Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 259 Rangmæðruð börn ALVANALEGT var það fyrrum, að börn vaeri rangfeðruð. Hitt var fátíð- ara, að böm væri rangmæðruð. Þó kom það fyrir og sagði faðir minn mér tvö dæmi úr Þverárþingi í Vesturhópi. Vinnukona séra Gísla Gíslasonar í Vesturhópshólum gildnaði ótrúlega mikið. Þá bar svo við, að hún snar- veiktist. Var hún flutt inn í herbergi prestshjónanna og fékk enginn að koma þar inn og hjúkra henni önnur en prestskonan, Ragnheiður Vigfús- dóttir. Þá fór að bera á því, að prests- konan fór að gildna undir belti, sem ekki var tiltökumál. Að tíma liðnum ól prestskonan son, sem var skírður Þórarinn. En þá brá svo við, að vinnu- konunni batnaði þegar, og var hún heil heilsu. Eitthvað var pískrað um það, að prestskonan hefði átt barnið 'fyrir vinnukonuna, og með því bjargað hempu prestsins. Drengurinn ólst upp með föður sín- um, og ekki fór hann með móður sinni, er þau presthjónin slitu samvistir. Þórarinn Gíslason, sem mun hafa verið fæddur 22. desember 1820, fór í siglingar með Norðmönnum um tví- tugsaldur. Skipið hvarf, og spurðist lengi ekkert til þess. Löngu seinna fannst þó flak skipsins. Var þar í ein beinagrind, sem var talin leifar Þórar- ins Gíslasonar. Eggert Jónsson, hreppstjóri á Þemu- mýri í Vesturhópi, var tvíkvæntur. Báðar konur hans voru merkis- og gæðakonur, sem höfðu almennings- hylli. En Eggert var mikill kvenna- maður, og átti þrjú eða fjögur börn fram hjá konum sínum. Hann slapp þó vel frá fyrri börnunum. En þegar hann átti síðast barn í vonum með vinnukonu af næsta bæ, þá leit ekki út fyrir, að hann slyppi við hýðingu. Margrét, síðari kona hans, sótti þá vinnukonuna, hjúkraði henni og sat yfir, enda var hún Ijósmóðir. Hún lagð- ist svo sjálf á sæng, og þóttist hafa alið barnið sjálf. Þetta þótji slíkt drengskaparbragð, að engin reíistefna varð út af því. Margrét og Vatnsenda-Rósa, skáld- kona, voru einlægar vinkonur. Er lík- legt, að Rósa hafi lagt á ráðin með vin- konu sinni. Enda gat hún vel þekkt fordæmið frá Vesturhópshólum, hefir e. t. v. verið ljósmóðir þar, og var gift Gísla, syni prestshjónanna i Vestur- hópshólum. Vitneskju sína mun faðir minn hafa fengið frá móður sinni, Kristínu, dótt- ur séra Þorvarðar Jónssonar. Kristín amma mín ólst upp á Breiðabólstað í Vesturhópi til tólf ára aldurs, þegar atvik þessi gerðust. Fyrst hjá afa sín- um, séra Jóni Þorvarðarsyni, en svo hjá föður sínum, sem þar var þá að- stoðarprestur, og önnu Skúladóttur, konu hans. Hún var einnig hjá þeim á Hofi á Skagaströnd. Helga, dóttir séra Jóns á Breiðaból- stað, varð síðari kona séra Gísla í Vest- urhópshólum, svo atvik þessi hafa ver- ið þekkt innan ættarinnar. Kær vin- étta var einnig með prestunum. Þegar eg var barn í Vesturhópi, um aldamótin, heyrði eg oft gamalt fólk tala um presthjónin í Vesturhópshól- um, séra Gísla Gíslason og frú Ragn- heiði Vigfúsdóttur, systur Bjarna Thor- arensens skálds. Sumt þekkti heimilið af frásögn foreldra sinna, en nokkrir mundu heimilið sjálfir, enda var séra Gísli þar prestur í 35 ár, frá 1815 til 1850. Eg heyrði það einnig minnast á Eggert á Þernumýri og konurnar hans. Einnig heyrði eg á tal um Vatnsenda- Rósu, skáldkonu. Enginn minntist á það, sem miður var í fari þessa fólks, heldur bar allt talið vott um hlýleik og virðingu fyrir hinum látnu, stór- brotnu samsveitungum. Séra Gísla var lýst sem glæsimenni, góðum presti og ljúfum í umgengni við alla, háa og lága. Frú Ragnheiði var lýst sem virðu- legri prestskonu, skapstórri, einkar al- þýðlegri í viðmóti við alla, og vinsælli af hjúum sínum. Eggert á Þernumýri var sagður nokkuð óvæginn, en raungóður og sáttfús. Margrét, kona Eggerts, var talin gæðakona, sem allir töluðu hlýlega um. Um Vatnsenda-Rósu, skáldkonu, töluðu allir með ástúð og virðingu. Enginn virtist muna, að neitt misjafnt hefði verið í fari hennar. Hún var ljós- móðir margs af gamla fólkinu, sem lifandi var í Vesturhópi um aldamótin. Vafalaust hefir frú Ragnheiður Vig- fúsdóttir tekið sér nærri brot manns sins, jafnstórbrotin kona og hún var. En hún hefir þó orðið við beiðni hans um hjálp, til að bjarga manni og börn- um frá vansæmd. Líklegt er, að þessi hafi verið orsökin til þess, að sambúð þeirra stirnaði svo mjög, að það leiddi að lokum til fulls skilnaðar. Vafalaust hefir frú Ragnheiður unn- að séra Gísla hugástum. Því hefir mót- lætið orðið henni enn sárara, orðið henni ofraun í bili að sættast og fyrir- gefa. En það verður alltaf að lokum hjá þeim, sem unnast hugástum, annað hvort þessa heims eða annars. Það nær alltaf að lokum saman, sem saman á. „Eilífðin er löng og náðin er stór“, sagði förumaðurinn forðum. „Æ, har.n er frómur og ráðvandur skinnið, og ekkert í hann varið“, sagði Þorbjörg í Klömbrum, langamma mín, þegar rætt var um meinhægan mann. Þær voru svona sumar, blessaðar gömlu konumar, að þær vildu heldur, að eitthvað væri í manninn spunnið, þó þá væri annað, sem þyrfti að fyrir- gefa. Hannes Jónsson. Tilbúin raddbönd MENN, sem hafa misst málið alveg, eða geta lítt talað vegna barkaupp- skurðar, eiga þess nú kost að fá tilbú- inn barka, eða raddbönd, svo að þeir geti talað. Þetta er lítill sívalningur, um 1% þuml. í þvermál og 3Vi þuml. á lengd, og fylgja honum tvær litlar rafhlöður. Tækið er búið til hjá Bell Telephone Laboratories i Bandaríkj- unum. Röddin, sem kemur úr þessu tæki, er að visu ekki alveg hrein, en að styrkleika er hún eins og venjuleg mannsrödd. Sérstaklega þykir tækið hentugt þegar menn þurfa að tala i síma. Með lagni geta menn beitt radd- breytingum og jafnvel sungið einíöld lög.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.