Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 461 Letursteinninn. Skuggi af grjótgarðinum fellur á hann, svo að seinasti stafurinn sést varla. ið hreppstjóri í Vatnsleysustrand- arhreppi, og dreg eg það af því, að honum er falið að taka manntalið 1703, og auk þess vottar hann í Jarðabókina um skráningu jarða í hreppnum. Og þar sem Jón Eyólfs- son sýslumaður kveður hann í dóm hvað eftir annað, þá sýnir það að hann hefir verið talinn öðrum fremri. Hann hefir og verið kjark- meiri en aðrir bændur þar um slóð- ir. Hann er landseti konungs, en þorir þó að veita Bessastaðamönn- um viðnám, eins og fyr er sagt. Og áletrunin á steininum í garðshliði á Stóra Knarrarnesi ber einnig vott um að hann hafi haft nokkurn metnað, þar sem hann vildi að nafn sitt gleymdist ekki. Hér verður að geta þess, að þá er eg hafði hreinsað að nokkru skófirnar af steininum, bar eg svartan lit í stafinu, svo unnt væri að ná ljósmynd af áletruninni. En eg er hræddur um að eg hafi m:s- lesið einn staf, að minnsta kosti Það er stafurinn o í föðurnaíni Bjarna. Eg hefi síðan athugað und- irskriftir hans á mörgum stöðum og ritar hann ýmist Eiulfsson eða Eiúlfsson, og hefir stundum tvo brodda yfir u. Mér þykir því iík- legt að á steininum standi Eiulis- son, þótt mér sýndist það vera Ei- olfsson, þar sem vísan segir ótví- rætt að Bjarni hafi sjálfur höggvið letrið. -O- í" Kálfatjarnarkirkjugarði eru þrír íslenzkir legsteinar frá 17. öld. Telur Matthías prófessor Þórðar- son engan vafa á því (Árb. forn- leifafélagsins 1910), að tveir af steinum þessum sé höggnir af sama manni, og „hefir hann kunnað vel til verks síns". Annar steinninn er á leiði Eyólfs Jónssonar lögréttu- manns á Brunnastöðum, en hann dó 14. september 1669. Hinn leg- steinninn er á leiði Brands nokk- urs Guðmundssonar, sem andaðist 1692. Mér finnst það nú engin goðgá að hugsa sér, að handaverk Bjarna Eyólfssonar sé á steinum þessum. Steinninn hjá Stóra Knarrarnesi sýnir, svo ekki verður um villzt, að Bjarni hefir verið steinhöggvari. Hann hefir verið fæddur 1646 og því 23 ára þegar Eyólfur Jónsson dó. En þyki mönnum hann þá held- ur ungur til þess að hafa verið orðinn snjall steinhöggvari, þá er rétt að minnast þess, að legsteinn- inn þarf ekki að vera höggvinn sama árið og Eyólfur dó. Það hefir oft dregizt mörg ár að legsteinn væri lagður á leiði framliðins manns, og hér gat það líka dregist. Stór munur er á þeirri vand- virkni sem kemur fram á legstein- unum og þeirri fljótaskrift sem er á steininum hjá Knarrarnesi. En það er líka annar stór munur á þeim steinum. Legsteinarnir eru minnisvarðar og þeim fylgir nokk- ur helgi. Þess vegna varð að vanda sem bezt til þeirra. En steinninn hjá garðshliðinu á Stóra Knarrar- nesi er eins og náttúran hefir skap- að hann, og letrið er höggvið á hann af nokkurs konar rælni, og þurfti því ekki að vanda stafagerð- ina svo mjög, enda hefir það varla verið hægt. En um rithátt og hljóð- tákn er þar undarlega mikinn skyldleika að finna við áletranirn- ar á legsteinunum. Kithönd Bjarna Eyólfssonar (Úr dómabók Jóns Eyólfssonar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.