Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Qupperneq 14
182 þarf ekki að vera annað en að hann stingi sig á nál, þá bera taugarnar skilaboð um það til heilans sam- stundis, og um leið og heilinn hefir fengið þau skilaboð, þá verðum vér varir við það sem vér köllum sársauka. Taugakerfi manns er mjög flókið og marggreint. Taug sú, sem veldur hinum óþolandi verk, sem kallast „tic douloureux“, er tvígreind, og er sín taugin hvoru megin í andlitinu. Taugaverkir berast með eldingarhraða til heil- ans. Upphaflega var reynt að lækna „tic douloureux“ með því að skera á taugina, en það dugði ekki nema í bili, því að hún greri saman aftur og þá kom verkurinn jafn óþolandi og áður. Fyrir eitthvað 50 árum tóku lækn -ar upp á því að skera á taugina þar sem hún gat ekki gróið saman. Það dugði, en þá kom annað í stað- inn. Sjúklingurinn missti alla til- kenningu í andlitinu þeim megin, andlitið varð dautt og líflaust þeim megin og var eins og vangar manns -ins væri sinn úr hverri áttinni. Þá var tekið upp á því að spýta inn „novocain" eða alkóhóli, sem slæfði taugina og dugði í einn eða tvo mánuði. En sá var galli á, að sjúklingunum fannst innspýtingin álíka kvalafull og veikin sjálf. Margs konar meðul hafa verið reynd við henni. Kínin og járn hafa dugað sumum. Sumir hafa ráðlagt fjörefni. En nú hefir af tilviljun fundizt meðal, sem ef til vill dugir. Það heitir „stilbamadine“ og var notað sem innspýting gegn jastursvepp- um, sem menn fá stundum í lung- un. Eftir innspýtingu kvörtuðu sjúklingar um að þeir yrðu tilfinn- ingarlausir í kinnunum. Þetta þótti einkennilegt og var tilkynnt dr. George Smith, sem var aðallæknir „tic douloureux“-sjúklinga í John Hopkins-spítalanum. Honum kom LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þegar til hugar að reyna mætti þetta meðal við þá sjúklinga. Tilraunir hans báru furðulegan árangur. Eftir nokkrar innspýting- ar, fór að draga úr köstunum og þau urðu ekki jafn kvalafull og áður. Dr. Smith reyndi mismun- andi stórar innspýtingar og með misjafnlega löngu millibili. Hann komst að því að beztur árangur náðist með fremur litlum innspýt- ingum daglega í átta daga sam- fleytt. Þó var einn hængur hér á. Sjúklingar þoldu illa útbláa geisla eftir innspýtingarnar. En ef þeir gættu þess að fara ekki út í sterkt sólskin fyrsta mánuðinn á eftir, þá sluppu þeir. — QG — Meðal þetta hefir nú verið notað um nokkur ár til þess að lina þján- ingar þeirra, sem fengið hafa þessa illræmdu veiki. Margir hafa fengið fullan bata. Margir hafa verið laus- ir við þjáningar í heilt ár, en sumir aðeins nokkra mánuði. En fái menn ekki fullan bata við fyrstu tilraun, þá er að reyna aftur. Læknum er ekki vel við það að meðul sé kölluð töframeðul, eða skurðlækningar kraftaverk. En „tic douloureux“-sjúklingar kalla nú „stilbamatine“ töfralyf. Og það er gott að tilviljunin benti mönn- um á það, því að enn um sinn verð- ur að treysta á það, eða þangað til menn hafa komizt að raun um af hverju þessi veiki stafar. (Úr bókinni „Frontiers of Science" eftir Lynn Poole) íri, Englendingur og Bandaríkja- maður voru í flugvél, sem var á leið yfir Sahara-eyðimörkina. Þeir horfðu út og virtu fyrir sér landslagið. — Hryllilegt land! sagði Englending- urinn. — Hér hlýtur fjandinn að eiga heima, sagði írinn. — Hvílíkt bílastæði! hrópaði Banda- ríkjamaðurinn. Passíusálmaþýðing MARGIR kannast við norska skáldið Hans Hylen, sem þýtt hef- ir mörg íslenzk kvæði á norska tungu, þar á meðal þjóðsönginn svo, að sú þýðing stendur framar öðrum þýðingum sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum. Hann Hans — eins og við köllum hann í vinahóp — er nú allmjög við ald- ur, en þó ern vel. Enn sýslar hann við þýðingar og Ijóðagerð. Oft hefir Hans Hylen rennt hýru auga til Passíusálmanna, en þó líklega heldur um seinan, þess vart að vænta að hann fái annað því stórvirki, sem það væri að snúa þeim á norsku, úr því sem komið er. En fróðlegt er að kynn- ast því sem hann hefir komizt þar áleiðis. Eg læt hér koma fyrir augu lesenda Lesbókarinnar erindi þau úr xxvll sálmi sem oft eru sungin sem sérstakur kirkjusálmur, og allir kannast við. Ja, du er Jesus Kongen vár, heiders Konge i æve-ár. Englekonge, vár höge bror, allmaktskonge, högheilag, stor. Jesus, eg sanna lyt for deg, du gjekk for meg din lidingsveg. Eg nyt din siger, Herre Krist, nár du í sky held dom til sist. Nár frelst'eg for din domstol stár, eg fagna-röyste höyra fár. I navnet ditt den frelste her meg kallar sæl og utvald der. Jesus, Konge, eg kallar deg, eg er berra ein træl for deg. Ingen med herrehögd pá jord kan lignast med Jesus, Kongen stor. Hans Hylen, sem um langt skeið var meðhjálpari og forsöngvari í kirkjunni í Sauda, hefir fengið miklar mætur á þessum sálmi, og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur við að þýða þessi erindi. Á. G. E.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.