Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 4
412 LESBÓK MORG UNBLAÐSIN S Á leiðarenda Frá Utah er haldið inn í Nevada, sem sýnist vera eyðimörk að mestu. Þó eru þar ýmsar fallegar vinjar. Kunnasta borgin í Nevada er Reno, skammt frá vesturlandamærunum. Þar eru alkunn spilavíti, og þang- að fer fólk til að fá skilnað, því að þar fylgja engar seremoníur því að leysa upp hjónabönd. Þangað leggja margir kvikmyndaleikarar leið sína. Skömmu eftir að farið er frá Reno er komið til Kaliforníu og farið yfir Sacramentodalinn. Þar eru hrikafögur gljúfur og kamb- arnir þar eru heldur ægilegri en Kambar hér. Brattasta brekkan er 2700 metra há. Hér sést hvergi snjór í fjöllum. En nú koma hinir miklu furuskógar, sem Kalifornía er fræg fyrir, og þó eru frægastar risafururnar og rauðfururnar (Sequoia), sem geta orðið rúmlega 100 metra háar og stofnarnir svo digrir, að sums staðar eru bílvegir í gegn um þá. Sacramentodalurinn er einhver sú fegursta sveit, sem eg hefi augum litið og frjóvsemin takmarkalaus. í Oakland hitti eg norskan mann og urðum við samferða yfir brúna til San Francisco. Þegar þangað kom fórum við til samkomuhúss, eða kirkju (Den norske sömans- kirke, í Hyde Street 2454). Þarna var dönsk stúlka, sem gaf okkur Baðströnd hjá San Francisco, Selsker og Cliff House. kaffi og kökur. Hér voru líka nokkrir Danir og Norðmenn. Héð- an sér vítt yfir borgina og út á fangaeyna Alcatras. Síðan var haldið til Norway House í Vallejo Street 2501, og þar fekk eg gistingu og var þar í viku. San Francisco í þessari borg búa fleiri Kín- verjar en á nokkrum öðrum stað utan heimalands síns, og er hér sérstakt borgarhverfi, sem byggt er Kínverjum eingöngu. í Golden Gate Park er kínverskur tegarður og er þar selt kínverskt te og kökur. Einn daginn sem eg var þarna, rakst eg á jarðsig mikið á aðal- brautinni E1 Camino del Mar. Hef- ir brautin sigið þar á kafla um sex metra. Þetta gerðist í jarð- skjálfta fyrir nokkru, en nú á að fara að setja járnbrú yfir jarð- fallið. Þetta er beint upp af Sel- skeri og hinum nafkunna baðstað Cliff House. Jarðskjálftar hafa oft gert mikinn usla í þessari borg, og 18. apríl 1906 varð svo mikill jarðskjálfti, að borgin hrundi til grunna og brann. í Flsíschhacker Zoo, sem er dýragarður, hefi eg séð stærst tigrisdýr. Þau eru frá Indlandi (Bengal). Þar sá eg einnig ljón frá Indlandi, en þau eru ekki jafn falleg á fax eins og Afríkuljónin, sem hafa dökkt og gult fax. Þessi ljón hafa aðeins einlitt gult fax. Golden Gate brúin er talin lengsta brú í heimi. Sagt er að Joseph B. Strauss hafi byrjað að smíða brúna 1870, en smíði hennar var ekki lokið fyr en 1937. Hafði hún þá kostað 35 miljónir dollara. Vídd á milli stöpla er 1400 metrar og strengirnir, sem halda brúnni uppi, eru ekkert smásmíði. í þá fóru 128.000 km. af vír og gild- leikinn er 36 þumlungar í þvermál. Hver burðarstrengur vegur 24.500 tonn. Rétt fyrir innan brúna er ágæt- ur baðstaður, sem nefnist Yacht Harbour, og er þar altaf fullt af fólki. Hér er líka húsið Fine Arts, en þó er ekkert inni í því annað en strætisvagnar. En sjálft húsið er listaverk hið ytra. Úti á flóanum eru skútur oft á kappsiglingu, og má sjá þar margar enskar snekkj- Búdda-líkneski i San Francisco

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.