Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Síða 4
172 LESBÓK MORGUMBLAÐSINS Oeðlileg veðrátta um allan tieim Er kiarnorkutilraunum um að kenna? A]Is staðar tala menn um veðrið, og nú á seinni árum hefir mönn- um orðið tíðræddast um það, að veðráttan hafi breytzt, hún sé orðin oeðlileg. Þessa hefir einmitt gætt hér á landi, og því ber ekki að ne.ta, að veðráttan hefir verið undarleg og sett ýmis „met“. Og hér eins og annars staðar hefir brytt á þeirri skoðun, að þessi undar- lega breyting á veðráttu sé kjarnorkutilraununum að kenna. Um þetta efni hefir próf. George H. T. Kimble við háskólann í Indíana, nýlega ritað grein í „The New York Times Magazine“, og farast frnum orð á þessa leið: ÞEGAR talað er um óeðlilega veðráttu, er það undirskilið, að til sé eðlileg veðrátta. En vegna þess að oss skortir áreiðanlegar veðurathuganir, er nái nægilega langt aftur í tímann, þá vitum vér alls ekki hvað telja má eðlilega veðráttu á hverjum stað á jörðinni. Veðurfræðingar eru yfirleitt ófús- ir á að tala um hvað sé eðlileg veðrátta, nema þeir hafi að minnsta kosti 35—50 ára veðurat- huganir við að styðjast. Á Suðurskautslandinu hafa ekki verið gerðar neinar veðurathugan- ir fyr en nú á jarðeðlisfræðaárinu. En af þeim athugunum, sem þar hafa verið gerðar, má sjá að veðrátta er svo hvikul, að það verða áreiðanlega mörg ár þangað til vér getum fullyrt nokkuð um hvort þar sé algengara að snjó- koman sé ekki nema 1 þumlungur, eða hvort hún er 6 þumlungar, né heldur hvort það er alvanalegt að frostið komist þar niður fyrir 70 stig. Þess vegna verður þess eflaust langt að bíða að vér getum sagt með nokkurri vissu hvað sé eðli- legt og hvað sé óeðlilegt veðurfar á Suðurskautslandinu. Og sama máli gegnir um svæði eins og Saharaeyðimörkina og Kyrrahafið. Þar eru veðurathuganastöðvar svo dreifðar að heildarmynd af veðrátt- unni verður ekki fengin á þess- um slóðum. Þegar talað er um óeðlilegt veð- urfar, kemur einkum þrennt til greina: Ef einhvers konar veður fer langt frá því sem verið hefir meðaltal áður um langan tíma, eða það kemur á óvenjulegum árs- tíma, eða það nær yfir mjög stórt svæði. Veðráttu afbrigði. Vér skulum nú drepa á nokkur veðráttu afbrigði, sem urðu aðeins í Bandaríkjunum árið 1957, en þá setti veðráttan mörg ný „met“. í maímánuði geisuðu þá fleiri (230) hvirfilbyljir en nokkur dæmi eru til um áður síðan veðurathuganir hófust. Á árinu komu alls 924 hvirfilbyljir, eða miklu fleiri en nokkuru sinni áður á einu ári. Um mikinn hluta ríkjanna voru þá og stórfelldari rigningar en dæmi eru um áður. Þá komu líka „met“ í kulda og hita. í janúarmánuði kom 34 st. F. frost í Massachusett, og í apríl 30 st. F frost í Texas, og er hvort tveggja eins dæmi. Aftur á móti varð hiti meiri í febrúar í vestanverðu Texas heldur en nokk- uru sinni áður, 1 New Mexiko varð júlíhitinn meiri, en dæmi eru til. Svo var og um ágústmánuð í Suð- ur-Kaliforníu og desember í Wyo- ming. Veturinn 1957—58 voru frost og stórhríðar í Florida, vorið kom seint og varð ákaflega kalt og sumarið rigningasamt. Slíkt er óeðlilegt veður. Árið 1958 virðist hafa sett eigi færri „met“ en árið á undan. Þannig hafa janúar og febrúar aldrei verið jafn hlýir 1 norðvest- urríkjunum, en í Florída hafa aldrei komið jafn kaldir mánuðir. Meiri snjókoma varð í Buffalo, Rochester og Syrakusa heldur en dæmi eru til um áður og fylgdi svo mikill stormur, að hann hefir verið kallaður „versta ofviðrið á þessari öld“. í marzmánuði var metúrkoma í sunnanverðu Florida, en jafn- framt metþurkar í vatnahéruðun- um norðurfrá. Apríl varð kaldari en nokkuru sinni áður á svæðinu frá Cape Hatteras til Ely í Nev- ada, og á Sierra Nevada fjöllunum lá þá meiri snjór heldur en nokk- uru sinni hefir komið þar áður í þeim mánuði. Maí hefir aldrei ver- ið jafn heitur í vesturríkjunum, og júní aldrei jafn kaldur í austur- ríkjunum. Veðráttan annars staðar. Hvergi í heimi er veðrátta talin jafn reglubundin eins og í hitabelt- inu. Þar skiptast á staðvindar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.