Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 2
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS halda þeim við. Þetta hefir og ver- ið gert um marga merkilega bæi og jafnframt komið þar upp byggðasöfnum, sem einnig varpa birtu á kjör og menningu fyrri kynslóða. Reykvíkingar hafa fram að þessu verið undarlega sofandi og skeytingarlausir um gömul menn- ingarsöguleg verðmæti. Þetta er þeim mun sárgrætilegra sem Reykjavík er elzta byggða ból á landinu og hefir verið miðdepill þjóðlífsins hátt á aðra öld. Vegna þessa skeytingarleysis hefir margt farið hér forgörðum, og verður aldrei bætt úr því. Má þar til dæm- is nefna „Battaríið11, Skólavörðuna, brunnana, landamerkjasteina, var- ir og fiskhjalla og ótal margt ann- að. Enginn veit hvað átt hefir, fyr en misst hefir. En nú er að verða hér á nokkur breyting. Árbær friðlýstur Fyrir tæpum tveimur árum — það var 16. apríl 1957, og er það því einn af merkisdögum í sögu borgarinnar — samþykkti bæar- ráð Reykjavíkur að friða Árbæ og næsta nágrenni hans. Þetta er ein» af hinum gömlu bæum með ís- lenzku byggingarlagi. Nú skyldi hresst upp á hann og honum hald- ið við eins vel og kostur væri á. En umhverfið skyldi gert að al- menningsgarði fyrir Reykvíkinga, og þangað fluttar „menningarsögu- lega merkar byggingar í bænum, eftir því sem við verður komið“. Með þessu var þá tekin ákvörðun um tvö mikilvæg atriði: að varð- veita gamla bæinn á Árbæ, og að koma þar upp byggðasafni með tímanum, þar sem geymd skyldi þau gömul hús í bænum, sem lok- ið hefði ætlunarverki sínu og nýi tíminn varð að stjaka frá sér. Fram að þessum tíma höfðu mörg gömul hús verið rifin til grunna, vegna þess að þau voru fyrir öðrum bygg- ingum, og ekkert hirt um hvað af varð. Það skeði t. d. eftir seinustu aldamót, að rifið var hús í Aðal- stræti. Þetta var íbúðarhús for- stjóra „innréttinganna“. Þar höfðu margir merkir menn átt heima og seinast hafði Landsprentsmiðjan verið þarna. Mundi mönnum nú ekki þykja æskilegt að bærinn hefði átt það hús og geymt það? Eða þá að hann hefði átt kirkju Brands Bjamhéðinssonar, í stað þess að hún var rifin og önnur kirkja reist úr viðum hennar uppi á Mýrum? Engum dettur í hug að flytja öll gömul hús upp að Árbæ, þegar þau verða að rýma fyrir öðrum húsum. Þangað verða aðeins flutt hús, sem menningarsögulegar minningar eru við tengdar. En margt er af slíkum húsum í bænum, og eru þau fleiri en flesta mun gruna. Það er því enginn vafi á, að með tíð og tíma getur risið upp álitlegt bæar- hverfi hjá Árbæ. Fyrstu framkvæmdir Jafnframt því sem bæarráð á- kvað að friða Árbæ og koma þar upp byggðarsafni og almennings- garði, fól hún þremur mönnum að gera tillögur um framkvæmdir, og skipulag staðarins. Menn þessir eru Lárus Sigurbjörnsson skjalavörð- ur bæarins, Gunnar Ólafsson skipulagsstjóri bæarins og Hafliði Jónsson garðyrkjuráðunautur bæ- arins. Fyrstu tillögur sínar sendu þeir bæarráði 11. janúar í fyrra. Þar var lögð áherzla á endurbætur og lagfæringju bæarhúsanna. Hefir það nú verið framkvæmt svo, að bærinn hefir tekið miklum stakka- skiftum, eins og sjá má þegar um veginn er farið. Eins eru til vitnis um það allir hinir mörgu, sem komið hafa á þær tvær sýningar, sem haldnar hafa verið þar. í sum- ar sem leið var enn unnið að við- haldi húsanna, bæði bæarhúsa og útihúsa, og enn á næsta vori verður nauðsynlegt að endurnýa stafnana fram að hlaði og styrkja máttar- viðu í milliveggjum, ásamt ýmsu fleira. Almenningsgarður Nefndin lagði ennfremur til: að almenningsgarðurinn yrði fyrst um sinn miðaður við hið um- girta svæði, eða túnið, sem er 5,8 ha. að stærð, en jafnframt stefnt að því að stækka svæðið og leggja þá undir það nærliggjandi erfða- festulönd að vestan og austan, og árgilið að sunnan (Kerlingar- hólma) upp í Breiðholtshvörf; að byggja biðskýli og söluturn framan við bæartraðir; að byggja veitingaskála og um- sjónarmannshús í norðausturhorni túnsins — þó gæti umsjónarmaður ef til vill búið í gömlu húsi, sem þangað yrði flutt; að flytja húsin Pósthússtræti 15 og Suðurgötu 2 þangað svo fljótt sem auðið verður. Túninu vildi hún skipta í reiti og hafa þar á milli trjágróður til skjóls og fegurðar, en gangstéttir á milli reitanna, og eina aðalgötu þar sem ætlað væri að setja flest gömlu húsin, og skyldi hún heita Víkurgata. Síðan lagði hún til, að í norðvesturhorni túnsins væri af- girt svæði, þar sem hægt væri að hafa ungviði á sumrin, svo sem lömb, kiðlinga, kálfa og foldöld, en ofan við stífluveginn væri gerð- ur pollur eða tjörn til að vaða í. Þessi reitur er einkum ætlaður æskulýð Reykjavíkur svo að hann geti sótt gagn og gaman að því að kynnast þar skepnum. Skipulagið Síðan þetta gerðist hefir nefnd- in látið gera líkan af almennings- garðinum og byggðarsafninu, eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.