Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS 423 Nú má stórauka veiði í vötnum EITT gott hefir leitt af kjarnorku- tilraunum Bandaríkjanna á Bikini og Enewetok. Þær hafa kennt mönnum hvernig á að fara að því að auka stórum veiðiskap í vötn- um. Þetta kom í ljós á þann hátt, að þar sem ryk frá sprengingunum fell í vötn, þá tóku fiskar í þeim vötnum að vaxa örar en áður og verða stærri. Líffræðingar, sem voru með á þessum tilraunaferðum, veittu þessu athygli, og hafa síðan fylgzt nákvæmlega með þessu. Hafa þeir komizt að þeirri niður- stöðu, að með rykinu hafi borizt mikið af málmsöltum í vötnin, og það sé vegna þeirra að fiskarmr vaxa örar og verða stærri en áður. En til þess að ganga algjörlega úr skugga um þetta, þótti þeim sjálfsagt að gera tilraunir í ein- hverju vatni. Var valið til þess vatnið Loma í Washingtonríki. Þar hafði áður verið dálítil silungs- veiði, eða sem svaraði þremur pundum af silungi af hverri ekru- stærð vatnsins. Nú voru sett málmsölt í vatnið og þá brá svo við árið 1957, að þar veidd- ust 20 pund af silungi á hverja ekrustærð vatnsins, og árið 1953 veiddust 30 pund. Silungurirm var þá enn ekki nema hálfvaxinn. En nú tók hann að vaxa að marki, og í sumar sem leið veiddust þarna 179 pund af silungi á hverja ekru- stærð vatnsins. Veiðin hefir þvi rúmlega fimmtugfaldazt á þessum árum. Líffræðingar telja, að á þennan hátt megi stórkostlega auka veiði- skap í öllum vötnum, aðeins með því að bera í þau málmsölt. Með því skapast ný og betri lífsskilyrði fyrir fiskana. Þetta er að sínu leyti hliðstætt því, er menn skapa jarð- argróðri bætt lífsskilyrði með áburði, og fá margfalda uppskeru fyrir vikið. „Hún á engin börn — ekki enn“. Eg leit vandræðalega til stríðsaxar- innar, en hún kallaði í skrifara og brýndi raustina. „Sækið Mary L.“ Svo biðum við í fimm mínútur, og mér fannst þær lengi að líða. Og eg óskaði þess innilega að þetta reyndist allt misskilningur, svo að stríðsöxin gæti ekki dregið dár að mér. Mary L. kom og unga stúlkan heils- aði henni hjartanlega. En Mary brá. Hún varð náföl í framan — og þá vissi eg að eg hafði ekki verið bæn- heyrð. Eg sagði þeim eins rólega og eg gat að þær skyldi fara og fá sér te. En mér lá við gráti af geðshræringu. Þá sagði stríðsöxin: „Ef þér væruð ekki auðtrúa munduð þér þegar hafa séð að stelpan laug. Konur, sem misst hafa foreldra sína, börn sín og eiginmann sinn í stríðinu, hegða sér ekki eins og hún“. „Hvernig vitið þér það?“ spurði eg hugsunarlaust. „Eg hefi sjálf orðið fyrir þessu“, svaraði hún. Svo rauk hún út og skellti hurðinni á eftir sér, en eg stóð sem steini lostin. (Eftir Edna M. Cass). Kínverska letrið dauðadæmt TALIÐ er, að í Kína kunni sjötti hver maður að lesa og skrifa. Það er býsna há tala, þegar þess er gætt, að Kín- verjar hafa ekki notað bókstafi, heldur máltákn, alls um 47.000 tákn, og sum mjög margbrotin. En öll þessi tákn verður sá að kunna, er talist getur menntaður maður. Og það er fjarri því, að meðal þeirra, sem taldir eru læsir»og skrifandi, sé þeirri þekkingu til að dreifa. Margir kunna ekki nema nokkurn hluta af þessum táknum. Það er óskapleg yfirlega að læra kín- verska táknmálið út í æsar, og margra ára nám fyrir gáfaða menn. Horfurnar voru því ekki góðar á því, að hægt væri að gera alla lesandi og skrifandi eins og kommúnistastjórnin hafði ein- sett sér. Hún kvað því upp dauðadóm yfir þessari aldagömlu list, og skipaði svo fyrir að tekið væri upp latneska stafrófið, sem nú er notað um allan hinn menntaða heim. í Kína hafa verið'töluð 230 mismun- andi tungumál, en stjórnin ákvað nú að þar skyldi vera ein þjóðtunga, og valdi til þess mandarín, en þá tungu töluðu flestir. Síðan þurfti að útvega kennara, og nú um eins árs skeið hefir verið unnið ötullega að því að útskrifa kennara, því að marga þarf til þess að koma á þessari menningarlegu byltingu í land- inu. Fyrst í stað voru menn hræddir um að þessi breyting mundi mæta harðri mótspyrnu, því að Kínverjar eru ekk- ert ginkeyptir fyrir siðum hvítra manna. En mótspyrnan hjaðnaði niður, þegar það kom í Ijós, að hægt var að kenna krökkum að lesa á stuttum tíma, og á nokkrum mánuðum náðist betri árangur heldur en áður á mörg- um árum. En hvernig stendur nú á þessum mikla áhuga stjórnarinnar fyrir því, að gera alla læsa og skrifandi? Stjórnin segist gera það til þess að bændur framleiði meira en áður, en það þýði aukin matvæli í landinu. Með bæklingum sé hægt að kenna bændum nýustu ræktunaraðferðir, hvernig þeir eigi að fara að því að fá meiri upp- skeru. En auðvitað liggur hér á bak við að stjórnin veit, að hún getur náð miklu betri tökum á þjóðinni með áróðri, ef allir eru læsir. Mörgum þykir það undarlegt, hvers vegna Kínverjar tóku ekki upp rúss- neskt letur, úr því þeir breyttu til. Menn grunar að orsökin sé sú, að kín- versku valdhafarnir kæri sig ekkert um rússneskan áróður. Þetta hafi verið sjálfstæðisyfirlýsing Kína gagnvart Rússlandi. En Chou En-lai forsætisráð- herra skýrði þetta á þennan hátt: „Vér völdum latneska stafrófið, vegna þess að flestar þjóðir nota það. En und- ir eins og vér förum að nota það, þá er það þar með orðið kínverskt letur“. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.