Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 239 Grétar Fells: Nokkur Ijóð fjöldinn orðinn um 10.000 milljón- ir. Og mikið efamál er hvort hægt er að tala um gullöld, þegar jörðin er svo þéttsetin. En þá er aftur komið að því hvernig á að fæða allan þennan fjölda. ----o---- Nú sem stendur bætast 90.000 borgarar við á hverjum einasta sólarhring. — Með öðrum orð- um: í dag verður jörðin að sjá 90.000 fleiri munnum fyr- ir fæðu, heldur en í gær. Eftir fimmtán ár verður svo kom- ið að 100.000 munnar bætast við á hverjum degi. Ef vér ættum að halda þeirri velmegun sem nú er, yrðum vér að losa oss við 90 000 manna á hverjum degi. Ef það verður dregið, verðum vér að fórna enn fleiri. Sumir kunna að segja að fólks- fjölgun sé nauðsynleg vegna þess hve stór skörð styrjaldirnar hafi höggvið í mannkynið. En það er auðvelt að sjá, að þetta er ekki rétt. Á þeim fjórum árum, sem fyrri heimsstyrjöldin stóð, er talið að um 10 milljónir manna hafi beð- ið bana. En fólksfjölgunin þarf ekki nema fjóra mánuði til þess að fylla það skarð. Ætli menn kæri sig um heimsstyrjöld, sem drepur tíu milljónir manna á fjórum mánuðum, og síðan eina slíka styrj- öld með fjögurra mánaða milli- bili? Þótt kjarnorkustríð skylli á og dræpi annað hvort mannsbarn í heiminum, mundi það skarð fyllt eftir sextíu ár. En um slík „úrræði’* ætti ekki að tala, því að þau eru engin úrræði. Eina úrræðið til þess að fólki geti liðið vel hér á jörð, er takmörkun barneigna um allan heim, og ætti að gan'ga jafnt yfir allar þjóðir, svo engin hætta sé á að ein þjóð geti vaxið annarri yfir höfuð. Blaka ég Ijóðvœngjum Blaka ég ljóðvængjum. — Bládjúp himins eru mig allt um kring, og í ljósöldum lofthafsins mikla baða ég sál mína og syng. — Blaka ég ljóðvængjum. — Berst ég glaður upp yfir storð og stund. Hverfur og gleymist i himinljóma húm yfir harmanna grund. Moldin er sterk og margt, sem bindur. Vizkunni er varnað máls. Blaka ég ljóðvængjum. Bresta hlekkir jarðar — og eg er frjáls! Fylgdin Undir vornætur himni á hljóðri nóttu ég heim til mín eitt sinn gekk, og að mér vofur þar ýmsar sóttu, en engin mér grandað fékk, því grundin var fögur og glatt var mitt hjarta, er gekk ég á „jafnfljótum tveim“, og yfir mér vakti hún, vornóttin bjarta, og vegurinn fylgdi mér heim. Kirkjan Hann fullhugi var, sem af flestum bar. Hann flutti okkur nýjar kenningar og seint mun um rök hans rökkva. Samt héldu karlar og kerlingar að kirkjan hans mundi sökkva. Hann djúphyggju sinnar bar oss blóm, svo.bjart varð um margan leyndardóm. Hér talaði kjarnaklerkur. Og blævindur ar\dans bar hans róm um byggðir og eyðimerkur. Hann hug vorum fékk til hæða lvft og hulunni af dauðans ásýnd svipt, og góð var hans akuryrkja. Og enn þá lifir hans andagift og enn þá stendur hans kirkja. —oOo— Þér, kennimenn, látið kreddurnar ei keyra í hlekki þjóðirnar eða andans eldana slökkva, en komið með nýar kenningar, því kirkjan mun ekki sökkva! Til Kjarvals Kær ert þú oss, Kjarval. Kailaðu oss upp á fjallið, meistari, þar sem mest er myndlistar yndið. Gef þú oss þar gjafir, gulli betri öllu: Innblástur í annir, unaðsstunda munað. FITA EKKI HÆTTULEG Það er hreint ekki rétt, að feitir menn geti ekki orðið langlífir. seg- ir læknirinn dr. Julius Pomeranze í New York. Hann getur um 27 sjúklinga, sem hann hafði undir höndum og voru allir komnir yfir 75 ára aldur, og allir feitir. 25 þeirra sögðust hafa verið feit'.r frá því þeir komust á fullorðins ár. Allir höfðu þeir ágæta matarlyst og átu allan mat. Það er ekki æskilegt að vera feitur, segir lækn- irinn, en hitt er verra að vera að megra sig, því að það flýtir frem- ur fyrir dauða, en að menn verði heilbrigðir. Það er betra að vera feitur og halda jöfnum holdum, heldur en vera að megra sig hvað eftir annað og fitna þess á milli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.