Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Page 2
170 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og fá vélbát, sem „Óðinn“ hét. Eig- endur hans voru Arnór Árnason í Garði, sem fyr er nefndur, Helgi Björnsson kaupmaður á Borg og Hallgrímur bróðir hans. „Óðinn“ hafði um langan tíma staðið uppi í vetrarhrófi. Hann var með þilfari og í honum allgóð vél. Var bát- urinn allvel gerður til þess að stunda á honum róðra á grunnmið- um í góðu veðri. Hann var nú dubbaður upp, skotið á flot og lagt við festar á skipalegunni. Ekki leizt mér á þessa útgerð, og því var sem hvíslað að mér, að ná- hljóðin, sem við heyrðum sumarið áður, væri fyrir því að „Óðinn“ ætti að farast og einmitt á sama mánaðardegi og fyrirburðurinn gerðist, seinasta dag ágústmánaðar. Með Sigvalda voru þessir menn ráðnir á vélbátinn: Guðmundur Magnússon Árnesingur (föður- amma hans var Arndís, systir Guð- mundar Magnússonar í Birtinga- holti, móðurföður merkisbóndans Ágústs Helgasonar 1 Birtingaholti). Guðmundur Magnússon var á bezta aldri, um hálfþrítugt. Hann var mesta ljúfmenni og hinn laglegasti maður. En dulur var hann í skapi og fáorður um flest, og virtist mér hann búa yfir einhverjum kvíða, því að hann sagði eitt sinn: „Því má Guð ráða hvað bíður að end- aðri veru hér“. — Annar var véla- maðurinn, Gunnlaugur Jóhannes- son bónda á Árbakka í Borgarfirði, Jónssonar. Gunnlaugur var maður laginn á flest og nokkuð dulvitur. — Þriðji maður var tilnefndur, Grímur Ásgrímsson, en hann steig aldrei fæti sínum út í „Óðinn“. Mun hann hafa fengið vitneskju um hvemig fara mundi um síðir. Eg kom að máli við Sigvalda for- mann og spurði hvort „Óðinn“ væri ekki valtur, þar sem engin kjal- festa væri í honum. „Jú, hann er hættulega valtur“, sagði Sigvaldi. „Hvers vegna læturðu þá ekki setja kjalfestu í hann?“ sagði eg. „Nóg er af fjörugrjótinu hérna. Kjalfestan getur bjargað lífi ykk- ar ef vélin bilar og þið þurfið að sigla. Og samt getur orðið slys, því að margur drukknar nærri landi. En það er skylda hvers manns að vanrækja ekki neinar öryggisráð- stafanir, sem líf manna getur olt- ið á“. Sigvalda brá svo við þessa að- vörun, að hann kallaði á menn sína og bað þá að bera nægilega mikið grjót upp á bryggjuna, og skyldu þeir setja það 1 bátinn um leið og þeir færi á sjóinn þá um nóttina. Þeir fóru á sjóinn, en hirtu ekki um að taka kjalfestuna. Róðurinn gekk vel, en þegar þeir komu í land, ruddu þeir öllu grjótinu nið- ur í fjöru aftur, að skipan for- manns. Síðan fóru þeir nokkra róðra og bar ekki til tíðinda. Leið nú fast að mánaðarlokum og bar 31. ágúst að þessu sinni upp á mánudag, og eg var viss um að það yrði slysadagur. Á sunnudagsmorgun hitti eg Sig- valda. Hann spurði þá hvort eg ætlaði að róa í nótt. Eg svaraði því neitandi og bað hann blessað- an að róa ekki heldur. Fannst mér hann næsta tregur til að lofa því. Kvaðst hann ekki þola að sitja í landi ef aðrir reri. Sigvaldi var þá nýlofaður ungri og elskulegri stúlku, Önnu að nafni, dóttur Sveins bónda á Dallandi, Pálssonar. Eg var þá líka lofaður frænku Önnu, Jónínu Hallgríms- dóttur bónda á Breiðuvík, Jónsson- ar, svo það var líkt á komið með okkur. Eg sagði nú við hann: „Ef þú sérð til þess að lína „Óðins“ verði ekki beitt í dag, þá geturðu rólegur setið í landi allan daginn á morg- un. Og ef þú gerir það, þá færðu að njóta margra gleðidaga með Önnu, en annars er það útilokað“. Sigvaldi starði forviða á mig um hríð. Síðan sagði hann: „Ef þú verður í landi á morgun, þá verð eg það líka“. „Varastu það þá allra mest“, sagði eg, „að línan verði beitt í dag. Verði hún beitt, þá situr þú ekki í landi á morgun, og þá er óvíst að hún verði beitt framar. Hættudag- urinn er á morgun! Og mundu það, að enginn má bregðast loforði sínu“. Við skildum þannig, að hann hét mér því að vera í landi daginn eft- ir. — Oft hafði eg minnst á það áður við háseta mína, Magnús Ásgríms- son og Jón Bergsteinsson, að þeir skyldu aldrei fara í róður á „Óðni“. því að þetta væri líkkista. Þeir svör uðu því engu, hafa líklega haldið að eg vildi ekki að þeir reri hjá öðrum en mér. Á sunnudagskvöldið var dans- leikur í skólahúsinu. Þangað fóru þau Sigvaldi og Anna, en við Jón- ína mín gengum upp í brekkurnar. Þar var yndislegt að vera. Sól hafði skinið í heiði allan daginn og varla bærðist hár á höfði, og eftir hitann var mikil angan af lyngi og öðrum gróðri 1 brekkunum. Þegar húmið nálgaðist, bólstrað- ist þoka upp með miklum hraða og fyllti á skammri stund öll fjalla- skörð, og seig svo niður á láglend- ið og byrgði alla útsýn. Við held- um þá niður í þorpið og heyrðum dansinn duna í skólahúsinu, er við gengum þar hjá. Þegar heim kom gekk eg til náða. Klukkan hálfeitt um nóttina er eg vakinn upp. Þar er þá kominn Sig- valdi og er í sjófötum. Eg spyr undrandi hvað hann sé að fara. „Mér varð nokkuð á“, svaraði hann. „Eg gleymdi að minnast á það við þá sem beita, að eg ætlaði að vera í landi á morgun. Nú er lóðin beitt og eg verð að fara með hana. Það er engin hætta, blæalogn t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.