maður við borð, studdi hönd undir kinn og helt á pennastöng í hinni hendinni. Bakari nokkur stóð hálf- boginn fyrir framan bökunarofn- inn sinn. Á einu heimili sat ung stúlka í hægindastóli og var í bað- fötum. Bak við hana stóð svert- ingjakona og hafði verið að greiða hár hennar. Skammt þar frá var lík Xonu, sem hafði verið fagur- lega vaxin sem grísk gyðja, og eins og sumar grísku gyðjumyndirnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.