Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 10
466 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ana, og þeir verða rauðir og gulir. Um alla mýrina leikur einkenni- lega fallegt litaspil. Alls staðar eru hrossagaukarnir. Þeir skjótast und- an fótum manns, svo að maður hrekkur í kút. Þeir eiga ekki hreið- ur þarna, nei, þeir eru að kroppa grænt grasið, þar sem það er mýkst við rótina. Loksins þrýtur mýrina, og við komum aftur niður á fljóts- bakkann. Það er beinlínis heitt í veðri, og féð hefur leitað forsælu undir moldarbörðunum, og heilt stóð af hrossum liggur makinda- lega á sandbakkanum. Þarna er kofaþakið, og þungstíg- ir menn ganga senn í hlað. Nú byrjar undirbúningur hinnar miklu máltíðar. Baldur er allt í senn, bryti, kokkur, þjónn og verthús- haldari. Á gasapparatinu eru hinar ýmsu máltíðir í undirbúningi á mismunandi stigi. Það á nefnilega að drekka te og borða brauð. Svo á að elda hina stórkostlegu kjöt- súpu, og svo á aftur að drekka te, áður en haldið er heim. Við Pétur reynum að dorga. Það er komin brakandi sól, og við stöndum í ánni berir í beltisstað. Pétur skiptir um agn, spúnn, maðk- ur, maðkur, spúnn, og alltaf með sama áhuga, sömu vissu, sömu trú á fiskinn stóra. Ég kasta og dreg að, beiti, ef maðkurinn dettur af, eig- inlega af eintómri skyldurækni, því að það hvarflar ekki að mér, að sá stóri hugsi til mín. Ég er gestur og hef mestar áhyggjur af að festa dýran spún í botni og flækja langa línu. Svo er farið að borða. Þetta er beinlínis stórkostleg kjötsúpa. Og af því ekkert veiðist, er þeim mun nauðsynlegra að tala um veiðiskap. Pétur hefur veitt alla sína ævi. Hann hefur verið á línu, skaki, net- um, togara, síld, verið háseti, kynd- ar og allt það. Síldveiðin er spenn- andi. Hann var með síldarárið mikla, 1944. Guðmundur á Freyju fékk 29 þúsund mál. Kom þrisvar inn sama sólarhringinn. Eldborgin var samt hæst, 36 þúsund mál, maður minn. Pétur hafði það sum- ar 6.600 krónur fríar. Það voru peningar í þá daga. Púl, jú púl var það, nótabátnum róið, enginn svefn, en spennandi var það, lags- maður. Aumasti veiðiskapurinn var fyrir vestan. Fengum einu sinni einn einasta steinbít á öllum lóðun- um. En djöfull er gaman að draga lúðu. Pétur dró 50 punda lúðu, en annar dró 250 punda lúðu, og það var nú fiskur í lagi. — Svo var það beinhákarlinn. Við lágum við Langanes, segir Pétur, beinhákarl- inn hafði synt á eftir okkur tímun- um saman og lenti í nótinni. Held- urðu ekki, að kokkbjálfinn hafi ætlað að halda honum, þegar verið var að draga nótina inn. Tók með báðum höndum um sporðinn. Sá fékk nú höggið, lá eins og skotinn, og hákarlinn reif nót og allt og beint út í hafsauga fór hann. En laxinn er skemmtilegasti fisk- urinn. Bara að maður fái eitthvað. Auðvitað á enginn að fara í Elliða- árnar og afpanta sunnudagsmat- inn, þá fær maður ekkert, segir Pétur. En þetta kemur, maður verður að kynnast ánum, kynnast fiskinum. Urriði er andstyggilegur fiskur, svaka grimmur. Hann er rándýrið meðal fiska. Hann étur afkvæmi sín. Hausinn á þeim er einn þriðji af skrokklengdinni. Maður getur ekki étið þann fjanda. — Það var svo sem eftir urriðanum að eta andarungana, eins og blöðin sögðu frá. Laxinn er ævintýrafiskur, og á svona veiðileysisdögum eru sagðar og verða jafnvel til margar sögur um viðureign manns og fisks. Pét- ur fullyrðir, að laxinn sé gáfaður, sennilega stórvitur, og í þokkabót finnur hann lykt eins og mann- skepnan. Þeir kvað hafa gert til- raunir með þetta í Ameríku, límt fyrir holurnar á trjónunni á hon- um, og þá hefir hann ekki ratað í árnar, sem hann er alinn upp í, hreinlega villzt. Spurning er þá, hvort ekki ætti að hafa lykt af beit- unni, en ekki bara lit, eins og nú tíðkast. Baldur segir, að sumir veiðimenn séu óforbetranlegir húkkarar. Eitt sinn var hann í á, og til hans kom náungi, sem sagð- ist vera með á, en hefði fengið illt í handlegg og bað hann að landa fiskinum. Tekur við stönginni, en finnur, að eitthvað er í ólagi, jú, mikið rétt, þrælhúkkaður fiskur. Þetta er nálægt brúnni á ánni og fjöldi fólks áhorfandi. Nú eru góð ráð dýr. Reynir að slíta, en árang- urslaust, og karl skrattinn kominn langt í burtu, og þó ekki lengra en svo, að glottið sést á smettinu á honum. Það er lágt risið á veiði- manninum, sem draslar fiskinum í land, og aliur áhorfendahópurinn horfir á skandalann. Pétur segir, að Víðidalsá sé skemmtileg. Maður gengur mikið og fær alltaf eitthvað. Var þar um daginn og fékk sjö. Heldurðu ekki, að ég hafi séð kjóa drepa hettumáv þar við ána. Þenna stóra fugl. Grimmdin í þessum dýrum. Hann hefur líka oft séð veiðibjölluna fást við laxinn. Hún reynir að halda honum á grynningum með því að gogga stöðugt í hann, svo að höggva gat milli augnanna og lama hann, koma honum á hliðina, ráðast und- ir tálknin og rífa þau út og loks að ná til hjartans. En svo á hún oft í basli með að koma honum fyrir á landi, og þá kemur krummi líka oft til sögunnar og svo veiðimaður- inn, sem stundum rænir veiðibjöll- una bráðinni. Þarna var sögð saga af manni, sem þrisvar hafði náð 6—7 punda löxum af svartbaknum. Það er lokið við hina forkostu- legu kjötsúpu og enn rætt um veið- ar yfir tebollunum. Alls konar veiðar og ævintýri. Pétur var kynd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.