Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 175 vandaðri heldur en kofar villimanna, hér á jörðinni. Það rauk upp úr þess- um kofum og á því mátti sjá að þessar skepnur kunnu að fara með eld. Nú blasti við þeim dásamlega fagur dalur. Eftir honum rann á í mörgum kvíslum. Hólmarnir milli þeirra voru vaxnir hinum fegursta gróðri, og þar var fjöldi pelikana og annarra fugla. Það mátti sjá á því hvernig fuglarnir köfuðu, að gnægð af fiski mundi vera í ánni. En þetta var þó allt smámunir hjá því, sem þeir uppgötvuðu aðfaranótt 13. janúar, en þá var loftið tært og yndislegt. Þeir beindu þá sjónaukanum að Langrenus-vatninu, á þann stað, er þeir nefndu „Ruby Coliseum", vegna 2000 feta hárra eldrauðra fjalla, sem umkringdu það. Og þarna sáu þeir, og ætluðu vart að trúa sínum eigin aug- um, fjóra hópa af fljúgandi verum, sem ekki liktust neinum fuglum. Það var eins og þær kæmi fljúgandi ofan af klettunum að vestanverðu við vatnið, og svo svifu þær léttilega niður á jafn- sléttu og settust þar. Það var engum blöðum um það að fletta, að þessar verur voru alveg eins og menn, nema hvað þær höfðu stóra vængi, sem líktust mest leðurblöku- vængjum. Þessir vængir voru á bakinu og náðu frá herðablöðum niður að mjöðmum, en lögðust að bakinu þegar verurnar voru á gangi. Þessar mann- verur voru lágar vexti, ekki nema um fjögur fet á hæð. Allir líkamar þeirra, nema vængirnir, voru þéttsettir stutt- um hárum og glóði á þau líkt og rauð- leitan málm. Á höfði var meira hár og var það greitt niður með gagnaugun- um. Andlitin voru gul og karlmenn- irnir voru með mikið hökuskegg. Gáfu- legir voru þeir á svip og mjög ólíkir öpum. Og varir þeirra voru sem á mönnum, svo eflaust gátu þeir kysst. Fæturnir voru mjög grannir, en hæl- arnir meiri en á mönnum. Seinna sáu þeir þessar verur, þar sem þær höfðu safnazt saman um- hverfis lítið vatn. Sumar voru að baða sig, og þegar þær komu úr baðinu skóku þær vængina, líkt og fuglar gera, til þess að hrista vatnið af þeim, en lögðu þá síðan þétt að bakinu. Á öllu látbragði þeirra og handatilburðum mátti sjá, að þær voru að tala saman. Nóttina þar á eftir uppgötvuðu þeir stórkostlega byggingu. Hún virtist vera gerð úr fáguðum safír og með gullnu þaki. Inni í henni sáu þeir hnatt- líkan og brann eldur umhverfis það, svo þetta var sennilega annað hvort musteri eða vísindastöð. Þó sáu þeir enga menn þar. Það þótti þeim undar- legt, og þess vegna spurðu þeir sjálfa sig: Getur það verið að þessi eld-um- slungni hnöttur sé tákn einhverra nátt- úruhamfara á tunglinu í fortíð, eða forspá um slíkar hamfarir á jörðinni? Þeir kölluðu þessar mannverur „Mann-leðurblökur“ (Vespertilo homo) Þar voru bæði karlar og konur. Þau voru sakleysið sjálft og ánægð með lífið, en óvíst er að sumar skemmtanir þeirra hefði getað samrýmzt siðgæðis- kenningum vorum. Síðan segir frá þvi, að þeir hafi komizt að afar mörgu merkilegu í fari þessara manna, en frá- sögn af því verði að bíða þangað til dr. Herschel birti skýrslu sína. Þó var þess getið að þeir hefði fundið þar enn fullkomnara mannkyn, bjartara á hör- und, og þeir menn virtust ekki hafa annað fyrir stafni en safna ávöxtum af trjánum. Sumir af þessum ávöxtum líktust belgjum, og þeir fleygðu hýð- inu er þeir höfðu etið þá. Aðrir voru líkir agúrkum. Þessa ávexti nudduðu þeir milli handanna, bitu svo af end- ann og sugu úr þeim safann. Mennirnir virtust vera fullkomlega sælir og ánægðir með tilveruna. Meðan þeir mötuðust, lágu þeir á hnjánum. Þeir skemmtu sér við að synda og fljúga og þeim varð ekki mikið fyrir að fljúga upp á hæstu fjallatinda.------ ----o---- Það er sennilegt að lesendur „Suns“ hafi öfundað tunglbúana af því hvað þeir lifðu áhyggjulausu lífi. Hafi nokk- urra efasemda gætt um sannleiksgildi sögunnar, þá hafa þær verið barðar niður. Sagan var svo falleg, að hún ætti að vera sönn. Frá háskólanum í Yale var gerð sendinefnd á fund blaðsins, og vildi fá að sjá skozka tímaritið, sem þetta væri haft eftir. Ritstjóri blaðsins fór undan í flæmingi, og þeir hurfu heim aftur jafnnær. Félög stjörnufræðinga tóku málið til umræðu í fullri alvöru, og greinarnar voru endurprentaðar í blöðum bæði í Ameríku og Evrópu, jafnvel í sjálfri Edinborg. Enskur rithöfundur, Harriet Martin- eau, skýrði frá því í „Sketches of Western Travel“, að konurnar í Spring- field í Massachusetts, hefði orðið svo hrifnar af tunglsögunni, að þær hefði efnt til samskota svo hægt væri að senda þangað kristniboða. Engum kom þessi saga þó svo mjög á óvart sem Sir John Herschel. Þegar hann hafði lesið þá frásögn, sem höfð var eftir honum sjálfum, rak hann upp skellihlátur og sagði: „Þetta er kostuleg saga! En hvernig stendur á henni? Er það ekki einhver snjall hrekkjalómur í New York, sem hefir fundið upp á að leika á fólkið?" Jú, og hrekkjalómurinn hét Richard Adams Locke (1800—1871), enskur maður, sem nýlega var kominn til New York. Hann réðist blaðamaður hjá „Sun“ sumarið 1835 og átti að fá 12 dollara á mánuði. Skömmu seinna rakst hann á grein í „Edinburgh New Philo- sophical Journal“ frá 1826. Þessi grein var eftir kunnan stjörnufræðing, dr. Thomas Dick í Dundee. Hann helt því þar fram, að skyni gæddar verur mundu vera á tunglinu og hægt væri að komast í samband við þær með því að gera stórkostlegar táknmyndir á jörðinni, helzt á sléttum Síberíu. Þessi hugmynd, að til væri skyni gæddar verur á tunglinu og hægt væri að tala við þær á merkjamáli, þótti Locke svo skemmtileg, að hann afréð þegar að skrifa grein um tunglbúa, eitthvað í líkingu við „Ferðir Gullivers" eftir Swift. Og úr því varð svo þessi saga, sem birtist í „Sun“ og mesta athygli vakti og allir trúðu sem nýu neti. Locke skýrði frá því þegar sögunni var lokið, að hún væri uppspuni einn, og hann fekkst aldrei framar við að skrifa slika sögu. FORN HAUSKÚPA Fundizt hefir í Nebraska í Bandaríkjunum hauskúpa af hundi og er hún talin vera um 30—40 milljóna ára gömul. Þessi hundur hefir verið forfaðir þeirra hunda, sem nú eru uppi, en þo með öðrum svip, því að hann hefir í sumu líkzt ketti. Fornfræðingar Smithsonian Institution hafa nú fengið hauskúp- una til rannsóknar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.