Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 Draumaskýringar Frh. af bls. 463 sér Ijóst einnig, að þessir hlutir og fyrirbæri, sem maður sér í svefn- inum, eru jafnan, eða nálega und- antekningarlaust, ókunnug honum úr vöku. Þegar mann dreymir eða hefir deymt, þá finnst honum jafn- an að vísu, að það sem fyrir hann bar, hafi verið eitt eða annað, sem hann þekkti. En takist honum að gera sér grein fyrir því, sem hann sá í svefninum, þá var staðreynd- in nálega altaf á þann veg, að fyr- irbærin voru meira og minna frá- brugðin því, sem hann ætlaði pau vera. Og þetta er nokkuð, sem iUa kemur heim við draumaskýringu Freuds og aðrar slíkar. Væru draumarnir eða draumskynjanirn- ar hugarburður einn og endur- minningar, þá ætti sá hugarburður og þær endurminningar vissulega ekki að vera í slíku ósamræmi við hugsanir og endurminningar dreymandans. Hins vegar kemur þetta mjög fagurlega heim við þá niðurstöðu, sem Helgi Pjeturss komst að um draumana, og sem líka er hin eina sannmögulega leið ari á gamla Belgaum og sigldi í stríðinu. Hann hefur séð Fleet- wood og margt spennandi og upp- lifað þær hrollvekjur, þegar menn gátu ekki sofið, af því að menn voru að veiða aðra menn í stóru stríði. Ekkert er þó eins spennandi og veiða fisk, veiða lax, verða var, finna viðbrögðin í stóra fiskn- um, landa honum og steinrota. — Það veiddist enginn fiskur þenna dag. Það var samt góður dagur og skemmtilegur, því að það var mik- ið talað um veiði og veiðiskap, og kannske er talið um veiði engu minni skemmtun en að veiða, jafn- vel stóra fiskinn. til þess, að draumskynjanir skuli geta átt sér stað. Þegar draumgjaf- inn, sem Helgi nefndi svo, virðir fyrir sér eitthvað, sem hann þekk- ir, t. d. andlit sitt í spegli, húsið sitt, umhverfi heimilis síns, kunn- ingja sína eða skyldmenni, þá þyk- ist dreymandinn einnig vera að virða fyrir sér andlit sitt og annað tilsvarandi, sem hann þekkir. Og það er ef til vill oftast, að hann gerir sér ekki grein fyrir öðru á eftir en að svo hafi í rauninni ver- ið. En muni hann draummyndir, eða eitthvað af þeim, þá mun hann jafnan verða var við þetta, sem svo oft og óafvitandi kemur fram í ýmsum draumsögum, að þar var margt með óvæntum og óvanaleg- um hætti. Þetta, sem hann sá, var í rauninni stórlega frábrugðið því sem honum fannst það hafa verið. Andlit hans í speglinum hið draum- séða var í rauninni allt annað en hans eigið andlit, húsið, sem hon- um fannst vera sitt hús, allt öðru vísi en hans eigið, og á sama veg umhverfi hússins og þeir, sem hann ef til vill þóttist sjá þar og eiga tal við og önnur viðskipti. IV. Samkvæmt því, sem fram kem- ur í grein Yngva Jóhannessonar, þá taldi Freud svefninn nauðsynlegan sem mótvægi gegn hinni menning- arlegu þvingun. Hann segir: „Hin- ar stöðugu hömlur, hin óslitna bæl- ing, sem kröfur samfélags og sið- menningar hafa lagt manninum á herðar, kostar mikla andlega á- reynslu, enda þótt hann viti eig- inlega ekki af því, og einhver hvíld frá henni sé bráðnauðsynleg. Til þess er nætursvefninn vel fail- inn.“ Nú mætti að vísu segja, að þarna sé ekki óskarplega getið til um þýðingu svefnsins, og mun enda að nokkru mega færa það til sanns vegar. Svefninn er vissulega hvíld. En sé gætt að því, að dýr þurfa einnig að sofa, og þó einkum sé gætt að hinu, hve ungbörn þuria miklu meiri svefn en fullorðnir menn, þá verður naumast komizt hjá þeirri ályktun, að svefninn sé annað og meira en hvíld frá þess- ari bælingu. Þetta, að börn skuii þurfa miklu meiri svefn en full- orðið fólk, skýrist þannig ekki þó að horft sé frá sjónarmiði Freuds. Hins vegar kemur það mjög vei heim við það, sem Helgi Pjeturss hélt fram um svefninn og eðli hans. Hann hélt því fram, að svefninn væri mögnunarástand. Kenning hans var sú, að í svefni fari fram magnan eða hleðsla frá utanað- komandi krafti, og er það í góðu samræmi við hina miklu svefnþörf hins örtvaxandi ungbarns og ann- að það, sem með svefninum veit- ist. Með svefninum veitist hvíid og endurnæring, og hefir satt að segja ekki fyrr verið gerð nein ljós grein fyrir þýðingu og raun- veruleik þeirrar hvíldar, en vitað var af þessum utanaðkomandi krafti lífsins. Hvíld eða endurnær- ing af því einu að liggja og gleyma sér, er í rauninni alveg órökstudd hugmynd, því að eitt út af fyrir sig getur slíkt ekki veitt manni neitt. Hið eina skiljanlega er þvi. að með svefninum veitist nokkuð það, sem einstaklingurinn veitir sér ekki sjálfur, heldur sé það utanaðkomið. Og þegar aftur er hér nú gætt að staðreynd draumanna, þá ljómar enn fram birta samrætn- isins. Sé vel gætt að staðreyndum draumanna, þá kemur í ljós ekki einungis þetta, sem áður var hér tekið fram, raunverulíking draum- myndanna og það, að þær eru dreymandanum jafnan ókunnugar úr vöku, heldur kemur þá einnig fram, að sumar þeirra geta ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.