Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 14
62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jarðarbúar höfum nú góða von um að geta skroppið til mánans og Marz og máske Júpiters, áður en langt líður, — ja — þá væru þessir langþráðu gestir okkar, utan úr geimnum, komnir fyrir löngu. Vel má vera að þannig sé það líka, þótt við getum ekki tekið í hönd þeirra og leitt þá til sætis, þar sem fram eru reiddar dýrustu krásir okkar daglega lífs, hér í efnisheiminum?--- Vitranir Eg minnist þess líka nú, að frá þeim tíma, er eg las „Úraníu", — sællar minningar, — og fram að tvítugs aldri, hefi eg ekki orðið eins snortinn af neinni bók og „Nýal“ dr. Helga Péturss, þá er eg las hana í fyrsta sinn. Og það voru skýringar hans á draum- lífinu, sem eg dáði mest. Sjálfur minntist eg ekki þá, að hafa dreymt annað, en tóma reginvitleysu, sem mér fannst helzt líkjast allavega af- skræmdum spémyndum liðna tímans. Og eg var meira að segja stundum alveg sannfærður um það, að allir þeir draugar og forynjur, sem eg hafði lesið um, og það var enginn smáræðis skari, eltu mig á röndum inn í draumalöndin, þar sem mér var um megn að verjast þeim. En svo undarlega brá nú við, eftir að eg las „Nýal“ dr. Helga, að eg fór að veita því eftirtekt, að margt, er eg sá og heyrði í draumi, alveg ljós- lifandi, var ekki endurskin, eða berg- mál liðna. tímans, eins og eg vildi vera láta, heldur ýmislegt stórfurðulegt, sem eg hafði aldrei hugsað eða séð, heyrt eða lesið um áður. Og þrátt fyrir mitt tröllsterka Tómasar-eðli, sem allt- af streittist á móti, varð eg loks að viðurkenna, að oft sá eg í draumi yfir- náttúrlega fegurð í töfrandi litbrigða- leiftrum, bæði landslag og gróður, dýr og menn, borgir og blikandi vötn, ásamt miljónum marglitra blóma og fugla og ótal margt fleira. Samt helt eg dauða haldi í þá undirstöðu, að allt hefði þetta einhvers staðar leynzt í löndum minninganna, eða þá á bak við slæður undirvitundarinnar. Að lok- um rann það allt úr greipum mér. Ástæðan var sú, að þegar eg reikaði um þessa unaðslegu heima drauma- landsins, þá komu til mín ólýsanlega fagrar verur, sem með ómótstæðilegu brosi þrýstu hendur mínar, og mér íannst eg lesa úr augum þeirra: „Þú þarft ekki að efast lengur. Og taktu nú eftir“. Samtímis heyrði eg töfrandi hljóma, sem ýmist hækkuðu eða lækkuðu á víxl. En þeir fylltu allt um- hverfið með þeim unaði, að eg gleymdi stað og stund og meir að segja mínum eigin skrokk. En það hafði aldrei komið fyrir áður. Þó tók skarið af, er eg greindi, fyrir víst, að þéssi óviðjafnan- legi samhljómur kom allur að ofan, einhvers staðar úr hinni sólblikandi heiðríkju og án þess eg sæi þar nokk- urn skapaða hlut. Og hvað haldið þið svo að hafi kórónað þetta allt? Það var hvorki meira né minna en manns- raddir, voldugur kórsöngur, svona óviðjafnanlega fagur og heillandi. Mér flaug þá samstundis í hug: Nú — þetta hljóta allt saman að vera englar guðs. Eitt sinn var eg svo undur hrifinn af þeim, á jólunum. Og eg verð það jafn- vel stundum — ennþá. Þeir hlutu að vera hér á næstu grösum, þó eg kæmi ekki auga á þá. Það þótti mér þó stór- um lakara, því í þá