Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 257 Seinaót a vióa afa fo Mín Ijóö þau voru lítt á torgiö fœrö og lítinn boöskap höföu’ aö flytja þjóö; þau voru öll á öldnum mergi nœrö og i þeim brann ei nýtízkunnar glóö. Eg hartnœr öll þau orkti fyrir mig, en aöra naumast — sótti’ ei tilföng vítt; — þau dirfast enda varla’ aö sýna sig og sennilega geöjast flestum lítt; því sveita-fyrnsku svipur vorri öld er sízt aö skapi — stuölum skoröaö rím; — því „lausmœlginnar“ lopi tók hér völd og lagöi’ aö velli Þorstein bœöi og Grím. Á altari hans eg aldrei brenndi fórn, eg aldrei jók á vopnaglauminn hans, og hyllti hvergi stefnu hans né stjórn, eg stóö og féll meö venju œttarlands. En eitt eg hyllti alla mína tíö og alla mína daga söng því lof og fyrir þaö var fús aö heyja stríö, hver fórn til þess var aldrei stór um of. Og þetta eina, þaö var f r elsi manns ; og þaö krefst œtíö 'fylgis sannleikans. X. þess, að frost eru oft mikil í Þýzka- landi, og hann vildi gjarna komast hjá því að hafa neikvæð stig á mæli sínum). Hann byrjaði þó á því að merkja líkamshita 12 stig, eins og Newton hafði gert, en hvarf fljótt frá því, þar sem hann hafði á mæli sínum 8 sinnum meira svigrúm fyrir stig heldur en New- ton hafði haft. Þess vegna breytti hann um og setti líkamshitann við 96 stig. Á þessum hitamæli var frost- markið um 32 stig, en suðumarkið um 212 stig. Þetta mun Fahren- heit hafa þótt heppilegt, þar sem 180 stig urðu milli frostmarks og suðuhita, því að talan 180 er góð tala að því leyti að margar tölur ganga upp í henni, svo sem 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 12, 15, 18, 20, 30, 36, 45, 60 og 90. Fahrenheit helt nú grunnstiginu á mæli sínum þar sem hann hafði sett það, markaði svo frostmark við 32 stig, en suðuhita við ná- kvæmlega 212 stig. Eftir þessu varð þá líkamshiti að meðaltali 98,6 stig. Það var að vísu heldur ó- heppileg tala, en það gerði ekki svo mikið til. Þannig varð þá til Fahrenheit- hitamælirinn, sem enn í dag er notaður í Englandi og Bandaríkj- unum. Þegar talað er þar um hita- stig er stafurinn F settur við, og þannig er t. d. líkamshiti táknaður með 98,6°F. Celsius kemur til sögunnar Árið 1742 breytti sænski stjörnu- fræðingurinn Anders Celsius stiga- merkjunum á hitamælinum, vegna þess að honum þótti stig Fahren- heits ekki heppileg. Hann byrjaði á því að setja 0 við suðumark og telja svo niður á við að frostmarki, sem hann merkti með 100. Árið eftir var þessu þó snúið alveg við, frostmarkið sett við 0, en suðu- mark við 100. Þótti eðlilegra að telja stigin þannig upp á við eftir vaxandi hita. Og þar sem þessi 100 stig náðu yfir vatn meðan það er fljótandi var þetta kallað Centigrade (hundraðsskifting) og táknað með C. Löngu seinna var samþykkt á alþjóðafundi, að kenna þenna nýa hitamæli við höfund sinn og kalla hann Celsius, eins og hinn hita- mælirinn var kenndur við Fahren- heit. Þetta breytti í rauninni engu, því að táknið C stóð áfram, en nú var farið að tala um stig á Celsius. Celsius-mælirinn hefir verið löggiltur í flestum menningar- löndum. Þykir vísindamönnum hann sérstaklega heppilegur vegna þess að hann deilir hitastigi vatns í 100 stig milli þess að það frýs og gufar upp. Þetta er vegna þess, að vatn er notað við flestar efna- fræðisrannsóknir, og við margar eðlisfræðirannsóknir, þar sem hiti kemur til greina. Stigskifting Celsius fellur og vel inn í tugkerf- ið (metrakerfið). Enskumælandi þjóðir hafa þó af alkunnri fastheldni haldið fast í Fahrenheit. Þó er það ekki ein- göngu fastheldni við það sem gam- alt er. Fahrenheit hæfir vel veður- fræðinni, að minnsta kosti í Ev- rópu. Það er óvenjulegt að kuld- inn komist þar niður fyrir 0 á Fahrenheit, eða upp fyrir 100 stig. Þessi 100 stig á Fahrenheit svara til stiganna -^-18 og 38° C. Hér er um óheppilegar tölur að ræða, einkum vegna þess að 18 stigin eru neikvæð. Því nota vísindamenn í Englandi og Bandaríkjunum Cel- sius-mæli við ýmislegt annað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.