Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 Farlð í fallhlíf úr turni. ur. Sagt var mér, að ef gangandi maður sést hér á vegum úti, þá sé talið eflaust að þar fari glæpa- maður. Þess vegna er bílstjórum bannað að taka menn upp í bíla sína á förnum vegi, og liggja sekt- ir víð. Frægasti baðstaðurinn er Cliff House. Sá staður hefir verið nær eina öld í smíðum, enda eru þar mörg söfn og veitingahús. Þar rétt hjá er Selsker og þar hafast enn ' við nokkur sæljón. Sagt er að þau geti orðið nær 1000 kg. að þyngd, eða eins og stærstu Alaska- birnir. Merkast af öllu fannst mér Planetarium, eða Himingeimurinn. Þetta er hringlaga salur og yzt við sjónhring er líkan af San Francisco við sólsetur. Svo var slökkt í saln- um og sást þá himinfestingin, og var mönnum boðið í geimflug með spútnikum, Framherja eðá Könn- uði, eða þá með X-15 flugskeyti, sem fer með 4000 km. hraða á klukkustund. Gert var ráð fyrir viðkomustað einhvers staðar á sporbraut gerfihnattanna. Var haldinn langur fyrirlestur um allt þetta og allt útskýrt. Var mönn- um sagt, að ekki væri verra að vera undir það búinn að leggja á stað út í geiminn, því að mjög bráðlega kæmi að því, að við jarð- arbúar færum að ferðast til ann- ara hnatta. í Steinhart Aquarium, eða fiska- safnið, þótti mér og mjög gaman að koma. Þar sá eg fiskana „pir- anha“ frá Amazonfljóti. Þetta eru smákvikindi, ekki nema um 4 þumlungar á lengd, en allra skepna grimmastir og gráðugastir. Þeir fara í stórhópum og sagt er að þeir geti rifið í sig stórgrip á nokkrum mínútum, og mannskæðir eru þeir í frekara lagi. Þarna voru líka sýndir sæhestar, álíka stórir. Karl- inn er með poka á kviðnum og í hann hrygnir kerlingin, allt að 600 eggjum. Norðurleiðin Eg fór frá San Francisco 29. júlí og fór nú norðurleiðina, en hún liggur um Nebraska. Þar hafði fellibylur farið yfir nokkrum dög- um áður, og sáust þess merki, því að líta mátti hrunin hús og önn- ur þaklaus. Og svo ólmur hafði bylurinn verið, að sums staðar hafði hann rifið malbikið upp úr veginum. Farið er um borgina Omaha, sem stendur á bakka Missourifljótsins. Þar eru 360.0.00 íbúar, en umhverf- is borgina er mesta landbúnaðar- hérað í heimi. Farið er á brú yfir fljótið og þá komið inn í Iowa. Síðan var haldið til Chicago og komum við þangað 1. ágúst. Þar er nú framleitt kynstur af Rambler Super og Rambler 8, en það eru bílar af millistærð. En svo á að framleiða smábíla og hefta alveg með því smábílasölu Norðurálfu- þjóða til Bandaríkjanna. Frá Chicago er farin hraðnJsrt- Höfundur hjá Frelsisstyttunni. ursbraut til New York. Þessi braut var gerð 1956 og er aðeins fyrir langferðabíla. Þegar til New York kom fekk eg inni í norsku sjómannaheimili í Brooklyn (Han- son Place 62) og dvaldist þar í viku. í Brooklyn er hinn kunni skemmti- og baðstaður Coney Is- land. Þar fór eg einn daginn í fall- hlíf ofan úr háum turni. Eg fór líka út í Frelsisey og þótti gaman að koma þar. Hér er Frelsisstyttan sem Frakkar gáfu 1884. Hún er rúmlega 50 metra há. Eg kom einnig á sjódýrasafnið á Coney Island og sá þar rafmagns- álinn, sem er 8 feta langur og 80 pund á þyngd. Hann gefur frá sér svo sterkan rafmagnsstraum að nægir til að drepa mann. Heimleiðis var haldið með flug- vélinni Sögu 6. ágúst. Þegar flog- ið er yfir Bandaríkin, er landið eins og tíglagolf, átta mismunandi litir á ökrum, og svo dökkgrænir skógarteigar. Labrador virðist vera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.