Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 var rifin illu heilli. Vatnsþróin á Hlemmi var f jarlægð, enginn hinna gömlu brunna hefir verið varð- veittur. Nú er samt um breytt, Ár- bæarsafnið er gleðilegur vottur þess, og merkilegt spor í menning- armálum Reykjavíkur. Vatnsþróin var að sönnu enginn forngripur, en hún var hlekkur í menningarsögu borgarinnar og samgöngumálanna. Nú kemur hún aftur í nýrri mynd ásamt minnismerkinu um hestinn. Vel er það. En meðal annarra orða. Nú hverfur Bernhöftsbakaríið brátt, þær gömlu byggingar, við því er ekkert að gera, nema það, að vel má rífa innan úr einni eða fleiri af gömlu stofunum í húsinu, þiljur, loftklæðningu, dyraumbún- að og hurðir og varðveita, helzt á þann hátt að klæða með því innan einhverja vistarveru í nýju, varan- legu húsi, jafnvel sjálfu ráðhúsinu. Þannig gerði Jón á Reynistað er hann reif gamla bæinn sinn, þilj- urnar úr gömlu stofunni í Reyni- staðarbænum eru nú í einni stof- unni í hinu steinsteypta íbúðarhúsi á staðnum og fer vel á því. Vilja ekki forráðamenn Árbæarsafns athuga þetta. Vel má vera að inn- viðir, merkir að gerð og aldri, séu víðar í húsum í Reykjavík, sem bjarga má með sáralitlum kostn- aði, er gömlu húsin hverfa. Tii venjulegs niðurrifs er slíkt nær einkisvirði, og því líklegt að stofn- un eins og Árbæarsafni verði vel til að fá slíkt, ef forráðamenn þess eru á verði. II. Stjórnarráðshúsið er 200 ára í ár. Um byggingu þess var margt kveðið — og tukthústollinn, sem ekki mun hafa verið vinsæll frem- ur en margir tollar fyrr og síðar. Tollar eru teknir allvíða tukthúsið er verið að smíða, þar í eiga þjófar að sitja, þangað á allt gózið að flytja. (Gózið mun vera tukthústollur- inn). Undirholdning hér greindum kauðum heimtuð er af geistlegum brauðum, og svo hitt sem aðtína mega aðrir þeir sem fastagóz eiga. Þegnar ráða af þungu álagi, það mundi annars verða stór bagi, að skenkja þar til skildinga fjölda, ef skyldu ei þræla sakaðir höldar. Og enn var kveðið: Hefir enginn heyrt granna minna, hvað þar skuli múgurinn vinna, því eflaust munu eitthvað til þarfa á umgirtum Hólnum þeir starfa. \ Þeir eiga að gefa engelskum hrútum, sem uppalast á skildinga mútum, og Reykjavíkur vesenið styrkja, vefa, skradda, plægja og yrkja. Þannig var kveðið um fleiri byggingar en tukthúsið. Hóla- kirkja fekk líka sitt: Mikið er og margbreytt á stólum, mikil er hún steinkirkja á Hólum, mikil er sú meistarasmíði, mikil er sú fegurð og prýði. Þar að unnu 3 sýslur stórar, þar við brunnu árkvísla-ljórar, þar að unnu Þýskir og Danskir, þar í spunnu Grískir og Franskir. Gagn almúgans gerir að þurða, góz og vinnu nokkrir úrskurða, til óþarflegra erfiðismuna, en ógurlegar hótanir duna. Á sama hátt fekk Nesstofa sinn skerf, en það skal ekki rakið hér. Hið sama má segja um Viðeyar- stofu og kirkju, en sumt af því voru nú hin hátíðlegustu lofkvæði að þeirrar aldar sið. III. Kunningi minn, gamall trésmið- ur í Reykjavík, sagði mér frá því er hann ungur maður vann að því ásamt fleiri smiðum að setja upp hillur í gamla stjórnarráðinu, áður en Hannes Hafstein og ráðuneytið flutti þar inn 1904. „Eg skal segja þér það“, sagði gamli maðurinn, „að við unnum að þessu með lotn- ingu og með hátíð í huga. í þessar hillur átti að hlaða skjölum heimt- um úr höndum Dana, varðandi sögu íslands og sjálfstæði. Það voru miklir hlutir í augum okkar ungu mannanna þá. — Og þegar við bárum inn skjalakassana fannst okkur að við værum að taka þátt í sögulegum atburðum". Oft hefi eg hugleitt orð gamla mannsins — hann var alltaf öruggur sjálfstæð- ismaður í orðsins fyllstu merkingu, bæði sem flokksmaður og á annan hátt. Ætli það sé ekki æðimargt af unga fólkinu nú sem hugleiðir lítt og jafnvel skilur ekki hvað það hafa skeð miklir hlutir í gamla stjórnarráðinu 1904 og síðar, margt til góðs, þó að sumt væri betur ógert og verði ekki talið til þarfa- verka, en svo er í öllum stjórnar- ráðum. Þess vegna er hætt við að margir skilji ekki eða geri sér ekki ljós þau sögulegu rök, sem að því hníga, að varðveita þessa byggingu eftirkomendum vorum til metnað- ar og minja — að það er skylda og nauðsyn, ekkert minna. — Og hús- ið á ekki að geymast sem dauður hlutur og ekki sem safn, það á að geymast og notast sem virðulegar starfsstöðvar, þó að „mikilvægustu st j órnarskrifstofur" þj óðarinnar flytjist að mestu í ný húsakynni og virðulegri, um stærð, nýja bygg- ingarhætti og glæsileik. IV. Hin nýja stjórnarráðsbygging rís við Lækjargötu. Margt er að athuga í því sambandi. Kemur þar fyrst til Bankastræti, gatnamót þess og Lækjargötu og svo raunar Lækjargatan öll, sem ein glæsileg- asta gata borgarinnar, frá náttúr- unnar hendi liggur mér við að segja. Hún getur að minnsta kosti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.