Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 Nú fœkkar bráðkvöddum og fœrri fá slag en áður gamalt byggðarhverfi, og Árbær verður sjálfur aðeins einn hluti þess hverfis. — o — Minnst var á það hér áður, að nefndin vildi láta reisa veitinga- skála á hinu friðlýsta svæði. Þess gerist eflaust þörf þegar gestum fer að fjölga þarna. En það er nokkurn veginn ljóst, að áður en mörg ár líða munu flestir útlend- ingar, sem til Reykjavíkur koma, telja sér skyit að skoða byggðar- safnið á Árbæ. Þessi veitingaskáli ætti að líkj- ast svo sem unnt er skálanum, sem Ingólfur Arnarson reisti í Reykja- vík. Hann mætti gjarna hafa ein- hvern svip af veitingaskálanum á flugvellinum hjá £>óla, sem stend- ur á aettararfleifð Erlings Skjalgs- sonar. Sá skáli og allt sem í honum er, er ekki aðeins með fornu sniði, heldur er og reykur í honum og sótugir ásar eins og í höllum hinna fornu höfðingja. En í slíkan veizlu- sal þykir hæfa að bjóða hinum göfgustu gestum. Bæarstjórn Reykjavíkur gæti og boðið góðum gestum sínum til veizlu í þessum skála, í stað þess að fara með þá austur á Þingvöll. Og þegar um matarveizlur væri að ræða, þá skyldi þar eingöngu framreiddur íslenzkur matur, svo sem hangi- kjöt og skyr. Reykjavík þyrfti ekki að fyrir- verða sig fyrir það að vera svo þjóðleg. Á. Ó. Tveir ferðalangar voru að tala um ýmsa staði og borgir, sem þeir höfðu heimsótt. — London er áreiðanlega mesta þokubæli í heiminum, sagði annar. — O-sussu nei, eg hefi komið á stað, sem er miklu verri. — Hvaða staður var það? — Svei mér þá ef ekki var svo dimmt að eg hafði ekki hugmynd um hvaða staður það var. Á UNDANFÖRNUM árum hefir það mjög farið í vöxt að menn fái slag, einkum í menningarlöndum. í Bandaríkjunum hafa t. d. dáið 170.000 manna af slagi að meðaltali á uiidanförnum árum, og er það þrisvar sinnum meiri fjöldi en sykursýki og berklaveiki drepa samanlagt. Auk þess eru nú í Bandaríkjunum 830.000 manna, sem hafa fengið slag, en lifa þó, meira og minna lamaðir og ósjálf- bjarga. Sumir, sem fengið hafa slag, hafa náð sér furðanlega aft- ur, eftir langan tíma, en flestir eru ósjálfbjarga og þurfa hjúkrunar. Og það eru ekki eingöngu gamal- menni sem fá slag. Á einu ári urðu 44.000 menn á bezta aldri bráð- kvaddir. Þetta ástand hefir vakið ugg og ótta ,en þótt undarlegt kunni að virðast hafa læknavísindin látið þetta afskiptalaust að mestu. Læknar hafa haldið að við þessu væri ekkert að gera annað en láta sjúklinga fá sem bezta aðhlynn- ingu. Þeir heldu að engin meðul mundu duga við þessu og ekki væri hægt að sjá það fyrirfram hvort menn væri komnir að því að fá slag. Nú hefir mikil breyting orðið á þessu, eins og enn mun sagt verða. — o — Hér á landi er slag ýmist kallað heilablæðing eða hjartaslag. Áður var það kallað niðurfallssýki eða brotfall. Slag getur haft margar orsakir, en undanfari þess er venjulega hár blóðþrýstingur, eða æðakölkun, eða hvort tveggja sam- tímis. Oft er það að skemmd æð bilar í höfðinu, og þá blæðir inn á heil- ann. Stundum stíflast æð í heil- anum, svo að nokkur hluti hans veslast upp. Þessi stífla getur myndast í sjálfri æðinni, en það getur líka vel verið að blóðkökkur losni einhvers staðar í líkamanum og berist þangað. Þá líkist dánar- orsökin mjög hjartaslagi, sem staf- ar af krónæðastíflu, er lokar blóð- rennsli hjartans. En í báðum tilfellum verða þýð- ingarmiklar heilastöðvar fyrir skemmdum. Og þessar skemmdir geta orðið svo miklar, að bráður dauði fylgi. Þó er hitt oftar, að sjúklingurinn deyr ekki þegar, heldur lamast meira eða minna. — o — Fyrir skömmu var komið með sjúkling til sjúkrahúss í Banda- ríkjunum. Hafði hann fengið slag fyrir tveimur sólarhringum. Lækn- unum kom þá til hugar að gefa honum cortisone. Það hafði að vísu aldrei verið reynt við slagi, en frægð sína hlaut það fyrir það, hve vel það hafði reynzt gegn æða- kölkun. Að vísu hafði það verið reynt á lömuðu fólki, mörgum mánuðum eftir að það hafði feng- ið slag, en ekki haft önnur áhrif en lina þjáningar og auka kjark sjúklinganna. Nú var það reynt í fyrsta sinn á manni, sem nýskeð hafði fengið slag. Árangurinn varð merkileg- ur. Þegar fyrstu nóttina urðu miklar breytingar á sjúklingnum. Hann hafði verið rænulaus, þegar komið var með hann, en nú fekk hann fulla rænu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.