Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 14
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smiásagan; Hún var kölluð stríðsöxi ÞEGAR maður er aðeins 22 ára heldur maður sig gjarna afbragð annara og vera gáfaðri en allir aðrir. Eg var einmitt á þeim aldri er eg gerðist sveitarforingi í heimavarnarliði kvenna í herbúðunum í Midlands. Þetta var í janúar 1942. Mér var feng- in umsjón í skála nr. 3 og þar átti eg að hafa umsjón 24 stúlkna. Allt gekk vel í fyrstu. Yfirforing- inn var einhver sú bezta kona, sem hægt er að hugsa sér, alúðleg, stjórn- söm og vildi hverjum vel. En „Herrans reiðiteikn" í þessum herbúðum var yfirliðsforingi, sem við kölluðum stríðsöxi. Hún var há og herðabreið, dökk á brún og brá, hörku- leg á svip og mælti aldrei hlýlegt orð. Þótti hennar var of mikill til þess að hún gæti virt viðlits annan eins vesal- ing og mig. Hún hafði verið þama hálft ár, aldrei blandað geði við neinn og enginn þekkti hana né vissi nein deili á henni. Yfirforinginn sagði um hana: „Hún er sívinnandi og hún hefir komið á ótrúlega góðri reglu hér í herbúðun- um“. En hún sagði þetta hrifningar- laust, eins og það væri eitthvað sem hún hefði lært utanbókar. er því embætti sýndur sá sögulegi og þjóðlegi sómi sem mestur má vera, og á að vera. Og svo skal vera innangegnt úr hinu nýa stjórnar- ráði, eða því sem næst, yfir í skrif- stofur forsetans, fer vel á því, á þann einfalda og hagkvæma hátt, að það er gerður gangvegur undir Bankastræti, undir og á bak við tröppuriðin í strætinu. Allvel treysti eg forráðamönn- um Reykjavíkur, verkfræðingum, arkitektum og öðrum til þess að ráða vel fram úr þessum málum, en þeim er það enginn vansi þótt leikmaður taki til máls um þau, sem einn af þeim mörgu er oft Smám saman söfnuðust í skála minn alls konar „vanmetakindur“ sem tekn- ar höfðu verið í heimavarnarliðið. Það voru taugaveiklaðar stúlkur, vitlausar í óyndi, eða þær höfðu orðið fyrir ein- hverju áfalli í lífinu, eða misst ást- vini sína voveiflega. Eg gerði allt sem eg gat fyrir þær, tók þátt í raunum þeirra og reyndi að hughreysta þær. En í hvert skipti, sem stríðsöxin komst að því, hvessti hún á mig augun og hreytti úr sér: „Eru þetta herbúðir, eða er það uppeldisstofnun fyrir einhverja vesal- inga?“ Eg vissi hvað regla og agi þýddi og sagði því aldrei neitt, en eg óskaði með sjálfri mér að hún fengi einhvern tíma að reyna eitthvað af þeim raun- um, sem þjáðu stúlkurnar, eitthvað sem gengi svo nærri henni, að hún gæti ekki tára bundist. Það var ekki ætlan mín að standa á hleri þegar yfirforingjarnir ræddu um ungfrú L. og skjöl hennar. En hleri á milliþili var 1 hálfa gátt, svo að eg heyrði hvert orð, sem sagt var. Yfirforinginn tók til máls og hún var blíð í rómnum, eins og hún átti vanda til: „Það væri bezt að senda þessa stúlku í skála nr. 3. Eg er viss átti leið um Lækjargötu. Það er nú einu sinni svo að borgin verður ekki byggð forráðamönnum ein- um, það eru hinir, fjöldinn, sem byggir borgina og þess vegna meg- um við, og eigum við líka, að taka til máls um málefni höfuðborgar- innar, alveg eins og landsmálin yfirleitt. Með þau sannindi í huga hefi eg leyft mér að rita þessa grein og setja fram þær hugmynd- ir mínar sem eg hefi lýst nokkuð hér að framan. Hafi þeir þökk sem lesa — og hugleiða. Jaðri, 29. ágúst 1959. Arni G. Eylands. um að foringinn þar mun reynast henni vel, og henni veitir sannarlega ekki af því. Auminginn, hún hefir orðið fyrir svo átakanlegum raunum, hefir misst foreldra sína og tvö börn í loft- árás, og síðan fell maður hennar á vígstöðvunum". Hún ætlaði að segja eitthvað meira, en stríðsöxin dæsti þá fyrirlitlega. Þetta sárnaði yfirforingjanum óskap- lega og aldrei þessu vant svaraði hún í reiðitón: „Eg veit að þér viljið fara með kon- umar alveg eins og þær væri her- menn, en það er ekki hægt. Stúlkurn- ar þarfnast kvenlegrar samúðar og hughreystingar, annars verða þær aumingjar“. Og stríðsöxin svaraði fullum hálsi: „Það verður að hætta öllum þessum voluskap. Hann brýtur niður agann, og svo er ekki á okkur heimavarnar- liðskonur að treysta. Við höfum glöggt dæmi um það úr seinustu loftárás. Allir skálaforingjar komu sinum sveit- ungum í skjól nógu tímanlega, en ein af þeim í nr. 3 varð eftir og Cass for- ingi varð að sækja hana. Þetta hefði vel getað orðið til þess að Cass for- ingi hefði beðið bana, og hún er þó meira virði en heil tylft af þessum dæmalausu rolum. Hér má engin lin- kind eiga sér stað, ef við eigum að uppfylla skyldur okkar.... “ Svo rausaði hún eitthvað í lægri tón og eg heyrði það ekki. En ungfrú L. var send til mín. Þetta var lagleg stúlka, veikluleg og undar- leg. Stundum lék hún á als oddi dög- um saman, og svo var hún aftur dögum saman úrvinda af harmi og örvílnan. Hún hafði ekkert þrek til að standa í ströngu og við skiptum verkum hennar milli okkar. Þegar stríðsöxin sá það, varð hún heldur ófrýn, en sagði þó ekki neitt. Svo átti hún einu sinni erindi í skrifstofu mína, hún þurfti að hlusta á er eg yfirheyrði nýíiða. Það var ung og lagleg stúlka. Og er hún hafði svarað spurningum mínum, spurði hún: „Er Mary L. ekki í þessum her- búðum?“ „Jú,“ svaraði eg. „Þekkið þér hana?“ „Já, mjög vel“, svaraði hún. „For- eldrar hennar vinna á búgarði föður míns, og hún giftist pilti þarna í þorp- inu, en hann vinnur nú í hergagna- verksmiðju skammt héðan“. „En börnin hennar....“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.