Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 2
246 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hægt væri að fá sér þarna að drekka í barning. Þeir höfðu fengið sér þarna vatn á kútinn. Það rennur þarna á út í Röstina" „Það er sko alveg sjúrt“, segir minn góði sögumaður ákveðið, því að þegar Gamaliel á Stað segir að eitthvað sé „s]úrt“ meinar hann að það sé enginn vafi um þá hluti. En að fiskur gangi eftir þessum göngum eða þessari á? Það er ekki eins víst. — „Ja, maður veit ekk- ert um fiskana“, segir hann, „en hérna í Bjarnargjá milli Járngerð- arstaða og Staðarhverfis hafa þeir oft og iðulega séð ufsa, svo að hvað* veit maður svo sem nema hann gangi lengra?“ Erindið hingað var meðal ann- ars að kanna veginn út að vita, og jafnframt að njóta leiðsögu hins ömefnafróða Staðarbónda, sem jafnframt kann öðrum fremur að segja sögu sjóslysanna hér um slóðir, því hann hefur um áratugi verið ekki aðeins áhorfandi harm- leikanna, heldur líka og oftar virkur þátttakandi í baráttunni milli manns og hafs um líf ein- staklinganna. Manni er nefnilega fæddur í Reykjanesvita sama árið, sem kveikt var á nýja vitanum. Það mun hafa verið árið 1908. Faðir hans var þriðji vitavörður- inn á Reykjanesi og gegndi þeim starfa um tuttugu ár. Á þessari strönd sleit Manni barnsskónum og stælti manndómsþrek sitt. Og mér dettur í hug brimið, já, brim- ið, ætli hann hafi ekki vanizt á að hlæja svona hátt til þess að yfirgnæfa brimgnýinn? * Þorvaldur Thoroddsen var á ferð hér á þessum slóðum árið 1883, og segir hann í ferðabók sinni: „Af Reykjanesi fórum við 11. ágúst inn í Grindavík. Þar er enginn vegur, en eintóm hraun yfir að fara. Alls staðar liggur hér mesti urmull af rekatrjám í fjörunni, og heyrir það allt undir kirkjuna að Stað í Grindavík.” Síðan eru liðnir röskir þrír aldarfjórðungar, og hálfgerð vegleysa er þetta enn. Það hefur líka fyrr og síðar ýmsu öðru en rekatrjám skolað á Staðarfjörurnar. Hann tjáið okkur það, Staðarbóndinn, að hún hafi stundum verið óhugnanleg aðkom- an á þessari viðsjálu strönd. Þeg- ar Ægir hefur látið brimrótið skila feng sínum upp í fjörugrjótið. — „Það var verst með það fyrsta“, segir hann. „Það var gamall, reyndur maður, sem var með okk- ur og gekk fyrstur. Það bjargaði okkur og tók af okkur versta stuð- ið. — Síðar bregður manni minna. — Einkennilegast var það, þegar ég fann sjórekna manninn undir Háleyjarbergi. Það skil ég aldrei, segi alltaf, að hann hafi hjálpað mér til þess að koma sér upp. Við vorum tveir bræðurnir, Helgi heitinn og ég, sem fundum hann. — Við sáum, hvar tvær ritur sátu fram á steini í stórstraumsfjöru. Þetta var í há-átt. Ég fór fram eft- ir, og þar lá hann undir steininum. Við lögðum líkið í poka og bárum það milli okkar upp að berginu, tveir einir, en sjö tíma vorum við að koma því austur með berginu, og veittist þó fullerfitt að koma því alveg austur úr. — Ég skil það aldrei, hvernig við tveir einir skyldum koma því upp allt stór- grýtið og það án þess að blása úr nös. — Ég er viss um, að hann hef- ur hjálpað til við það sjálfur.” — Þessi frásögn getur eðlilega af sér stuttlegt samtal um myrk- fælni, sem mun hafa hljóðað eitt- hvað á þessa leiðina: — Eru einhverjir þeirra jarðaðir í kirkjugarðinum hér framundan bænum að Stað? — Jú, hér er eitt lík austan af Selatöngum, af enskum, og fleiri munu hvíla hér, sem rak af haf- inu. — Finnst þér ekki lakara að hafa kirkjugarðinn svona rétt við bæjarhúsin? — Nei, ég finn ekkert til þess. — Þú ert þá ekkert myrkfæl- inn? — Nei, ég var myrkfælinn þang- að til ég fluttist hingað í nábýlið við kirkjugarðinn, — en þá fór hún af mér. — Og þið verðið aldrei vör við neitt? « — Það getur ekki heitið. Það er þá helzt, þegar von er á þeim hingað í garðinn. — Þeir láta oft vita af sér, um leið og þeir skilja við þetta jarðneska hérna. — Meinarðu ,að menn geri vart við sig hérna í þann mund, sem þeir gefa upp öndina? — Já, reyndar, mennirnir, Grind- víkingar, þeir koma og banka og ganga um rétt eftir að þeir eru búnir að skilja við. — Hefur þú orðið var við það? — Já og já, ég held nú það. — En aldrei séð neitt? — Nei, nei, en ég hef oft orðið var við það. — Og þér verður ekkert hverft við? — Nei, ég bara veit, að það kem- ur einhver fljótlega. Þetta eru allt kunningjar. Maður er heldur ekk- ert að vaða út á kvöldin og styggja það neitt. Maður gerir því ekkert og það er þá gagnkvæmt, er æðru- laust svar þessa rólynda manns sem svo oft hefur verið vottur að djarftefli lífs og dauða, heimt menn úr helju og hagrætt líflaus- um. , Tíminn hefur liðið, og nú er að hyggja að öðru og þá fyrst og fremst veginum til vitans. Vegalengdin frá Grindavík út á Reykjanes, að vita, mun vera um 10 kílómetrar. Frá Stað til Reykja- ness er í sæmilegu gangfæri tveggja tíma gangur. Sá, sem gerði þann veg, sem nú er notazt við, var Ólafur Sveinsson, vitavörður *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.