Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bréi irá Stokkhólmi í janúar. Finnar og sovét FINNLAND og Eistland eru ná- grannar og þjóðirnar eru náskyld- ar. Hefir því jafnan verið sérstök vinátta þeirra á milli. Kommúnist- um þótti rétt að taka upp aftur menningarsamband milli Finna og Eista. Var því stofnað til bókasýn- ingar í Helsinki 1957 og þar sýndar bækur kommúnista í Eistlandi. Þessa sýningu sóttu um 700 gestir. En svo þótti sjálfsagt að Finnar launuðu með bókasýningu í Eist- landi. Þessi bókasýning var haldin nýlega í Tallinn, og hana sóttu 30.000 gestir. Þetta var svo miklu meiri aðsókn en nokkrum manni hafði dottið í hug, að kommúnistar umhverfðust af vandlætingu. Áróðursmaður þeirra í Eistlandi, Paul Rummo, skrifaði þá grein í vikublaðið „Sirp je Vasar“ (Sigð og Hamar) og sagði að sýningin hefði verið auðvirðilegt sýnishorn borgaralegs hugsunar- háttar í auðvaldsríkinu Finnlandi! Sérstaklega var hann æfur út í eina bók, sem hét „Ó, fjarlæga fyrir- heitna land“. Þess má geta hér, að eistneskar bækur eru seldar í Finnlandi, en finnskar bækur bannaðar í Eist- landi. Pasternak er ekki til Rithöfundafélagið í Eistlandi var auðvitað látið ræða Pasternak- málið, og segir í „Sirp je Vasar“ að fundur í félaginu hafi samþykkt einum rómi „að Pasternak væri ekki til framar sem rithöfundur". Þetta var rétt að því leyti, að á fundinum greiddu ekki aðrir at- kvæði en kommúnistar, hinir sátu hjá. Svíþjóð Eftir þennan fund réðist svo for- maður félagsins, kommúnistinn Lembit Remmelgas, hatramlega á sænsku akademíuna fyrir það að hafa veitt Pasternak Nobelsverð- launin. Sænskar njósnir Það var í marzmánuði 1957 að stjórnin í Moskvu ásakaði sænsku stjórnina um það, að hafa sent njósnara til Eistlands og þeir rekið þar „neðanjarðar“-starfsemi. Viku- blaðið „Ogonyck“ í Moskvu birti svo framhaldssögu um þessar sænsku njósnir, byggða á upplýs- ingum leynilögreglu Rússa, en þær voru uppspuni frá rótum. Þetta þótti þó ekki nóg, heldur var gerð kvikmynd eftir framhalds- sögunni, sem nefnist „Laufin falla“. Tveir lítt þekktir rússneskir rithöf- undar, Andrei Novikov og Genrich Borovik, höfðu samið handritið að kvikmyndinni. Þegar handritið var borið undir . stjórn rithöfundafé- lagsins í Eistlandi, töldu sumir það meingallað. En þá var þeim gefin aðvörun: „Þeir, sem eru á móti þessu handriti, eru ekki á móti óvinum vorum“. Þetta var nóg til þess, að öll gagnrýni þagnaði sam- stundis. Svo var myndin gerð, og er nú verið að sýna hana í kvik- myndahúsi rússnesku stjórnarinn- ar í Tallinn. En þá rís upp formaður hins kommúníska rithöfundafélags í Eistlandi, Lembit Remmelgas, og skrifar' grein í vikublaðið „Sirp je Vasar“. Segist hann ekki láta hræða sig með slíkum aðvörunum, og kveður upp þann dóm, að „Lauf- in falla“ hafi ekki aðeins vafasamt gildi, heldur sé hún gjörsneidd bókmenntalegu gildi, ósennilegur og illa gerður reifari. Vísar hann svo til þess að hann hafi kveðið upp samskonar dóm yfir henni í „Noorte Háál“ (Rödd æskunnar) fyrir einu ári. En þegar betur var að gætt, hafði ritskoðunin strykað þau ummæli út úr grein hans í blaðinu, svo að þau komu þar aldrei. Það er eins og Remmelgas hafi gleymt því, að háttsettir kommúnistar eru ekki undanþegn- ir ritskoðun fremur en aðrir. En það má Remmelgas eiga, að hann er eini maðurinn, sem hefir þorað að segja að frásögnin um njósnir Svía í Eistlandi sé uppspun- inn einber. Björn Bragi: EKKJAN SEM GRÆTUR Ekkjan sem grætur er gömul og þreytt, og göngunni er bráðum lokið. Hún skynjar hve allt er orðið breytt, í æskusporin er fokið. Hún hugsar um allt sem eitt sinn var, um allt sem hún fékk og missti, hvert angur og gleði sem æskan bar, og árdegissólin kyssti. Hún hugsar um soninn er seinast dó í sævarins ölduróti. Hún er gömul og grætur, þó að gröfina brátt hún hljóti. LITLIR FISKAR í undirdjúpum hafsins hijóða sveima hvítir og gulir fiskar tökum léttum, með sporðaköstum, kátínu og skvettum þeir kunna því vel, að eiga þarna heima. Því grænir skógar heilla þeirra hjötru, og hyldýpin f jölmörg ævintýri geyma, sem ungum fiskum er svo gjarnt að dreyma í eilífðarljósi krystallanna björtu. Þeir hvísla hljótt í hafsins bláu unnum um hamingju sína, litlum fiska- munnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.