Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 í matvælunum, áður en þau voru þurkuð. Minnsti vatnsskammtur, sem maður kemst af með á sólarhring, er um 5 pund. Nú þarf hann líka að flytja með sér súrefni, og af því þarf hann 2 pund á sólarhring. Af matvælum þarf hann minnst 1— l1/^ pund á dag. Af þessu leiðir, að þriggja manna geimfar, sem ætlar sér að vera ár í ferðinni, þarf að flytja með sér 4 tonn af mat, vatni og súrefni, og eru þá ekki með taldar umbúðirnar, Nú er gert íáð fyrir því, að ferða- lag tíl Marz muni standa í 2—3 ár eða lengur (allt eftir því hver geimfræðingurinn er, sem gizkar á), og þá er auðvelt að sjá, að menn geta ekki haft með sér nægar birgðir til svo langs tíma. Það verður að vera nákvæmt hlutfall milli þunga geimfars og þess afls, sem knýr það áfram. Það þarf 1000 punda orkuþrýsting á móti hverju pundi. Vegna þessa hallast menn nú æ meir að því, að geimför verði að hafa gróður með sér. Þrír höfuð- kostirnir við það eru þessir: Gróðurinn hreinsar andrúmsloft- ið, gróðurinn getur lifað á sauri mannanna, og mennirnir geta síð- an lifað á gróðrinum. Og sá gróð- ur, sem menn hallast helzt að, er þörungar. Jack Myers, grasa- og dýrafræð- ingur við háskólann í Texas, hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að 2,5—5 pund af algengum þörungi, „chlorella pyrenoidosa", muni geta eytt allri þeirri kolsýru er einn maður andar frá sér og síðan fram- leitt nóg súrefni handa honum. Auk þess hér um bil nægilegt fæði. Og þetta geti gengið enda- laust, ef þörungurinn fái birtu og áburð. Nú verður þó að hafa í huga, að þörungurinn verður að vera í vatni til þess að hann dafni, og þess vegna má búast við að útbún- aðurinn til þess að geyma hann verði allt að 50—100 sinnum þyngri heldur en gróðurinn sjálfur. Nokk- ur vandkvæði munu verða á því að láta þörungana hafa hæfilega birtu, en takist það, þá tvöfaldast þeir á svo sem þremur klukku- stundum. Svo eru til aðrir þörungar, sem framleiða þrefalt súrefni á við „pyrenoidosa" og þurfa þrisvar sinnum meiri birtu. Æðii jurtir er varla unnt að hafa með á slíkum ferðalögum, vegna þess að þær þroskast ekki nógu fljótt. Þó eru til nokkrar jurtir, sem menn halda að geti komið til greina, vegna þess að hægt er að nota þær allar og ræt- urnar með, til manneldis. Menn halda einnig að þær muni vaxa hraðar í geimförum, vegna þess að loftþrýstingur er þar miklu lægri en á jörðinni. Þörungar vaxa örast af Öllum gróðri, en þó ekki nógu ört. En með kynblöndun vænta menn að hægt sé að framleiða þörunga, sem vaxa miklu hraðar en þeir, sem nú þekkjast. Þörungar eru mjög sað- söm fæða. í þeim eru um 50% eggjahvítuefni, 15% kolvetni 25% fita og 10% steinefni. Þetta er þó breytilegt. Nokkur fjörefni eru í þeim, svo sem B og C. Að vísu vantar nokkur nauðsynleg nær- ingarefni, en vegna þess hve mik- ið af þeim er meltanlegt og vegna þess að þær tvöfalda þunga sinn allt að því 12 sinnum á sólarhring, þá er varla efi á að þörungar verða hafðir til manneldis í geimferöum. Hvaða áburð þurfa þörungar til þess að þrífast? Þeir þurfa yfirleitt hin sömu næringarefni og æðri jurtir, svo sem köfnunarefni, fos- fór, kalí, kolefni o. s. frv. Og nú vill svo til að í þvagi og saur manna eru flest þessi efni. Það væci því gott að geta losnað við þau úrgangsefni á þennan hátt. En þá er eftir að breyta þör- ungunum í mat. Og þá kemur ýmislegt til greina. Hætt er við að mönnum þyki maturinn nokkuð einhæfur, og ekki er að vita hvernig þeim muni geðjast að bragðinu, lyktinni og litnum. Má og vera að þeim hrylli við að eta mat, sem ræktaður er við saurindi sjálfra þeirra. Úti í geimnum mun reyna mjög á. líkamlega og andlega orku mannsins. En ef hann hefir svo ekki lyst á matnum, sem á að vera hans megin, mun þá ekki hætta á að hann gugni alveg? Margar fleiri uppástungur hafa komið fram um það hvaða mat- væli geimfarar eiga að hafa. Að öllum er nokkuð, og þó strandar venjulega á því, að geimfarið get- ur ekki bætt matarbirgðunum á sig. En á öllum þessum vangavelt- um má sjá, að það á enn langt í land að lausn finnist á þeim vanda hvernig á að nesta geimfarana. Sjálflýsandi veggfóður ÞAÐ var árið 1930 að prófessor Georg- es Destriau, sem þá var ráðunautur Westinghouse Eiectric Company, upp- götvaði það, að rafmagn gat orðið sjálflýsandi. En ljósið var oft dauft og útbúnaður of dýr tii þess að það gæti keppt við flúrljó* Nú hefir Destriau gert endurbætur á þessari uppgötvun og tekið eínkaleyfi á henni. Er ljósið nú fjórum sinnum bjartara en það var áður. North American Aviation Inc. hefir þegar látið gera sjálflýsaridi plast- plötur og þakið með þeim veggi i sum- um þotum sínum. Með þessu móti verður rýmra í stýrisklefum þotanna og þyklr það mikill kostur, þvi að með þessu móti er hægt að losna við perur, ljósastæði og rafleiðslur. Gert er ráð fyrir þvi, að innan skamms muni koma á markaðlnn sjálf- lýsandi veggfóður og geti menn þá alveg losnað við lsmpa i hibýlum sín- um. Gildir þá emu hvort veggfóðrið ér úr pappír eða silkL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.