Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4463 má vel gera sér þetta ljóst með því að reyna að teikna mynd af fjalli án þess að hafa það fyrir augum. Hafi maður ekki áður talið berg- lögin í fjallinu eða þau lækjadrög, sem þar kann að sjást móta fyrir, þá er mjög hæpið, að tala þeirra verði rétt á teikningunni af því ó- séðu. En hvernig stendur þá á því, að draumar manna skuli vera slík- ir sem þeir eru, ef mannsvitundin, og þá einkum vitund hins sofandi manns, hefir í sér enga möguleika til að búa þá þannig til? Hvernig getur sofandi maður, sem hvorki sér né heyrir neitt í umhverfi sínu, farið að því að sjá hluti og lifa atburði án þess sjálfur að búa þá til með einhverjum hætti? Svar við því er að finna í annarri draumskýringu en Sigmunds Freuds. II. Yngvi Jóhannesson segir í þess- ari Skírnisgrein sinni, að Freud hafi að síðustu verið kominn á þá skoðun, að hugsanaflutningur muni eiga sér stað manna á milli, og haft orð á, að þar væri um að ræða merkilegt rannsóknarefni. Mætti vel hugsa sér, að þýðingar- mikið hefði getað orðið, ef þessi frægi maður hefði enzt til að fram- kvæma rannsóknir í því efni, og þá einkum hefði honum auðnazt að setja þær í samband við draum- ana. En af því varð ekki. Hins vegar varð annar maður til þess. og það alllöngu áður en Freud virðist hafa hugsað nokkuð í þá átt. Var þessi maður íslendingurinn dr Helgi Pjeturss, og skal hér með hans eigin orðum segja frá byrjun- amiðurstöðum hans: „Ég hafði tekið eftir því, að í huga minn voru, við og við, að koma orð og orðatiltæki, oftast leið og ljót, á þann hátt, að undarlegt var. Orðum þessum eins og skaut upp í meðvitund minni, án þess ég hefði hugsað þau. Og ég munai náttúrlega ekki hafa veitt þessu eftirtekt, ef ekki hefði ég hatt langa æfingu í að athuga. Náttúr- lega var þetta athvarf fáfræðinn- ar, sem menn hafa kallað undir- vitund, við hendina þessu til skýr- ingar. Það hefði mátt telja sér trú um, að það væri skýríng, ef sagt væri, að orðum þessum hefði skotið upp úr undirvitundinni. En þó reyndist ég of giftu- samur rannsóknari, til að lenda í þeim ógöngum. Önnur leið var það sem ég reyndi. Mér kom í hug, hvort þessi orð og orðatil- tæki mundu ekki vera komin í huga minn úr öðrum hugum. Og þegar ég fór að prófa þetta, þá fann ég, að þama var ég kominn á leið- ina fram. Til sérhvers orðs í meðvitund- inni, svarar sérstakt ástand heil- ans. Og ef nú getur flutzt orð frá huga til huga, þá er það af því, að ástand eins heila, getur haft þau áhrif á annan heila, að sama ástand verði þar. Eða með öðrum orðum, ástand eins heila getur framleitt sig í öðrum heila. En eí svo er, þá getur alveg eins flutst frá einum heila til annars, það ástand sem samsvarar mynd í meðvitund þess, sem heilann á. En það verður sama sem að eian maður geti séð með augum annars Eða með öðrum orðum, það sem ein augu sjá, getur komið fram, eigi einungis í þeim heilanum, sem augun fylgja, heldur einnig í öðr- um..... Af þessu er draumlífið sprottið.“ III. Til þess að skilja til hlítar hlýtur sá, sem leitast við slíkt, að vita sig standa á einhverju föstu. einhverju, sem hann telur sig eða þá einhverja aðra hafa gert sér örugglega grein fyrir áður. Og auðvitað hefir Freud talið sig standa á slíkri undirstöðu, þegar hann tók fyrir að gera sér grein fyrir draumunum og eðli þeirra. Áður en hann tók sér það fyrir hendur, hafði hann þegar skapað sér ákveðnar sálfræðiniðurstöður sem hann svo lagði til grundvall- ar skilningi sínum á eðli draum- anna. En þrátt fyrir hinn mikla hæfileika sinn til að vinna aðra á sitt mál og þrátt fyrir það, að hann vafalaust hefir haft rétt fyrir sér í ýmsum greinum, eða nálg- ast hið rétta, þá virðist mér þó. að sumt í sálfræði hans sé býsna óljóst og þokukennt. Þarf í bví sambandi varla annað en að minna á hugtök eins og það, sem þýtt hef- ir verið með orðinu duld, því að slíkt ber svo óumdeilanlega með sér, að einhver skortur hefir þar verið á að hafa gert sér ljósa grein fyrir viðfangsefninu. Duld þýðir auðvitað ekki annað en það, sem ekki hefir verið skilið, og að byggja á slíku, er í góðu samræmi við það, sem Freud kvað hafa gert a. m. k. stundum að nota tilbúin en ekki raunveruleg dæmi um drauma, þegar hann gerði grein fyrir niðurstöðum sínum varðandi þá. En auk þess, sem að var vikið hér að framan, vanrækslu Freuds á að gera sér grein fyrir möguleik- um eða ómöguleikum dreymand- ans til að skapa sér draumskynj- anir sínar sjálfur, skal nú segia frá mjög þýðingarmikilli athugun á staðreyndum draumanna, sem mér virðist, að Freud hafi heldur ekki gert sér neina ljósa grein fyrir. Eins og ég vék að áðan, þá var byrjun Helga Pjeturss sú, að hann gerði sér ljóst það, sem heimspek- ingurinn Schopenhauer hafði bent á áður, að draumur er líf en ekki hugsun, skynjanir hluta og fyrir- bæra en ekki hugsanir um hluti og fyrirbæri. En nú gerði hann Frh. á bls. 467

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.