Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 og kom til Jackson. Það er lítill bær með nokkrum hundruðum íbúa, en þar er nafntoguð tvöföld skíðalyfta upp í svonefnd Snjó- kóngafjöll. Þetta er hluti af nær 50 km löngum fjallrana, sem nær norður í þjóðgarðinn og nefnist Teton-fjallgarður. Eru á honum margir snævi þaktir tindar, en mestur er Grand Teton, um 4580 metrar á hæð. Yellowstone Park Þessi þjóðgarður hér í Wyoming- ríki er talinn einhver fegursti stað- ur í öllum Bandaríkjunum, enda verður enginn fyrir vonbrigðum er þangað kemur. Þetta er dýrleg vin í eyðimörk. Skógurinn hér líkist barrskógum Evrópu. Eg hefi hvergi séð jafn mörg litbrigði og hér, þar sem eru rauð gljúfur með grænum skógum. Og þó er skógur- inn ekki alltaf grænn, stundum eru grá linditré innan um og gulur víðir, en á milli blikar á blá vötn. Hér er friðland og unaðsreitur ótal dýra. Hér eru vísundar, bufflar og elgir á beit, hér eru fálkar og ernir á flugi, hér eru antilópur og fjalla- fé, gaupur og brúnir og svartir birnir. Ferðamenn geta fengið leyfi til þess að skjóta birni, undir eftir- liti. Hér eru miklir fossar og er sá merkastur er nefnist Lower Falls (Neðrifoss). Hann fellur niður í Eiturslangan og myndavélin. rauðgult gljúfur og er mjög tign- arlegur, því að hæðin er 100 metr- ar og er hann því helmingi hærri en Niagarafossarnir. Hér er einnig jarðhiti og gos- hverir. Kunnastur er goshverinn Old Faithful (Gamli Tryggur). Hann gýs alltaf á 63 mínútna fresti og hærra en Geysir í Haukadal, en hvert gos stendur ekki nema fjór- ar mínútur. Þá er annar, sem heit- ir Riverside-geysir. Hann er vatns- mikill og gýs á 8 klukkustunda fresti og stendur hvert gos í 15 mínútur, en þau eru ekki nema um 30 metra há. Annars er það ekki á mínu færi að lýsa öllum þeim undrum, sem hér er að sjá, og verður þetta því að nægja. í Mormónaríkinu Frá Rock Springs var haldið með langferðabílnum til Buffalo í Utah. Þar eru enn nokkrir bufflar og við þá er borgin kennd. Hér er mjög fagurt. Síðan er haldið niður í gljúfrin Castle Rock, þar sem Indí- ánar vörðust forðum framsókn hvítra manna, og víðar hér í Utah veittu þeir öflugt viðnám. Satt er það, að langt er frá hafi til „Rómar Klettafjallanna" eins og Saltvatnsborgin er stundum nefnd. Heyrt hefi eg að fyrstu landnem- arnir, sem ferðuðust þetta fótgang- andi, hafi verið tvö ár og tvo mán- uði á leiðinni og komist í ótrúlegar þrautir. Eg kom þangað á 7. degi og þótti hægt farið, því að nú er hægt að komast þessa leið á þrem- ur sólarhringum frá New York með því móti að ferðast nótt og dag. Hjá Saltvatnsborg fannst mér undarlegt landslag, en vegna þess að þar blasir við víður fjallahring- ur, er ekki hægt að segja að hér sé ljótt, enda hafa landnemarnir kunnað vel við sig. Hér eru góð slægjulönd víða og beitilönd, eins og t. d. í Lambagljúfrum. Hrika- leg náttúrufegurð er hér víða í fjöllunum. Saltvatnið er um 25 km. fyrir vestan borgina. Það er 2140 fermílur enskar og svo salt, að menn geta ekki sokkið í því. Þar eru 9 eyar og er mest þeirra Fugley (Birds Island). Þar verpa hegrar og pelikanar. Einu lífverur í vatninu eru rækjur, sem eru veiddar og seldar sem fóður. Ann- ars er mikið líf á vatninu, þar eru margir bátar á siglingu og þar eru menn á sjóskíðum. Skíðalyftan í Jackson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.