Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS 63 * Alaga SVO er að sjá sem hægt sé að hrinda álögum, ef menn eru nógu staðfastir ,og eru ýmsar sögur um það. En elztu söguna áf því tagi mun að finna í sögu Jóns biskups helga, og er hún á þessa leið: Nautadauði á Hólum Sá hlutur lá á staðnum á Hól- um, að þar var bás sá einn í fjósi, er menn sögðu, að eigi mætti naut á binda, því að dautt lá hvert Um morguninn, það er á var bundið_ um kvöldið. Þá var það eitthvert haust, að Jón biskup gekk til með ráðsmanni sínum að ætla naut til lífs, þau er heima skyldu vera á staðnum. Og er þeir höfðu til ætl- sem allt hyggst skilja, en fátt eitt kann, og telur sig eindæma afreksmann, — Hann brosir að barnaskap þínum! Líf vort er ættað úr eilífðarheim, einn ómandi hljómur í strengleik þeim, sem fyllir geimana himneskum hreim með hrynjandi samræmiskliði, — og hjörtu vor hafdjúpum friði“. Og þannig mun það alltaf vérða, meðan jarðneskir menn lyfta höfði til að virða fyrir sér himinljósin björtu á heiðskírum nóttum, í leit að huggun og styrk og trú um að þarna úti bíði þeirra það, sem þeir leituðu að og þráðu mest á þessari jörð, en fundu ekki. Og þá ekki síður hitt, sem þeir fundu, en var frá þeim tekið. Um allar aldir, meðan jörð vor elur verur, sem heita menn, munu því þessi orðs skáldsins, Einars Benediktssonar, lýsa eins og logandi viti á vegi sann- leikans: „Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn, en drottnanna hásal í rafurloga“. Gamlárskvöld 1958. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. blettir að, þá segir nautrekinn, að eigi mundi nautin rúm hafa í fjósinu, því að einn básinn var ónýtur og eigi mætti á skipa. Herra biskup sagði svo vera skyldu sem hann hafði til skipað og sagði, að á einn veg skyldi binda á þann bás sem aðra bása í fjósinu, og var svo gert. En um morguninn kom nautamað- ur til fjóss og fann kúna dauða á básinum. Kom hann þá og sagði herra biskupi, en hann bauð hon- um að binda á inn sama bás naut annað og hið þriðja. Var svo gert, og þau dóu bæði sem hið fyrsta. Þá mælti nautamaður: „Hversu lengi, herra, skal svo fram fara sem nú horfist á?“ Inn heilagi Jón biskup svarar: „Svo skal gera meðan nokkurt naut er á staðnum, ef guð vill að staðurinn eyðist fyrir þessa skuld“. En eftir þetta hans umtal tók af fallið á básinum, og sigraði Jón biskup þetta óvmarins áfelli með sannri trú og staðfestu, og af því að óvinurinn hafði tekið sér gist- ing á sögðum bási og inn gengið fyrir nokkura vantrú manna, var nauðsyn, að hann væri sneypilega út rekinn með sannri trú og heil- agri þolinmæði blessaðs biskups Jóhannis. Sjálfstæði Alaska ÞAÐ hefir margs konar kostnað í för með sér, að Alaska er nú orðið sjálf- stætt ríki, eigi aðeins vegna breyttra stjórnarhátta, heidur og margs ann- ars. Fáni Bandaríkjanna breytist nú, þeg- ar stjarna Alaska bætist inn í hann, og stjörnurnar verða 49 í stað 48. Sam- kvæmt lögum á hinn nýi fáni að takast í notkun á þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna 4. júlí á sumri komanda. Þetta er vatn á mylnu þeirra, sem fánana gera, því að búist er við því að hver maður sem á fánastöng, muni þá hafa fengið sér nýan fána. Að vísu segir í tilkynn- ingu frá skrifstofu þingsins, að það sé ekki skylda að skipta um fána. Hver einasti fáni Bandaríkjanna, sem til hefir verið, sé löglegur. Mönnum sé leyfilegt að draga að hún fána með 13 stjörnum, ef þeir eigi hann. Eins sé þeim leyfilegt að draga að hún fána með 46 stjörnum (en svo var fáninn áður en Arizona og New Mexikó gengu í ríkjasambandið 1912), eða með 48 stjörnum, eins og hann var áður en Alaska gerðist sambandsríki. Eina skilyrðið er það að fáninn sé hreinn og vel með farinn. Ekki má sýna ó- hreinan né slitinn fána, samkvæmt lög- um frá 1942.1 þeim lögum er og þannig fyrir mælt, að í hvert skifti, sem fáni verður ónothæfur, skuli eyðileggja hann á „virðulegan“ hátt, helzt með því að brenna hann. Sjálfstæði Alaska hefir einnig áhrif á bókaútgáfu. Forstjóri alfræðibókar- innar „Encyclopedia Americana“ hefir sagt, að breytingar þær, sem nú verði að gera á bókinni, muni kosta eigi minna en 27.000 dollara. Alls staðar þar sem Alaska sé getið, en það er á 200 stöðum í bókinni (sem er 30 bindi), þurfi að breyta lesmálinu, en þetta lesmál nái yfir 300 blaðsíður. Aðrar alfræðibækur munu hlutfallslega verða að taka á sig slíkan kostnað. Það var í ensku gistihúsi, klukkan 6 að morgni. Hringt er í afgreiðslusím- ann og einhver dauðadrukkinn maður spyr hvenær „barinn" verði opnaður. — Ekki fyr en á hádegi, svaraði gisti- hússvörður. Lítilli stundu síðar er hringt aftur og sama röddin spyr hvenær eigi að opna barinn. Svarið var hið sama. Um klukk -an 7 er hringt enn og spurt í drafandi rómi hvenær eigi að opna barinn. — Þrisvar hafið þér nú spurt að þessu, og í þriðja sinn segi eg yður að þér getið ekki komizt inn á barinn fyr en um hádegi, svaraði þjónninn ösku- vondur. — Komast inn? drafaði í þeim fulla. Eg ætla ekki að komast inn í barinn, eg vil komast út úr honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.