Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 16
472 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE é ••¥•¦ V 873 ? Á K * A 8 7 5 2 4 10 3 2 N AD864 V D G 5 4 V A ¥ — ? D 10 6 ? G 9 5 3 2 * K D G S * 10 9 6 3 é A K G V Á K 10 9 6 2 ? 874 * 4 N gaf og sdgnir voru þessar: N A S V 1 + pass 1 gr. pass 2 * pass 2 ¥ pass 3 ¥ pass 4 ¥ pass 4 gr. pass 6 V tvöf. Spilamenn draga í efa að rétt hafi verið hjá N að opna sögn, úr því að hann hefir svo veik spil, en hitt haíi þó verið enn djarfara af A að tvöfalda hjartasögn. Út kom LK og var drepinn með ás og síðan kom láglauf og var trompað á hendi. Nú kom HA og þá sást að V hafði öll trompin. Nú er eina vonin að spaðarnir þrír dugi. Nú kom lágtigull undir kónginn, síðan lágspaði, og gos- inn helt. Þá kom lágtigull undir ásinn og síðan lauf, sem var trompað á hendi. Þar næst kom tigull og var trompaður í borði. Síðan tók S slagi á SK og SA. Nú höfðu S og V aðeins tromp á hendi. Og með því að slá út H10 gat V ekki fengið nema einn slag. ^ríaóratok GUÐRÍÐUR SÍMONARDÓTTIR (Tyrkja.Gudda) hefir verið 16 árum eldri en Haligrímur Pétursson. Senni- lega hefir hún verið fríð kona sýnum, Að húsabaki á Árbæ er fána- stöng mikil og umhverfis haua þessir einkenni- legu steinkleggjar. Þeir eru komnir upp úr holunum þar sem borað er t'l'tir heitu vatni í Reykjavík, og úr mismunandi dýpi. Sýna þeir hvernig er sá grundvöllur, ;>em borgin stendur á. (Ljósm. Ó1.K.M.) enda var hún hátt metin til kaups, eins og sjá má á reikningum yfir lausnargjöldin. Var maður sá, er hana hafði keypt, Ali Dey, látinn, og var Guðríður keypt af ekkju hans. Kaup- verðið var 200 ríkisdalir, en annar kostnaður 62 rd. Lagði Guðríður sjálf fram 20 rd. Þetta er stórfé, því að um þessar mundir var kýrverð 4 rd. Kostn- aðurinn við að ná Guðríði úr ánauð- inni hefir því verið nálægt 100.000 krónur eftir nútíma verðlagi. (Magnús Jónsson: Hallgr. Pét.) FYRIR 250 ARUM Um haustið (1709) á allraheilagra- messukvöld brann sú prýðilega bygg- ing, biskupsbaðstofan á Hólum í Hjaltadal. Töpuðust þar inni margir fjársjóðir og dýrgripir af silfri, bókum, klæðum etc. Þar brann og inni stúlku- barn (dóttir brytans). Varð hvorki þvi né öðru bjargað það munum nemdi, þar loginn lék svo geisilega um allt húsið í einu, með því og einnig, að öl- föng og brennivín var í kjallara niður í stofugólfinu Stúlkur sumar, sem í stofuloftinu voru, komust út um gler- vindaugu. (Sjávarborgarannáll). FYRIR 200 ARUM ísland er þann 6. desember (1758) til höndlunarforpagtningar uppboðið til separat handel. Var boðið upp á nokkrar hafnir, en ei allar. Lætur því jöfur uppsigla landið með 10 skipum og 6 kaupmönnum, nefnilega Pahl 1 Reykjavík, Rees í Vestmanneyum, Las- sen undir Jökli, Pens á Norðurlandi og Brun fyrir austan. Voru þá alls fluttar til landsins 5500 tunnur mél og brauð. Agent Ryberg er forstjóri þessarar höndlunar. (Ketilsstaða-annáll). Merkiskonur. Á Norðurlandi fæddi 76 ára gömul kona eðlilegt fóstur. Sömuleiðis sama ár önnur 56 ára gömul kona á Suður- landi. — Þetta segir Gísli biskup Odds- sob að skeð haíi 163&.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.