daga virtist mér eg sjá bara sæmilega. En hvernig sem eg horfði og hlustaði, hugfanginn, á þennan blíða englakór, og renndi aug- um yfir alla dýrðina umhverfis mig, þá gat eg ómögulega séð þá. En enn fann eg glöggt, að einhver þrýsti hend- ur mínar og sagði: „Þú getur ekki séð allt. Ekki núna. En þetta, sem þú hefir heyrt hér og horft á, eru smámyndir af því um- hverfi, sem við lifum í, á öðrum hnött- um, í nokkurra þúsunda Ijósára fjar- lægð, frá heimkynnum þínum. Slíkar vegalengdir skifta ekki máli fyrir hug- ans hraðfleygu vængi“. Ek hallaði mér að þessum ómótstæði- lega félaga, sem eg nú vissi að var kona. Og ósjálfrátt skaut orðum Jón- asar upp í hug mínum: „Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið". Og í sælunnar örmum þessa söngva- niðs, fannst mér hvíslað: „Þetta er alveg satt. Og viltu nú ekki segja þeim, þarna á jörðinni, að þú hafir verið gestur okkar í ríki samúðarinnar? Þangað komið þið öll, síðar meir“. Mér varð litið niður á fætur mínar og stokkroðnaði. Þær þekkti eg fyrir víst. Það var svo sem ekki við öðru að búast. Og í hug mér slóust nú sam- an tvær ólíkar kenndir eins og raföldur milli tveggja skauta. Á aðra hlið var i unaðurinn yfir því að fá að dveljast hér, en á hina blygðunin yfir eigin smæð og orkuleysi. Þvi þótt hin síð- arnefnda þyki harla slæm í vöku, þá er hún þó hálfu verri í draumi. Ein- hverju varð eg þó að svara. Og í geðs hræringunni glopraðist þetta upp úr mér: „Æ-i, nei, elsku vina. Það þýðir ekki neitt. Þeir þarna heima sigla þöndum seglum beint inn í önnui himnaríki. Og þau eru býsna mörg. Eg kysi því helzt að þegja, — steinþegja“. Eg þorði ekki að líta upp. Og mér til ólýsanlegrar gleði, heyrði eg að þessi mildi tónaniður magnaðist aftur. Og svo breyttist hann, í einni svipan, í þúsund radda klið, sem fyllti loftið og bergmálaði allt í kringum mig: „Vertu nú blessaður og sæll! Vertu blessaður, blessaður--------“ Og eg tók undir, með þeim radd- styrk, sem guð hafði gefið mér, og fannst sjálfum mér takast alveg sæmi- lega. „Hvaða andskotans djöfuls öskur eru í þér, maður! Getur þú ekki einu sinni haldið kjafti, á meðan þú sefur?“ Eg hentist á fætur. Eg var kominn heim. Árin hafa liðið. Og alltaf blika stjörnurnar þarna uppi. Og alltaf vekja þær heilaga lotningu í hjörtum vorum fyrir því almætti, sem öllu stjórnar, og öllu ræður, hversu ólík og sundur- leit, sem við annars erum. Og þótt við deilum um margt, munum við þó flest verða ásátt um það, að kalla þennan mátt Guff. Og þessum guði hafa alltaf verið sungnir fegurstu lofsöngvar, skreyttir dýrustu orðasveigum hverr- ar þjóðar. Og nú fyrir skömmu, sá eg einmitt einn þennan lofsöng, sem heitir: „Alfaðir brosir“. Hann er eftir skáldið og rithöfundinn Helga Valtýs- son á Akuryeri. Mér fannst svo mikið til um þennan óð, að eg tek mér bessa- leyfi og birti hér nokkurn hluta af honum. Hann hljóðar svo: „Guðs h-u-g-s-u-n er aflið, sem alheiu. knýr, í öllu sköpuðu dylst og býr. Hann sólhnöttum geimanna geima snýr til gamans í lófum sínum — og undrunar augum mínum! Og er hann sér jarðneska „ofvitann", t i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.