Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 4
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS legu tönnum. En það verður eng- inn hlátur, heldur segir hann mildilega: „Ert það þú, Gúbba mín. — Ég á þær báðar, kerling- arnar. Hún er númer 75." Aðspurð- ur, segir hann svo til skýringar, að Gúbba hafi verið týnd um tíma. Hann hafi verið farinn að óttast, að dýrið hafi drepið hana. Hún hafi verið hálfgerður ræfill í haust. Hún missti bæði lömbin undan sér í vor og síðan verið mesti uppdráttur í henni. En nú er Gúbba komin í leitirnar, og það leynir sér ekki, að fjárbóndanum á Stað líður betur. Bíllinn tekur geisilegan hnykk. Það hefur verið þarna gjóta í veg- arhvarfi, sem bílstjórinn hafði ekki komið auga á, því varð hann að snarbeygja. Það var auk þess runnið svo úr veginum, að önnur vegbrúnin var gersamlega horfin og skriðin í burtu. Ég spyr, hvort ekki hafi neitt verið unnið að lag- færingu vegarins í haust. „Það var ekið í hann einn dag á leiðinni út til mín," svarar Manni §tuttara- lega. Við ræðum vegarspursmálið fram og aftur, nauðsyn vegarbót- ar, og Manni lýsir, með hvaða hætti skuli framkvæma hana, og honum farast orð eitthvað á þessa leið: „Það mesta, sem þarf að laga, er bara að aka ofan í veginn frá Reykjanesi og austur á Bása. Það er búið að aka ofan í að Hvera- völlum, og það þarf að halda því áfram frá Hveravöllum austur á Bása. Svo er eins og kílómeters- , lengd, sem þarf að gera eitthvað meira við. Það eru sléttar klappir og vont að aka þær. Það þarf ann- að hvort að taka þar horn af og láta stórýtu vaða yfir hraunhorn- ið ofar en vegurinn er og austur yfir Lynghólahraunið, en úr því þarf ekkert annað en aka ofan í það. Það er ódýrast." Ég finn, að Manna Hggur þessi vegagerð'mjög á hjarta, svo ég geng hreint til verks og spyr: „Og þú heldur sem sagt, að það hefði getað munað mannslífum, ef þessi vegur hefði verið gerður?" Brosmilt andlit Staðarbóndans verður mjög al- vörugefið, og það kemur djúp hrukka milli augnanna og aðrar skáhallt upp af hvoru auga, er hann segir með þunga: „Já. Það er ábyggilegt, að ef það hefði ver- ið brim, þegar Jón Baldvinsson fórst, þá hefði það getað munað miklu að vera kominn hálftíma eða klukkutíma fyrr út eftir. í stað þess að við vorum, ég man ekki með vissu, víst eitthvað á þriðja klukkutíma á vörubíl. Hann sagði það, skipstjórinn á Jóni Baldvins- syni, að það hefði verið langur tími, fannst honum, frá því hann sendi skeytið og þangað til hann sá okkur. Það var ábyggilega tími, sem var lengi að líða. En hvað hefði það verið lengi að líða, ef það hefði verið brim og vegurinn svona?" Hann bætti við: „Eins var það með Clam, þá urðum við líka að aka þessa vegleysu með fullan bíl af fólki. Vörubíl- arnir urðu að taka ytri barðana af sér til þess að komast áfram. Allt taf ði þetta. Við urðum líka að bíða til þess að hafa nógan liðs- afla, ef ýta þyrfti bílunum. Ég er alveg viss um, að þetta hefur allt tekið eina þrjá klukkutíma. Það hefði verið munur að geta stokkið strax, nokkrir menn, með slysa- varnartækin og skotizt út eftir á góðum vegi. Þeir fórust 27 á Clam eins og þú veizt," bætir hann við. „Já. Ég gæti sagt þér eitt og ann- að af sjóslysunum hérna fyrr og síðar. Það hefur oft munað mjóu, og þó ekki alltaf nógu. Fyrsta sjó- slysið, sem ég man eftir, var 1916. Þeim hafði borizt á í Katrínarvík- inni. „Resolut" hét það víst skipið. Einn synti í land með spotta, og hinir voru dregnir á eftir. — Þrí- möstruð skúta, saltskip, strand- aði skömmu síðar við Þorkötlu- staðanesið. — Svo var það franski togarinn Cap Fagnet, sem fór upp á Hraunsfjörum í marz 1931, og þá var í fyrsta sinn skotið af línu- byssu við björgunarstarf. Hann hét Guðmundur Erlendsson, sem skaut. Sjálfur drukknaði hann fá- um árum síðar í róðri á trillu, en þarna björguðust 38 menn af franska togaranum. Svo strandaði Skúli fógeti hér á Staðarmölum. Þú sérð þarna, beint út af. Það var svona klukkan að ganga sex um nóttina, sem við vissum um það. Það komu að austan tveir menn og létu okkur vita. Karl heitinn Guðmundsson iór niður um nótt- ina og var að hlusta á veðrið frá Vestmannaeyjum, og þá heyrir hann, að það var kallað út, að Skúli fógeti væri strandaður. Það var stöðin í Vestmannaeyjum, sem kallaði þetta út með veðrinu. Hann vakti mennina og fór að leita, og svo ræstu þeir okkur. Við höfð- um komið heim að Stað um nótt- ina kl. tvö frá aðgerð. Það var mikið brim, og það var langt að skjóta út í Skúla. Línan var 97 faðmar. — Já, það mátti ekki miklu muna. Það var síðasta lín- an, sem náðist í. Við áttum ekki fleiri. Það var seinasta skotið, sem hægt var að skjóta. Við vorum svo heppnir, að vindurinn bar línuna upp að mastrinu, þar sem þeir sátu á hvalbaknum, og einn gat teygt sig í hana. Þeir voru sumir mjög þrekaðir, skipsbrotsmennirnir, en einn var þó ótrúlegt hraustmenni, og þó var hann ekki nema 16 ára gamall. Hann hlióp eins og krakki þegar hann kom upp á kambinn, hreint eins og ekkert hefði í skor- izt. Það var mikið tekið eftir því. Það var Sæmundur Auðunsson, sem síðar varð skipstjóri á Akur- eyrartogurunum. Þeir fórust 14 á Skúla, en 24 var bjargað, svo ver hefði getað farið þar, ef síðasta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.