Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Side 1
11. tbl.
Sunnudagur 5. apríl 1959
XXXIV. árg.
Sigurður J. Árrtess:
Ekki verður feigum forðað
Náhljóðin 1910
SUMARIÐ 1910 stundaði eg sjó-
róðra í Borgarfirði austur, og gerði
þar út róðrarbát í félagi við Arnór
Árnason lausamann í Garði. Hann
var í landi, tók á móti aflanum og
beitti sitt eigið bjóð. Við vorum
oftast.þrír á, meðan róið var með
línu, en það var um miðsumarið.
Með mér voru valdir drengir og
dugnaðarmenn, Guðmundur Vest-
mann og Guðmundur Eyólfsson,
báðir á bezta aldri. Stundum feng-
um við fjórða manninn, Bjarna
Jónsson á Gilsárvöllum, hann var
afbragðs ræðari.
Þetta sumar var ágætur afli, oft-
ast nær hleðsluróðrar, og stundum
urðum við að afhausa þann gula,
svo að báturinn bæri aflann.
Seinasta dag ágústmánaðar rer-
um við þrír um miðnætti. Var þá
kolsvarta myrkur og sá ekki neitt,
nema hvað aðeins glórði í maur-
ildið af árunum. Hvítalagn var á
og ládauður sjór.
Þegar við vorum komnir miðja
vega út að Hafnarhólma, bárust
okkur að eyrum undarleg og sker-
Sigurður J. Árness
andi hljóð innan fá hafnarlegunni.
Þetta heyrðum við tvívegis. Eg lét
sem ekkert væri, en mér virtist
Guðmundi Eyólfssyni bregða mjög,
en þó þagði hann. En Guðmundur
Vestmann mælti:
„Þetta eru fáheyrð læti og ömur-
leg!“
Guðmundi Vestmann bregður
ekki við allt, hann er einarður mað-
ur og hetja, hverju sem mæta skal.
Eg hafði tvisvar áður heyrt svip-
uð hljóð og urðu þau fyrir mann-
tapa í bæði skiptin. Þóttist eg því
vita að þetta væri fyrirboði.
Óðinn ferst.
Sumarið eftir gerði eg út bát í
félagi við annan mann. Hásetar
mínir voru bræður tveir, ágætir
drengir og duglegir, Magnús og
Grímur Ásgrímssynir, bónda í
Gljúfurárholti í Ölfusi, Sigurðsson-
ar, Jónassonar. Þeir bræður áttu
þá heima í Reykjavík. Þriðji mað-
ur var Jón Bergsteinsson, Bjarna-
sonar og átti líka heima í Reykja-
vík.
Annar bátur reri úr sömu vör
og við. Formaður á honum var
Sigvaldi Guðmundsson, ungur
maður og gjörfulegur á velli, en
virtist heldur fljótfærinn og ekki
vel gætinn um sjósókn Var hann
kappsamur um að afla sem mest.
En bátur hans var lélegur og varla
sjófær nema 1 sæmilegu veðri.
Þegar nokkuð leið á ágústmán-
uð, vildi Sigvaldi því skipta um bát.
i