Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 6
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á hverju eiga geimfarar oð lifa? Þótt hægt sé að smíða geimför til siglinga hnatta á milli og útbúa þau þannig, að áhöfnin hafi nægilegt lífsloft um langt skeið, og inni í geimförunum sé jafnvel „aðdráttarafl", svo að minna beri á þeim óþægindum, sem staía af því að þyngdarlögmálið er upp hafið, þá er þó enn einn höfuðvandinn óleystur: A hverju eiga geimfararnir að lifa? Um það segir svo í opinberri skýrslu frá „Agricultural and Food Chemistry" í Bandaríkjunum. BLÖÐIN flytja stórar fyrirsagnir um gerfihnettina og fullvissa al- menning um, að nú sé þess skammt að bíða að menn fari að fljúga út í geiminn. Á hitt er ekki minnzt, að enn er óleystur einn vandinn í sambandi við þetta, en hann er: á hverju eiga geimfararnir að lifa? Undir úrlausn þess máls er það þó komið, hve langt menn geta farið út í geiminn. Um þetta hefir lítið verið rætt. Þessi hlið málsins hefir horfið í skugga stóru fyrirsagnanna um að tekizt hafi að sigrast á þyngdar- aflinu. fundinn sé aflgjafi til þess að knýa geimförin hnattanna á milli o. s. frv. Rannsóknastöðvar hafa ekki heldur gefið þessu máli alvarlegan gaum. Hér virðist ekki vera nema um tvennt að ræða. Annaðhvort verða geimfararnir að hafa með sér nægilegt nesti, eða þá að þeir verða að afla sér fæðu á ferðalaginu. Um fyrra atriðið er það að segja, að í geimförunum verður ekki mikið rúm fyrir matvæli, og geim- förin þola ekki heldur að bæta á sig miklum þunga. Verður því varla um annað að ræða en saman- þjöppuð næringarefni eða þurkaða fæðu. En um seinna atriðið er það að segja, að menn gæti flutt með sér hraðvaxta gróður og lifað á honum. Þessi gróður mundi fá nægilegt magn aí kolsýru úr lofti því er menn anda frá sér. Saur og þvag mannanna mundi verða not- að sem áburður. Þannig ætti gróðurinn að geta þrifist, og geim- fararnir síðan lifað á honum. Báðar þessar tillögur hafa nokk- uð til síns ágætis, en böggull fylgir þó skammrifi. Þegar velja skal á milli þeirra, kemur margt til greina: Hve langt er ferðinni heitið? Hver er hraði geimfarsins? Hve margir eiga að vera í því, og hversu miklum þunga matvæla getur það bætt á sig? Nú er talað um allt að sex mánaða geimferða- lag. Fyrst í stað munu þó aðeins farnar skyndiferðir, og þá aðeins einn maður í geimfarinu. Verður þá hægt að fá nokkra reynslu um hvaða nesti reynist bezt. Lang- ferðir, þar sem eru tveir menn saman eða fleiri, verða að bíða betri tíma. Það eru ekki nema tvö ár síðan að menn fóru alvarlega að gefa því gætur hvaða matvæli mundu henta geimförum. Rannsóknir þær, sem fram hafa farið, hafa aðallega mið- azt við þrennt: að matvælabirgð- irnar sé eins léttar og unnt er, að geimfórunum verði auðvelt að neyta þeirra, og að þau sé lystug. Það er enginn hægðarleikur að neyta fæðu þar sem þyngdarlög- málið er upp hafið. Fljótandi vökvi rennur ekki, heldur verður hann að smádropum. Þess vegna getur það verið hættulegt að ætla sér að drekka úr flösku, því að droparnir geta þá farið rakleitt niður í lungun. Föst fæðuefni molna niður og verða að dufti, sem líka getur farið niður í lungun, Það verður því að breyta matvæl- unum í deig eða hálffljótandi efni áður en menn leggja þau sér til munns. Vegna þessa verður því heppilegast að matvælin sé geymd í hylkjum og með þrýstingi verði þeim komið upp í munninn. Árið sem leið lét bandaríski flugflotinn reyna 3000 slík hylki uppi í háloft- unum. Þau voru gerð úr aluminium og í þeim var mjólk, ávaxtasafi og kjötmauk. Reynslan varð sú, að mönnum varð óglatt af hinum fljótandi næringarefnum, en kjöt- réttirnir reyndust betri „undir- stöðumatur". Út af þessu vaknar svo spurningin: Munu geimfarar geta haldið niðri fljótandi nær- ingarefnum? Suinir manneldisfræðingar halda því nú fram, að þurkuð matvæli muni reynast geimförum bezt, enda sé þau fyrirferðarminnst og léttust. En þeir viðurkenna þó, að á þeim sé ýmsir annmarkar. Þurk- uðum matvælum hættir við að taka í sig annarlegt bragð, ef þau eru geymd lengi. Sum verða ól- seig, svo sem kartöflur. Þeim hætt- ir líka við að breyta lit. Og svo eru það ekki nemá einstaka mat- vælategundir, sem hægt er að þurka svo, að í þeim sé ekkert vatn. Enn er og ekki vitað hvernig á að bleyta þessi matvæli úti í geimnum, svo hægt sé að neyta þeirra. Og þá kemur að því, að menn verða að flytja með sér eins mikið vatn eins og upphaflega var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.