Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 2
410 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS inguna, og taldi eg mér því skylt að skoða hana. Þar var áreiðanlega margt að sjá. Þar var heljarmikið líkneski af Lenin sáluga. Og þarna var sýnd stærsta farþegaflugvél í heimi; hún er af svokallaðri TY- gerð, rúmar 220 farþega í sæti og getur flogið með 800 km hraða. Þá var þar og önnur af ANlO-gerð, getur borið 102 farþega og flogið með 650 km hraða. Þá var og þarna líkan af háskólanum í Moskva og fylgdu þær upplýsingar, að þar væri 20.000 stúdentar frá 50 lönd- um. En merkast á þessari sýningu tel eg 2 spútnika. Annar var eins og sá, er sendur var upp í háloftin með tíkina, og vegur hann rúm 1300 kg. Hinn var af nýustu gerð, smíð- aður í janúar sl. og er á stærð við slöttungs söluturn og vegur hart- nær 1500 kg. Bílferðin hefst. Mér gafst ekki tími til að skoða fleira, því að nú hófst bílferðin langa, þvert yfir Bandaríkin. Þeg- ar farið er frá New York til San Francisco, er um tvær leiðir að velja. Sú syðri liggur um St. Louis, Denver og Saltvatnsborg (Salt Lake City — Mormónaborgina), en hin nyrðri liggur um Chicago og Omaha. Eg valdi syðri leiðina fyrst, enda er hún talin fegurri. Og svo var lagt á stað með Grá- hundinum. Þetta er mjög þægileg- ur vagn, eins og fyr segir. Er hann með upphækkuðum sætum að aft- an, en samt er ekki rétt að kalla þessa vagna tveggja hæða, eins og algenga strætisvagna í Lundúnum, því að þar er golf á milli. Sumir ferðast með þessum vögnum nótt og dag og sofa þá í þeim, en það er þreytandi. í hverjum vagni er salerni, og grænt gler er í gluggum til þess að farþegar sólbrenni ekki. Ekið er eftir hinum svonefndu Turnpike-brautum, og má hver sem vill aka þær brautir gegn því að greiða vegarskatt. Hér er hratt ekið og bílstjórinn er sýnilega eng- inn viðvaningur. Hann ók á 150 —160 km hraða til jafnaðar og ekki hægði hann á ferðinni þótt um blind horn væri að ræða, heldur vippaði hann bílnum þá inn á innstu rein brautarinnar. Hann sagðist hafa verið bílstjóri í 30 ár. — Skammt utan við borgina tóku við fagrir laufskógar og maísekr- ur. Eftir tveggja stunda akstur var komið að brúnni á Delavarefljóti. Síðan taka við Bláfjöll í Virginíu og er þeim við brugðið fyrir feg- urð. Um kvöldið er komið til Columbus í Ohio-ríki, og þar gisti eg um nóttina. Næsta dag er ekið um Indiana- ríki og komið við í Indianapolis og þaðan haldið til Springfield í Illinois. Þar þótti mér einkar fag- urt og sérstaklega eru mér í minni hinir fögru maísakrar, sem þar eru. Héðan er svo haldið til St. Louis. Þar er skógurinn orðinn stór og viðamikill. St. Louis stendur á bakka Mississippifljóts, og voru þar margar stórar ferjur frá New Orleans. Meðan dvalist var í St. Louis gerði þar nokkrar skúrir með þrumum og eldingum. Menn urðu þessu fegnir, þar hafði ekki komið deigur dropi úr lofti í 6 vikur, og gðtt var fyrir maísakrana að fá vætuna. Nú var ekið til Kansas City og þaðan um Topeka til Salina, en allar þessar borgir eru í Kansas- ríki. í Salina er margt af Spánverj- um. Þarna er fagurt. Þar mætast skógurinn og sléttan mikla. Þarna eru ræktuð holdanaut og virtust beitilönd góð fyrir þau. En skammt fyrir vestan Salina byrja hálfgerð eyðimerkurlönd. Næst er haldið inn í Colorado- ríki áleiðis til bæarins Denver og skoðuð gljúfrin miklu, sem þar eru. Þetta er snemma morguns og sól- in rennur upp sem rauðglóandi eldhnöttur yfir sléttuna miklu, en geislar hennar glóa á hinum vind- sorfnu klettum í gljúfrinu. Héðan sér vel til Klettafjalla, með snjó í efstu skörðum. Þegar að hlíðum Klettafjalla kemur, eru þar bændabýli mörg og minna sum þeirra á íslenzka sveitabæi. Hér eru hagar miklu verri en í Salina, og virðast mörg býlin vera í eyði. Það er samt skiljanlegt hvers vegna íslendingar fluttust til Klettafjalla. Hér eru tærar bergvatnsár, gulvíðir og grá- víðir og margt annað, sem minnir á ísland, máske allt nema hitinn, því að sólargeislarnir eru hér brennandi. Frá Denver er haldið norður með fjöllunum til Cheyenne í Wyom- ingríki. Þar komu nokkrir Indíán- ar í bílinn. Þegar sólin skín á hár þeirra, slær á það einkennilegri blárauðri slikju. Ekki sér þessa slikju í hári Spánverja og eru þeir þó dökkhærðir í meira lagi. Bardagi við eiturslöngu Nú var haldið til Rock Springs og komið þangað. mánudaginn 20. júlí. Hér er ráðgert að gista og fara daginn eftir með leigubílum til Yellowstone Park, þjóðgarðsins fræga, því að þangað fara Grá- hundarnir ekki. Til Jackson, sem er sunnan við garðinn, eru rúmir 280 km., en þaðan til Yellowstone um 150 km. Meðan eg beið eftir bíl í Rock Springs, fór eg í sólbað rétt fyrir ofan bæinn. En eg hafði ekki legið þar lengi, er eiturslanga gerði árás á mig. Eg hafði ekki annað vopna en myndavélina mína og varðist með henni um hríð. Að lokum náði eg í stein og gat banað slöngunni. Hún reyndist rúmur metri á lengd. Að þessu búnu lagði eg á stað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.