Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 445 Óbilandi lím 7/7 margra h I uta nytsamlegt Skógafoss. ur í sköpulagi og tilburðum, en litlu strákarnir, sem með okkur eru, reynast líka snarir í snúning- um, og áður en langt um líður höfum við handsamað tvo veiði- bjölluunga. Lafmóðir og dauð- skelkaðir eru þeir ljósmyndaðir og síðan sleppt, þeim sjálfum til undrunar og til mikils léttis fyrir foreldrana, sem hafa skrækt ámát- lega fyrir ofan okkur, meðan á at- höfn og eltingaleik stóð. — Við ökum áfram eftir sandbökk- um og geilum og festum auðvitað bílinn, en getum losað hann eftir töluvert baks. Það er engin sand- ferð á bíl án festingar og engin skemmtiferð án einhverrar fyrir- hafnar. Það er mín reynsla. — Þegar heim að Drangshlíð kem- ur, rekumst við á fýlsunga undir bjarginu og raunar tvo. Bjargið hefur hitnað í sólinni, ungarnir farið að dusta sig og sperra og dottið niður úr hreiðrunum og hafnað í grasbrekkunni. Þeir eru loðnir og ljótir, greyin, en furðu- lega harðir af sér og spúa óspart lýsi, séu þeir ertir. Þeim er ekki FYRIR nokkru hófst í Bandaríkj- unum framleiðsla á lími, sem er svo sterkt, að sögurnar um það líkjast helzt lygasögum. Og fram að þessum tíma mundi enginn hafa trúað því, að hægt væri að gera svo sterkt lím. Aðalefnið í því er trjákvoða, blönduð með einhverj- um efnum, sem gera hana svona sterka. Og nú er hægt að líma sam- an ólíklegustu efni, svo sem málma og gler, aluminum og plast, tré og stál. Sem dæmi þess hvað límið er sterkt, er þess getið, að einn dropi af því var settur á bílþak og járn- krókur límdur þar við, en síðan var bíllinn hafinn á loft með fjórum mönnum í, og ekki bilaði límið. hugað langlífis þessum öngum. Veiðibjallan og krummi eru þeg- ar farin að vokka yfir bráðinni, svo að trúlega væri velgerningur að lóga þeim, svo að þeir hljóti ekki kvalarfyllri dauða. Það er fallegt í Drangshlíð, bjargið hátt og tignarlegt, hvíta fugla ber við grátt bergið, vinar- legur gróður í hvamminum og svo Drangurinn sérkennilegi og svip- mikli í túninu. Það er líka fallegí að líta þangað heim neðan af söndunum og raunar eftirminnileg mynd, að sjá af sjávarströndinni Skógafoss og Sólheimajökul, og stórfenglegur var Eyjafjallajökull, þegar hann hreinsaði sig um stund, svo að vel mátti greina Guðnastein. — Það er sannast að segja engin furða, þótt Eyfellingum sé sveitin sín kær, ekki sízt þeim, sem búa undir Austur-Fjöllunum. — Önnur tegund af lími er svo sterk, að hún þolir 7000 punda átak á hvern ferþumlung án þess að láta sig. Það leiðir af líkum að farið er að nota þetta töfralím á margan hátt, en þó mun mönnum þykja einna furðulegast, að farið er að líma saman hús, skip og hraðfleyg- ustu flugvélar. Fyrir þremur árum voru reist þrjú timburhús í tilraunaskyni, og í þeim eru engir naglar né skrúf- boltar. Grindin er öll límd saman og þiljurnar límdar á hana, og þakplötur iímdar. Þessi hús hafa ekki látið neitt á sjá. Þá er og farið að líma saman plötur í flugvélabyrðingum, í stað þess að negla þær saman með ró- nöglum. Þykja flugvélarnar miklu sterkari fyrxr vikið. Þegar hratt er flogið, mæðir mótstöðuafl loftsins mest á saumnum og er hætt við að plöturnar jagist til og götin víkki, og er flugvélunum þá hætta búin. En ef allar plöturnar eru límdar saman, mæðii ekki meira á einum stað en öðrum. Og sagt er, að allar þær þotur, sem nú eru í smíðum, verði límdar saman. Reynsla er þar fengin af flugvélinni B-58 Hustler, sem flýgur með 2400 km. hraða á klukkustund. Belgurinn á henni er límdur saman, og segja menn að þess vegna þoli hún fjórum eða sex sinnum meira viðnám en ella. Þá má geta þess, að nýr tundur- duflaslæðari sem heitir „Bittern", er smíðaður úr rauðaviði sem límd- ur er saman. Það væri of langt mál að telja upp hve víða lím þetta kemur nú að notum, er. geta má þess, að farið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.