Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Side 16
1M
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
4t D 10 7 2
¥ 9 6
♦ A K 2
♦ 10 8 7 4
* 9
¥ K G 10 7
3 2
* 985
* G 9 2
♦ A K 8 5 3
¥ D 8 5
♦ G 7 4
♦ A K
N
V A
S
m u o *
¥ A 4
♦ D 10 6 4
* D 6 5 3
Suður sagði 4 spaða og HG kemur
út. A drepur með ás og slær út hjarta
aftur. Þann slag fær V á tíuna og slær
svo út fyK. Nú má ekki freistast til
þess að trompa í borði, því að þá drep-
ur A með hærra trompi, og síðan hljóta
A—V að fá slag á tigul. Ekki er heldur
rétt að drepa með S D og „svína“ svo
S 10. Það getur verið hættulegt. Rétt-
ast er að fleygja T 2 1 hjartaslaginn,
því að þá er S viss um að eiga alla
slagina, sem eftir eru, þar sem hann
getur trompað einn tigulhund í borði.
Þessa spilamennsku kalla menn að
fórna slag til þess að losa sig við tap-
slag.
SÖGUFRÆGUR STADUR — Reynistaður í Skagafirði var upphaflega nefnd-
ur Staður í Reynisnesi. Samkvæmt Eiríks sögu rauða bjó Þorfinnur karlsefni
þar eftir að hann kom frá Vínlandi. Þar bjó og Gissur jarl Þorvaldsson sjö
seinustu ár ævi sinnar, þar andaðist hann 1268 og var grafinn þar að kirkju.
Áður en hann dó, gaf hann staðinn til klausturs, en það var ekki fyr en
1295 að Jörundur biskup stofnaði þar systraklaustur, og var það Benedikts-
regla. Klaustrið var afnumið 1551 og eignir þess lagðar undir konung. Höfðu
þá verið þar 12 abbadísir. Merkust þeirra var hin seinasta, Sólveig dóttir
Hrafns lögmanns Brandssonar. Frá Reynistað voru þeir bræðurnir Bjarni og
Einar Halldórssynir, sem úti urðu á Kjalvegl 1780. — Reynistaður er enn
höfuðból og nú býr þar við mikla rausn Jón Sigurðsson alþingismaður.
(Ljósm. Gunnar Rúnar).
HERNAÐARTÆKI í ÓDÁÐAHRAUNI
Sumarið 1944 voru þeir Ólafur
Jónsson og Jón Sigurgeirsson á Akur-
eyri á leið úr Herðubreiðarlindum til
Öskju, og auðvitað gangandi. Sáu þeir
þá glampa á eitthvað ljóst suður í
hrauninu, er þeir vissu ekki hvað ver-
ið gæti, og tóku stefnu á það. „Rétt
á eftir sé eg útundan mér vírstreng,
n liggur út og suður hraunið skammt
-*u»tan við okkur, og fer okkur þá að
gruna að hvíta skellan sé eitthvert
mannvirki. Þetta reyndist líka loft-
varnabelgur, og er vírinn, sem nær um
500 metra frá belgnum norður í hraun-
ið, strengur sá, sem hann hefir verið
festur með í sínu heimalandi. Hann
hefir tekið niðri hér inni í Ódáða-
hrauni og fest sig í þröngri hraungjótu.
Þar með hefir lokið stefnulausri ferð
belgsins yfir útsæ og öræfi og hermd-
arverkum hans á síma- og rafmagns-
lögnum. Enginn maður veit, hversu
lengi hann kann að hafa svifið hér yfir
úfnum hraunöldunum suðaustur af
Herðubreið, þar til burðarmagn hans
þvarr, svo að hann lagðist til hvíldar
milli hraunhólanna. Belgurinn er nú
nokkuð sandorpinn, en þó útþaninn af
gasi á köflum“. — (Ódáðahraun).
HELFREGN KOM SJALFKRAFA
Haustið 1748 fór fimm manna hóp-
ur frá Fjöllum í Kelduhverfi og lagði
á Reykjaheiði. Þar var Þorsteinn Þor-
steinsson skrifari hjá Jóni sýslumanni
í Rauðaskriðu, og festarkona hans Guð-
rún dóttir Bjarna Péturssonar sýslu-
manns á Burstarfelli í Vopnafirði. Þor-
steinn var bróðir Guðleifar húsfreyu
á Fjöllum. Stórhríð brast á fólkið og
varð það allt úti um nóttina. Fyr*t
í stað átti að leyna Guðleifu á Fjöll-
um hvernig komið var. Sagði hún þá
að þess þyrfti ekki, því að hún vissi
vel að fólkið hefði orðið úti. Kvað hún
á hverju kvöldi Þorstein bróður sinn
og fólk það, er með honum var, koma
alklökugt þar inn í baðstofuna.
STIGAHLÍÐ
Utan við þorpið í Bolungavík gnæf-
ir Traðarhyrna, en utan við hana heitir
Stigahlíð, með snarbröttum skriðum og
hamrabeltum. Var það mælt fyrrum
að þar væri mjög reimt. A Stigahlíð
er svonefndur ölvershaugur. Um hann
eru þau ummæli, að þar hafi búið mað-
ur að nafni Ölver, og sé hann heygður
í haugi þessum. Skal hann vera einn
þriggja bræðra, er þannig létu sig
heygja að sá milli þeirra tveggja. Eru
hinir þeir bræðurnir Flosi, sem heygð-
ur er í Floshól á Hamarsfjalli á Langa-
dalsströnd og Straumur, sem heygður
er í Straumnesi norður. — (Frá Djúpi
dg Strandum).