Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 8
464 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3irgir Kjaran; Myndir frá liðnu sumri Nokkur blöð úr ferðada gbók 7. ágúst 1959. LÍTIL VEIÐISAGA Það var sólfagur morgunn. Einn af fáum sólardögum þessa sumars, og klukkan var bara sjö, þegar ég var sóttur í veiðitúr. Það er ekki oft, sem ég hefi lagt upp í slíkar reisur, en góður var útbúnaðurinn, enda hafði faðir minn lagt á ráðin um útgerðina, vöðlur, stöng, spún- ar, flugur, ífæra og ekki minna en tveir rotarar. — Það skyldi ganga af laxinum kirfilega dauðum. Leiðin liggur austur yfir fjall. Þar er fagurt eins og oftar að líta af Kambabrúninni, góð fjallasýn, þótt nokkur ský séu á Heklu, Vest- mannaeyjar rísa föngulegar úr hafi, himinninn blár, en á honum nokkrar vatnsklær, sem leysast upp, er á daginn líður. Við ökum þjóðveginn að Minni-Borg, en þar er beygt af á afleggjara. Á veg- spjaldinu stendur „Sólheimar — 10 kílómetrar". Að Sólheimum er unnið guðsþakkarverk. Þar búa vesælir og líður vel. Vegurinn ligg- ur um hlaðið á Brjánsstöðum, og förinni er heitið að Hömrum. Við erum komnir í áfangastað. Hest- fjallið er í annarlegri afstöðu, við erum að baki Vörðufells. Það tek- ur andartak að átta sig á staðsetn- ingunni. Jú, nú verður allt ljósara. Þarna er Skálholt og Iðubrúin. Hér er undurfallegur fjallahringur: Langjökull, Jarlshettur, Laugar- dalsfjöll, við öxl Vörðufells ber Heklu, sem er að hrista af sér ikýjamakkann, og langt í fjarska og dálítið móðukenndur er senni- lega Þríhyrningurinn, sá sérkenni- legi fjallapersónuleiki. Við ökum niður að Brúará. Fyrsti veiðistaðurinn er við Ullar- klett, fallega formað bjarg, sem stendur út í ána. Hún er voldugt vatnsfall, Brúará, geysibreið, lygn og stillt. í dag geislar sólin á vatns- flötinn. Það er enginn öldugangur, ekkert gösl né hávaði, á stöku stað eru að vísu straumrastir og flúðir, en fyrst og fremst hvílir yfir þessu stórfljóti einhver kyrrlátur þungi og virðuleiki. Maður verður þessa enn betur áskynja, þegar maður veður fljótið og finnur afl þess. Með ógnar þunga leggst vatnsfallið að fótleggjum manns, og ef lyft er fæti, má gæta sín að missa ekki jafnvægið. — Maður horfir í vatns- borðið. Það gullgárar með bakk- anum, utar koma straumköst og hringiður, í hinu tæra vatni forma bólur og hringar kynlegar skugga- myndir á botninum. Þær líða fram hjá eins og myndir á sýningartjaldi og hverfa með straumnum til hafs. Það eru vikurrákir á botninum, og straumurinn er stöðugt að hreyfa vikurkornin, leika sér að þeim og raða þeim í nýtízkuleg form og mynstur; alls konar abstraktlist er þar á ferðinni. — Áin er mjög mis- djúp, í henni eru rif og eyrar. Þarna er sandrif, og á því sitja fjórir fallegir tjaldar. Rauðu nefin lífga upp á landslagið, er þau ber við gulleitan sandinn. Ofar við ána er gæsahópur á sundi. Fullorðnar gæsir og ungar. Á árbakkanum er Horft yfir ána mikið af gæsafjöðrum á víð og dreif. Gæsin er að fella fjaðrir, senn verður hún í sárum. Heima við bæinn flýgur smyrill, snögg- um ákveðnum vængjatökum, beint af augum. Hann veit, hvað hann vill og hvert förinni er heitið. Við förum að tala um fugla. Pét- ur hefir einu sinni tamið smyril. Pétur er vestan af fjörðum, nátt- úrumaður og veiðimaður. Hann hefir líka tamið veiðibjöllu. Hún þurfti mikið að éta. Bezt þótti henni lifur úr fiski. Við förum að veiða. Það er beitt og rennt, kastað og dregið inn. Þeg- ar línan snertir vatnsborðið og maður finnur viðnám vatnsins, þá skynjar maður sjálfa ána. Þá vakn- ar veiðimaðurinn, og öll athyglin einbeinist að vatnsfletinum, leit-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.