Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 16
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRÆ AF ÍSLENZKUM BARRTRJÁM — Þessum könglum var safnað í garði Magnúsar Ágústssonar læknis í Hveragerði. Annað hvort fræ er fuliþroska, en trén, sem þau eru af, eru ekki nema 30 ára gömul. Á miðri myndinni er sígar ettupakki merktur Landgræðslusjóði. Þeir sem á annað borð reykja sígarettui styðja Landgræðslusjóð með því að kaupa þær sígarettur sem honum eru merktar. — Hér hyllir undir nýa tíma fyrir Island, sbr. grein í seinustu Les- bók. — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). BRIDGE A 10 8 7 6 3 V 6 4 3 ♦ D 10 8 + A D * ÁKDG 9 5 V 2 ♦ 9 7 3 + 10 5 4 + 4 V K D G 7 5 ♦ Á K 4 + K G 9 2 Sagnir voru þessar: A S V N 3 sp. tvöf. pass * 3 gr. pass 4 hj. tvöf. pass pass pass Það var yfirsjón hjá V að tvöfalda, enda hefndi það sín. Hann sló út S3, en A fekk slaginn og sló út spaða aft- ur. Nú verður S að gæta sín. Hann má missa tvo slagi í trompi, en ekki þrjá. Drepi hann nú með hátrompi, mun V ekki eyða ásnum, heldur fleygja einhverju hraki í, og hlýtur svo að fá 3 slagi í trompi. S verður því að drepa með lágtrompi. Að vísu fær V þá slaginn, en svo getur hann ekki fengið slag í trompi nema á ásinn. Þótt V hefði ekki tvöfaldað, var rétt að spila þannig, en sögn V bendir S ótvírætt til þess að þetta sé örugg- asta leiðin til að vinna. ÁRNI HELGASON stiftprófastur eignaðist á námsárun- um í Höfn tvo vini, sem heldu tryggð við hann meðan lifðu. Annar þeirra var Rasmus Kristján Rask og hinn Frederik Peter Jakob Dahl, síðar prófessor. Daginn, sem Árni lauk em- bættisprófi, átti hann að sitja veizlu á heimili foreldra Dahls, svo sem heið- ursgestur þeirra. Á tilsettum tíma komu aðrir boðsgestir, en íslendingur- inn ekki. Þegar koma hans þótti drag- ast óeðlilega lengi, var sonurinn Frede- rik sendur út af örkinni til þess að grennslast eftir, hvort Árni hefði orðið veikur, eða farið út og gert sér glaðan dag eftir jafn stórheiðarlega aflokið próf, og svo gleymt heimboðinu. Gekk Dahl rakleitt upp á Garð V>g inn í her- bergi Árna. Kom hann þá að nýbakaða kandidatinum snöggklæddum og stein- stofandi í rúmi sínu. Hafði hann, er heim kom frá prófborðinu, farið úr kjólnum og fleygt sér í rúmið sitt og sofnað! Var það látið fylgja sögunni, að slík stilling væri óhugsandi hjá öðr- um en íslendingi; danskur kandidat með ágætiseinkunn hefði fundið meira til sín en svo, að hann hefði getað lagzt til svefns, er heim kom. (Jón Helgason) UM ÞJÓÐBRAUT ÞVERA í Landnámu er sagt frá tveimur land- námskonum á Snæfellsnesi, er létu gera skála sinn um þjóðbraut þvera, létu þar jafnan standa borð með vist- um, en sátu úti og löðuðu gesti, hvern er mat vildi eta. önnur þeirra var Langaholts-Þóra á sunnanverðu nesinu, hin Geirríður í Borgardal norðan á nesinu. I ritgerð um bæanöfn og eyði- býla á Skógarströnd segir séra Lárus Halldórsson svo um Borgardal: Dalur þessi er í Narfeyrarhlíð fram með Álftafirði. Hlíðin er brött ofan að sjón- um og dalurinn er stórt hvapp inn í hlíðina. Bratt er á allar hliðar upp í hvamm þenna eða dal; í honum miðj- um er afarhár hóll og uppi á toppi hans klettar. Það er borgin, sem dalurinn er við kenndur. Alfaravegur er skammt neðar, en alls ekki um sjálfan dalinn eða þar um, sem bæar- eða skála-rúst Geirríðar er. Ekki hefir heyrzt að aðr- ir en Geirríður hafi búið í Borgardal. HAFÍS Á BREIÐAFIRÐI Veturinn 1680 rak hafís inn á Breiðafjörð daginn fyrir Kyndilmessu (þ. e. 1. febr.), svo fjörðurinn var að segja allur fullur með hroða. Varð ei róið tvo eður þrjá daga til eyanna, en hrærðist þó allur í sundur þegar frá leið. Þá mundu ekki elztu menn, að hafís hefði komið inn á Breiðafjörð, og þekktist ekki af þar uppöldu fólki. — (Grímsst. ann.j + 3 V A 10 9 8 ♦ G 8 5 3 + 8 7 6 3 N V A S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.