Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 Skordýrin eru skœÖustu óvinir manna hönd en nokkur annar danskur maður. Hefur hann sérstaklega túlkað íslenzkan málstað á nor- rænum vettvangi, enda álítur hann, að gagnvart sterkri norrænni hreyfingu geti engin dönsk stjórn hummað lausn málsins fram af sér til lengdar. Síðasta átak lýðskólamannanna í þessu efni er útgáfa bókarinnar „ísland — Danmörk og handritin“, sem íslenzk blöð hafa þegar getið um. í henni var andstæðingunum gefið tækifæri til þess að gera grein fyrir skoðunum sínum, samkvæmt þeirri grundvallarskoðun lýðskól- anna að sannleikurinn muni alltaf sigra þar sem átökin fara fram fyr- ir opnum tjöldum. En eins og vita mátti færðust andstæðingarnir undan, og þess vegna er efni bók- arinnar eingöngu ritgerðir og rök- semdir þeirra, sem unna íslending- um heils hlutar og fullrar sæmdar í þessu máli. Þessari bók hefur ver- ið dreift um öll Norðurlönd með það fyrir augum að reyna að auka samnorrænan skilning á málstað íslands í handritamálinu. Upplýsingar um sögu handrit- anna og þýðingu þeirra fyrir ís- land hafa nú borizt það vítt, að handritamálið er að verða norrænt samvizkumál, og það verður það, ef ekki verður slakað á þeim átök- um, sem beinast að aukinni þekk- ingu og skilningi almennings meðal bræðraþjóðanna á rökum málsins. Aðeins skilningur almennings í Danmörku og á Norðurlöndum get- ur losað um hendur og áræði danskra stjórnmálamanna til að leysa málið á þann hátt, að hand- ritin verði afhent skilmálalaust. Áhugi dönsku lýðskólanna fyrir lausn handritamálsins nær lengra en til Dana sjálfra. Margir þeirra fylgjast með því sem skrifað er um málið á íslandi, og oft vekur það nokkra furðu, að einstakir íslenzk- ir menn skuli beinlínis styðja þann MÖNNUM eru kunnar rúmlega 660.000 tegundir skordýra, en alltaí eru að finnast nýar og nýar teg- undir og lengist því nafnaskrá skordýranna á hverju ári. Nú þeg- ar vita menn um hálfu fleiri teg- undir skordýra heldur en plantna. Um þriðjungur þeirra er bjóllur. Enginn getur gizkað á hve mörg skordýrin muni vera alls. En það hlýtur að vera ótölulegur aragrúi. í einni mauraþúfu á Jamaica fundust 630.000 maurar. Og 100.000 býílugur eru stundum í einni byggð. Til þess að nefna einhverjar töl- ur, hafa menn af handahófi áætl- að, að af hverri tegund skordýra muni vera til jafnaðar 4—5 miljón- ir. Mannkyn allt er um 2400 milj. En það er sama sem að hver mað- ur eigi að berjast við rúmlega 12.000 skordýra. Skordýrin hafa marga háttu og margar lífsbjargarleiðir. Sum grafa sig niður í jörðina, önnur grafa sig inn í hold manna og dýra, og sum lifa jafnvel á milli himn- anna á örþunnum laufblöðum. Sum geta lifað á örsmáum skófum upp áróður, að ísland hafi tapað rétti sínum til handritanna vegna hirðu- leysis þjóðarinnar. Sérstaklega finnst lýðskólamönnum tíminn illa valinn til þannig fullyrðinga, eink- um þegar þess er gætt, að það er ómögulegt að sanna þær. Hins veg- ar bendir ýmislegt í gagnstæða átt eins og Páll E. Ólason hefur bent á í bæklingi sínum um handritin 1939. Bjarni M. Gíslason. við jökla, önnur geta lifað á svifi niðri í vatni. Þau geta skriðið, synt og flogið upp í háloftin, og þau er alls staðar að finna, allt frá pólnum að miðjarðarlínu. Sum geta lifað í sjó. Skordýrin eru lítil og létt og því vel hæf til flugs, enda hafa þau snemma lært að fljúga, líklega á undan öllum öðrum. Stærsta væng- haí hefir verið á drekaflugu, sem uppi var fyrir eitthvað 300 miljón- um ára, nær þrjú fet milli væng- brodda. Svo stór skordýr eru ekki til lengur. Það stærsta er hinn svonefndi Agrippa-mölur, sem er í Mið-Ameríku og Suður-Ameríku. Hann getur orðið um 11 þumlung- ar á lengd. Minnsta skordýrið er sníkjudýr, sem klekur eggjum sín- um út í eggjum annars skordýrs. Viðkoman hjá skordýrunum er alveg stórfurðuleg. Litlu ávaxta- flugurnar, sem upp runnar eru í hitabeltinu, eru mjög skaipmlífar, því að þær lifa ekki nema 11 daga. En hver fluga eignast 200 afkvæmi til jafnaðar. Og þegar þess er gætt, að 33 kynslóðir þeirra eru uppi á einu ári, þá er auðséð hvað við- koman er gífurleg. STRÍÐIÐ milli manna og skordýra, er aðallega háð á tveimur víg- stöðvum. Menn berjast gegn þeim sem pestberum, og menn berjast gegn þeim sem skemmdarvörgum. Margar skæðustu drepsóttir hafa skordýrin borið mönnunum. Flug- ur bera malaríu, sem líklega legg- ur fleira fólk í gröfina á hverju ári heldur en nokkur annar sjúkdóm- ur. Aðrar bera gulu hitasóttina, liðabólgu og elephantiasis. Svefn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.