Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orða að leita, söng að syngja, sögur fornar Ijóðum yngja, láta bragi leika á vörum, Ijóðin gjalla í spurn og svörum, gómstáls láta glauminn vakna, í gljúpum huga þræði rakna. Annars grípur þýðandinn stund- um til þess að yrkja í 18. aldar stíl, og sjötta kvæðið hefir endarím frá upphafi til enda. Þegar fram í sótti virðist hann þó hafa horfið frá þessu, því að á þenna hátt næst ekki einfaldleiki Kalevala. Á hinn bóginn fullnægir ekki fábreytni háttarins smekk nútíma Ijóðlistar- manna. Þýðandinn hverfur því að bragreglum hins gamla hryn- henda háttar. Grípur hann fyrst til þess 1 hinni skáldlegu náttúrulýs- ingu í 2. kvæðinu, og fylgir þá ekki nákvæmlega frumkvæðinu: Skógar laufgast, grundir gróa, grænka lundir um vorsins stundir, væna laufi og lyngi græna litkar jörð, en fuglahjörðin sezt á við með söngvakliði, sumargestir: erlur og þrestir. Öxin blána, berin'vaxa, blómahafi allt er kafið. Yndi sumars, varmir vindar, vekja af dvala grösin dala, syngja milt við ilmreyr ungan anganmilda sóldag langan. Hér fer þýðandinn að dæmi Braga Boddasonar og skeytir ekki um skothendur, og fylgir þar ekki fyrirsögn Snorra. Þannig er og seínni helmingur 12. kvæðisins og ennfremur 15. kvæðið. Á að skilja þetta svo að þýðandinn ætli síðan að fylgja þeirri reglu? Þýðandinn hefir flogið hátt á vængjum hinnar gömlu rímlistar, en er á hinn bóginn háður henni. Oft eru orð hans ekki „dragna fram ur ljungen“ eða „repada av riset“, eins og stendur í Kalevala, heldur fengin frá Snorra og Eddu. Menn verða að þekkja Eddurnar til að skilja sumt. Orðin sprund og svanni, sem þýða kona, og svein- stauli hefir hann fengið úr Snorra Eddu. Orðið iðjagrænn er úr Völu- spá, kögursveinn kemur fyrir í Hárbarðsljóðum, og þegar hann kallar himininn fagraræfur, þá er það tekið úr kvæðinu Alvíssmál, en þar er sagt að það sé álfamál. Orðinu renniraukn höfum vér áð- ur kynnzt hjá Braga gamla í Ragn- arsdrápu. Þegar handkvörnin er nefnd Fróðakvörn, þá er það sótt í Grótta- söng í Snorra Eddu. Sums staðar er gripið til orða úr goðafræði, sem eru utan sviðs Kalevala. „Ilman pitkillá pihoille" (pá rymdens lánga gardar) kallar hann: uppi á himins Iðavöllum. í Völuspá er sagt, að Iðavellir sé samkomustað- ur guðanna. Á sama hátt koma Ægir og Rán eins og skollinn úr sauðarleggnum, þar sem í frum- kvæðinu er aðeins átt við hafið. í staðinn fyrir „meressá“ (í hafinu) er talað um sali Ránar. Og í öðru sambandi kallast hafið Ægisfang: Unz í mjúku Ægisfangi auðnan veitti henni getnað. Stundum hefir þýðandinn með vilja breytt einfaldleik Kalevala í annan dúr, eins og t. d. þegar Jou- kahainen segir: Kahotkohot jos kahesti kaikki ilmaiset ilomme, kaikki laulut langetkohet: Varsin ammun, envaranne. (Á sænsku hljóðar þetta svo: Má all jordens fröjd forsvinna, / má all várldens gládje vika, / alla sánger gá tillspille, / vad som án má ske — jeg skjuter). — í ís- lenzku þýðingunni er þetta svo: Þótt bjartar veigar Boðnar, Sónar, bragur og söngur, ljóð og tónar hljóðni um eilífð eyrum manna, enginn skal mér hefndir banna. Samkvæmt Snorra Eddu eru Bogn og Són tveir sáir, eða ker, sem skáldamjöðurinn var geymd- ur í. Þótt Karl ísfeld hafi þannig á stöku stað breytt einföldu þjóð- kvæði í listrænt ljóð, meira að segja fræðaljóð, þá á þessi gagn- rýni ekki við heildarþýðinguna. Honum hefir tekizt vel um þau kvæði þar sem hann notar minnst íslenzkt skáldskaparmál. Hljóm- fegurð og göfgi hinnar hreinu nor- rænu tungu nýtur sín í Kalevala þýðingunni. Það er ekki í mínum verkahring að taka þýðinguna til gagngerðrar íhugunar. Eg læt mér nægja að taka undir það, sem finnski bók- menntafræðingurinn próf. Aarne Anttila sagði eitt sinn um aðra þýðingu: „Fagurfræðilegt og al- mennt gildi hennar ber vott um hvílík úrvalsþjóð það er, sem talar slíka tungu“. Sjúkrakostnaður A HVERJUM oinasta degi eru um 1.320.000 sjúklingar í sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, og á hverjum einasta degi fæðast til jafnaðar 48.775 börn í fæðingardeildum þar í landi. Sjúkrakostnaður er þar að meðal- tali 28.61 dollar á dag. Mundi það þykja dýrt hér, bví að þetta samsvarar 467 krónum, ef reiknað er með sölu- gengi dollara í bönkum hér. En svo geta menn reiknað hvað það muni kosta ef reiknað er með ferðamanna- gengi, eða svartamarkaðsgengi á doll- urum. NÝASTA TÖFRALYFH) NÝASTA töfralyfið gegn gerlum og vírum heitir Kanamycin, og er unn- ið úr japönsku blómi. Það var jap- anskur vísindamaður, dr. Hamao Umezava, sem uppgötvaði það, og hef- ir það nú verið reynt í fjölmörgum læknastöðvum í Ameríku og Evrópu, og árið sem leið tókst að stöðva með því bráðsmitandi sjúkdóm, sem klasa- sýklar ollu. Það hefir einnig gefizt vel gegn berklum og alls konar sýkl- um, sem bólgum valda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.