Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 Alagablettir Fjósbásinn í Gaulverjabæ í Gaulverjabæ var bás einn 1 fjósinu, sem ávallt átti að standa auður, og varðaði því, að ef nokk- ur skepna var látin á hann, var hún ætíð dauð að morgni. Fór svo fram allt til þess að þangað kom séra Jón Teitsson, sem seinna varð biskup (Hann var prestur í Gaul- verjabæ 1755—1780). Hann var varaður við álögunum, en hann kvaðst um engin álög hirða. Þegar nautgripir hans voru komnir til staðarins, skipaði hann fyrsta kvöldið að binda kálf á básinn. Svo var gert, og var kálfurinn dauður að morgni. Næsta kvöld skipaði prestur að binda naut á básinn, og var það dautt að morgni. Þriðja kvöldið var uxi látinn á básinn. Dauður var hann að morgni. Nú fór fólki prests ekki að verða um sel, en hann kvaðst aldrei skyldi undan láta og skipaði að láta kú á básinn. Varð svo að vera sem prestur vildi, og var kýrin lifandi að morgni. Síðan hefir ekkert borið á álögum þessum. Hóll einn var þar í túninu, sem ekki mátti slá, því að prestinum átti að hlekkjast eitthvað á, ef það væri gert. Sumarið eftir kúadrápið var sér Jón spurður hvort ætti að slá hólinn, en hann kvað þess enga þöri, því að nógar væri slægjur í Gaulverjabæ. (Þjóðs. Ól. Dav.) Búsetubann í Málmey Þau álög hvíla á Málmey á Skagafirði, að þar má enginn bóndi búa lengur en 2Ö ár. Álög þessi eru gömul, því að þeirra er getið á 16. öld. Þar bjó þá sá bóndi er Jón hét og hafði verið þar í 20 ár, en lengur hafði þá enginn þorað áður að búa þar. Jón bóndi var einarður maður og lagði lítinn trúnað á hindur- vitni. Málmey var föðurleifð hans og honum hafði liðið þar vel, og því vildi hann hvergi fara. Leið svo á 21. ánð fram til jóla. En á aðfangadagskvöldið hvarf kona hans og vissi enginn hvað af henni hafði orðið. — Um afdrif konunnar segir svo í sögnum um séra Hálf- dan í Felli, að hún hafi verið num- in í Hvanndalabjarg a| vættum, er þar bjuggu. Seinna er sagt frá þeim bónda er Finnbogi hét og hafði búið 20 ár í Málmey. Á hvítasunnudag ætl- aði nann að róa til kirkju að Höfða og ýtti úr Jarðfallinu vestanvert á eynni, í logni og blíðviðri. En þeg- ar hann var kominn nær 200 faðma frá lendingu, fyrir höfða innar á eynni, reri hann á blindsker. Risu þá þrír boðar hver á eftir öðrum og fórst Finnbogi þar ásamt konu sinni og börnum. Þar heitir síðan Finnbogasker. (G. K.) Önnur eru þau álög á Málmey, að þangað má aldrei hestur koma, því að þá verður konan brjáluð. Klálfvitinn Bóndi nokkur, sem þótti heldur að- sjáll, hafði ráðið til sín tvo vinnumenn og vinnukonu. Verklýðsfélagið hafði grun um að hann mundi ekki greiða þeim fullt kaup. Maður var því sendur til að athuga þetta. Hann hitti bónd- ann og sagði: — Við höfum frétt að þér brjótið lögin og greiðið ekki fullt kaup. — Það er alveg satt, sagði bóndi. Þarna er Villi, sem hirðir kýrnar. spyrjið hann. — Eg fæ 2000 krónur á viku, sagði VillL — Og þarna er Siggi, spyrjið hann, sagði bóndi. — Eg fæ 2000 krónur á viku, sagði Siggi. — Og þarna er vinnukonan, spyrjið hana, sagði bóndi. — Eg fæ 1000 krónur á viku og allt frítt, sagði vinnukonan. — Eru hér fleiri? spurði sendimaður. (Lag: Öxar við ána). Norðan úr landi(* leit ég af tindi lágar of heiðar inn alkunna fjörð eyja með bandi, eins og þær „syndi“ eða þá „standi“ og haldi þar vörð. Bezt hér byggðin á okkar landi bónda færi gaf afrek frægst að inna en það var að finna löndin fyrir handan haf. Sæfara blóðið síðan í æðum svellur þeim lýði, er byggir hér láð. Sagan og ljóðið 'y lifir í fræðum, listin og sveitin, hvor annari háð. Þórsness enn eru véin örugg, æskan sér um vörð. — Skemmtir skötnum slyngum skáld úr Rifgirðingum,(** enn hvað frægst á ættarjörð. Hólmurinn fríði Þórsness í þingi þróast við æskunnar framtak og ráð, eyjar með prýði hálfum í hringi, hins vegar nesið af fjöldanum dáð. Snæfells ásinn á efsta tindi oft í snöggum svip hefur skýjum hrundið, horfir yfir sundið, sjó, er ótal sigla skip. SIGURÐUR NORLAND *)Af Vatnsnesfjalli blasir við Breiði- fjörður, Snæfellsnes vestur á jökul, eyjarnar og Skorarhlíðar. **)Sigurður Breiðfjörð. — Já, svo er hálfvitinn, hann fær ekki nema 150 krónur á viku, fæði og tóbakskorn. — Má eg fá að tala við hann? spurði sendimaður. — Þér eruð nú að tala við hann, sagði bóndi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.